Íslenski boltinn

Aðeins 37 stuðningsmenn lýsa yfir stuðningi við Gunnlaug

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það gustaði rækilega um knattspyrnulið Vals á dögunum þegar Rúv birti frétt þess efnis að stjórn knattspyrnudeildar ætlaði sér að reka Gunnlaug Jónsson þjálfara og ráða Guðjón Þórðarson í daginn.

Það mál endaði með því að fjórir stjórnarmenn knattspyrnudeildar sögðu af sér. Þar á meðal var formaður deildarinnar, Börkur Edvardsson.

Stuðningsmenn Vals voru ekki á eitt sáttir um hvort það væri rétt að skipta Gunnlaugi út eftir eitt ár.

Einn stuðningsmaður Vals ákvað síðan að lýsa yfir stuðningi við Gunnlaug þann 1. september síðastliðinn á spjallborði félagsins.

Aðeins hafa 36 stuðningsmenn félagsins séð ástæðu til þess að gera slíkt hið sama.

Það vekur upp spurningar um hvort stuðningsmennirnir séu svona ósáttir við Gunnlaug eða hvort þeir hreinlega heimsæki ekki heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×