Enski boltinn

Öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni á Vísi

Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina og að venju eru öll mörkin aðgengileg á Vísi. Stórleikur Chelsea og Manchester United er þar á meðal en sá leikur endaði 3-3 eftir að Chelsea hafði komist í 3-0. Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Swansea er einnig að finna á sjónvarpshluta Vísis.

Enski boltinn

Bond: Endurkoma Luis Suarez hefur góð áhrif á Liverpool

Kevin Bond, aðstoðarþjálfari hjá Tottenham, telur að endurkoma Luis Suarez í leikmannahóp Liverpool, verði til þess að stemningin á Anfield verði í hæstu hæðum þegar Liverpool mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Suarez hefur lokið átta leikja keppnisbanni sem hann fékk í desember.

Enski boltinn

Gleymi þessu marki aldrei

Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina og var maðurinn á bak við sjaldgæfan útisigur hjá Swansea City. Swansea lenti undir í leiknum en Gylfi skoraði jöfnunarmarkið og lagði síðan upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Enski boltinn

Rooney: Við gefumst aldrei upp

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, telur að endurkoman gegn Chelsea fyrr í dag þegar liðið lenti þremur mörkum undir en náði síðan að jafna leikinn eigi eftir að reyndast liðinu dýrmætt.

Enski boltinn

Engar viðræður hafa verið á milli Barcelona og van Persie

Sögusagnir um að Robin van Persie, leikmaður Arsenal, sé á leiðinni til Spánar eftir núverandi tímabil hafa verið á kreiki í fjölmiðlum að undanförnu. Josep Maria Bartomeu, varaforseti knattspyrnuliðsins Barcelona, hefur nú sagt frá því í spænskum fjölmiðlum að það eigi ekki við nein rök að styðjast.

Enski boltinn

Áratugur síðan að Manchester United vann síðast á Brúnni

Andre Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea eiga ekki mikla möguleika á því að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn en þeir geta haft áhrif á þróun mála í toppbaráttunni. Chelsea fær Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í dag þar sem Chelsea hefur ekki tapað mörgum stigum á undanförnum árum á móti erkifjendum sínum.

Enski boltinn

Wenger: Oxlade-Chamberlain orðinn að manni á 2-3 mánuðum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður eftir frábæran sigur hans manna á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal vann 7-1 sigur þar sem Robin van Persie skoraði þrennu í leiknum og lagði upp tvö, Alex Oxlade-Chamberlain skoraði tvö mörk og Theo Walcott lagði upp þrjú.

Enski boltinn

Gareth Bale besti leikmaðurinn í janúar

Gareth Bale, hjá Tottenham, hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúarmánuði. Bale var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum deildarleikjum Tottenham í janúar en hann átti þátt í marki í öllum leikjunum fjórum.

Enski boltinn

Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði

Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið.

Enski boltinn

Hættir John Terry í enska landsliðinu?

Guardian segir frá því í morgun að John Terry sé að hugsa um að gefa ekki lengur kost á sér í enska landsliðið vegna þess að hann hafi verið rekinn sem fyrirliði liðsins og hafi ennfremur þurft að glíma við uppreisn gegn sér meðal leikmanna landsliðsins sem eru dökkir á hörund.

Enski boltinn

Rio Ferdinand hefur ekki áhuga á fyrirliðabandinu

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur engan áhuga á því að taka við fyrirliðabandi enska landsliðsins eins og hann gerði síðast þegar John Terry missti fyrirliðabandið. Það lítur allt út fyrir að Steven Gerrard verði fyrirliði enska landsliðsins á EM í sumar.

Enski boltinn