Sport

Hálfsetinn Parken í kvöld

Dönsku landsliðsmennirnir hafa áhyggjur af því að ekki skuli vera meiri áhugi á leik Danmerkur og ÍSlands eins og raun ber vitni. Ekki er búist við því að fleiri en 16-18 þúsund manns verði á leiknum í kvöld en Parken, þjóðarleikvangur Dana, tekur 38 þúsund manns í sæti

Fótbolti

Agger: Poulsen er mikilvægur

Daniel Agger, varnarmaður danska landslisins, segir að Christian Poulsen, landsliðsfyrirliði og félagi sinn hjá Liverpool í Englandi, sé landsliðinu afar mikilvægur hlekkur.

Fótbolti

Lionel Messi mætir félögum sínum hjá Barcelona í kvöld

Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi.

Fótbolti

Kobayashi áfram hjá Sauber 2011

Japaninn Kamui Kobayashi verður áfram hjá Sauber liðinu 2011, en kappinn verður 24 ára gamall 13. september. Besti árangur hans er sjötta sæti á Silverstone brautinni í Bretlandi í sumar.

Formúla 1

Án leikmanna sem hafa skorað 17 af 28 mörkum liðsins

Íslenska 21 árs landsliðið er án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Tékkum í dag í úrslitaleik riðilsins í undankeppni EM. Sjö leikmenn liðsins eru uppteknir með A-landsliðinu sem mætir Dönum í kvöld og þeir hafa skorað 61 prósent marka liðsins í keppninni til þessa.

Fótbolti

Líklegt byrjunarlið Danmerkur

Morten Olsen, landsliðþjálfari Dana, mun stilla upp ungu liði á Parken í kvöld en þá mætir liðið Íslandi í undankeppni EM 2012. Í undankeppninni fyrir HM 2010 var meðalaldur danska landsliðsins 28,5 ár en er nú um 25 ár.

Fótbolti

Byrjar Arnór Sveinn eða Birkir Már í kvöld?

Stærsta spurningin fyrir leik Íslands og Danmerkur í kvöld er hvort að Arnór Sveinn Aðalsteinsson eða Birkir Már Sævarsson verði í byrjunarliði íslenska liðsins í stað Grétars Rafns Steinssonar sem er meiddur.

Fótbolti

Áfall fyrir Dani: Thomas Sörensen ekki með í kvöld

Thomas Sörensen, markvörður Stoke og danska landsliðsins, mun ekki verja mark Dana á móti Íslendingum í kvöld. Sörensen hefur verið að glíma við meiðsli á olnboga og nú er ljóst að hann er ekki nógu góður til þess að spila leikinn í kvöld.

Fótbolti

John Hartson hefur áhuga á því að taka við velska landsliðinu

John Hartson, fyrrum framherji velska landsliðsins, hefur áhuga á því að taka við velska landsliðinu fari svo eins og allt stefnir í að John Toshack hætti með liðið. Enskir fjölmiðlar sögðu að Toshack væri á útleið eftir 1-0 tap á móti Svartfjallalandi í fyrsta leik undankeppninnar.

Fótbolti

Sölvi: Reyni alltaf að skora

Sölvi Geir Ottsen, landsliðsfyrirliði, ætlar að reyna að skora í landsleik Danmerkur og Íslands á Parken-leikvanginum í Kaupmannahöfn í kvöld.

Fótbolti

Gerard Houllier tekur væntanlega við Aston Villa á morgun

Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool og Lyon, mun væntanlega taka við stjórastöðunni hjá Aston Villa á morgun en hinn 63 ára gamli Frakki fór í viðtal vegna starfsins eins og þeir Kevin McDonald og Alan Curbishley. Enski fjölmiðlar sameinast um að eigna Houllier stöðuna.

Enski boltinn

Ancelotti vill fylgja í fótspor Ferguson

Einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar gaman af því þessa dagana að orða Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, við landslið. Hann þurfti að sverja af sér áhuga á ítalska landsliðinu um daginn og nú er verið að spyrja hann út í enska landsliðið.

Enski boltinn

Massa: Álag á Ferrari á heimavelli

Felipe Massa telur að heimavöllur Ferrari verði vettvangur meira álags fyrir liðið en önnur mótssvæði, en áhangendur liðsins fylla hvern krók og kima. Keppt verður á brautinni um næstu helgi.

Formúla 1