Enski boltinn

Lokatilraun til að halda Barry

Elvar Geir Magnússon skrifar

Nú standa yfir viðræður milli Gareth Barry og Aston Villa en það er lokatilraun félagsins til að halda Barry. Knattspyrnustjórinn Martin O'Neill og eigandinn Randy Lerner ræða við Barry.

Aston Villa vill halda Barry en hann er á óskalista Liverpool. Villa hefur fengið tilboð frá Liverpool en O'Neill segir að það hafi ekki verið nægilega gott.

Barry er miðjumaður en getur einnig leyst stöðu bakvarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×