Enski boltinn

Chelsea bauð í Torres

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres, leikmaður Liverpool.
Fernando Torres, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / AFP

Eftir því sem spænska íþróttaritið Marca heldur fram hefur Chelsea boðið fimmtíu milljónir evra í spænska sóknarmanninn Fernando Torres hjá Liverpool.

Tilboðinu mun hafa verið hafnað umsvifalaust enda hefur enginn leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar skorað jafn mörg mörk á sínu fyrsta tímabili í deildinni eins og Torres gerði á nýliðnu tímabili - 24 talsins.

Marca heldur því einnig fram að Avram Grant og Yossi Benayoun sé vel til vina og að Grant hafi komið þeim skilaboðum til Torres í gegnum Benayoun að Chelsea hafi áhuga á honum.

Torres mun hins vegar vera hæstánægður hjá Liverpool og hafi engan áhuga á því að fara frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×