Enski boltinn

Cech: Ég fer ekki frá Chelsea

NordcPhotos/GettyImages

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech segist alls ekki vera á förum frá Chelsea, en umboðsmaður kappans sagði ónefnt félag hafa gert í hann risatilboð í dag.

"Ég vil taka það fram að ég vil alls ekki fara frá Chelsea þrátt fyrir fréttaflutning sem verið hefur í gangi um framtíð mína. Ég veit að umboðsmaður minn mun setjast niður með forráðamönnum Chelsea áður en langt um líður og ræða nýjan samning," sagði hinn 25 ára gamli markvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×