Sport

Úlfarnir í úr­slit vestursins

Minnesota Timberwolves tryggðu sér sæti í úrslitum vesturdeildar NBA annað árið í röð, með öruggum sigri í fimm leikja seríu gegn Golden State Warriors, 121-110 sigri í útsláttarleiknum í nótt. Boston Celtics héldu sér á lífi með sigri gegn New York Knicks.

Körfubolti

Fékk að mæta að­eins seinna í vinnu eftir Ís­lands­meistara fögnuð

„Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfu­bolta­vellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrir­liði Hauka sem varð í gær Ís­lands­meistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukku­stundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel.

Körfubolti

„Menn vissu bara upp á sig sökina“

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega ánægður með sigur í hörkuleik gegn Stjörnunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan var kjöldregin í leik tvö og var þjálfarinn sáttur með hvernig sínir menn svöruðu.

Körfubolti

Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið

Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn og skoraði eitt þriggja marka Volos í 3-0 sigri á botnliði Lamia þegar liðin mættust í neðra umspili efstu deildar Grikklands. Með sigrinum er endanlega ljóst að Hjörtur og félagar halda sæti sínu í deildinni.

Fótbolti

Jöfnuðu metin gegn Dort­mund

Íslendingalið Blomberg-Lippe hefur jafnað metin gegn Dortmund í einvígi liðanna í undanúrslitum þýsku efstu deildar kvenna í handbolta. Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Guðjónsdóttir leika með Íslendingaliðinu.

Handbolti

Fetar Spieth í fót­spor McIlroy?

Rúmur mánuður er síðan Rory McIlroy vann sér inn langþráðan grænan jakka með því að fagna sigri á Masters-mótinu í golfi. Með sigrinum kom McIlroy sér einnig í fámennan hóp. Hóp sem Jordan Spieth vonast til að komast í á komandi PGA-meistaramóti.

Golf

Rosa­legur ráshópur McIlroy

PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun og mun gera það með látum. Skipuleggjendur mótsins hafa stillt svakalegri þrennu saman upp í ráshóp.

Golf

Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“

Pétur Rúnar Birgis­son, fyrir­liði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðs­félaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úr­slita­ein­vígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðin­legt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það.

Körfubolti