Enski boltinn

Liverpool í viðræðum við Lee

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sammy Lee, fyrrum stjóri Bolton.
Sammy Lee, fyrrum stjóri Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Rick Parry, framkvæmdarstjóri Liverpool, á þessa dagana í viðræðum við Sammy Lee um að gerast aðstoðarmaður Rafael Benitez knattspyrnustjóra.

Lee var í haust rekinn frá Bolton en Benitez hefur verið án aðstoðarmanns síðan að Pako Ayesteran fór frá félaginu í ágúst síðastliðnum. Þá er þjálfari aðalliðsins, Alex Miller, hættur og farinn til Japans þar sem hann stýrir nú JEF United Chiba.

Samkvæmt fréttaflutningi í Englandi hafa báðir eigendur félagsins, Tom Hicks og George Gillett, samþykkt ráðninguna. Lee hefur áður starfað hjá Liverpool en hann var þjálfari varaliðsins frá 1993 til 1999. Þá gerðist hann þjálfari aðalliðsins undir stjórn Gerard Houllier en fór frá félaginu árið 2004 til að starfa hjá enska knattspyrnusambandi. Eftir það fór hann til Bolton á meðan að Sam Allardyce var við stjórnvölinn þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×