Fótbolti

Danskir fjölmiðlar: Krafan er þrjú stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaupmannahöfn skrifar
Dennis Rommedahl í síðasta leik Dana og Íslendinga á Parken. Hermann Hreiðarsson er til varnar.
Dennis Rommedahl í síðasta leik Dana og Íslendinga á Parken. Hermann Hreiðarsson er til varnar. Mynd/AFP
Danskir fjölmiðlar eru sammála um að krafan sé að Danir vinni Íslendinga á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld.

Leikurinn er liður í undankeppni EM 2012 en þetta er fyrsti leikur Dana í henni. Ísland tapaði fyrir Noregi á heimavelli á föstudagskvöldið, 2-1.

Allan Olsen skrifar pistil í Ekstra Bladet þar sem hann fjallar um leikinn og segir hann kjörið tækifæri til að endurvekja áhuga almennings á danska landsliðinu en búist er við því að Parken verði hálftómur í kvöld.

„Krafan er mjög skýr. Þrjú stig. Allt annað en danskur sigur væri mikil vonbrigði og þungt, íslenskt öskuský myndi fylgja danska landsliðinu," skrifar hann.

Olsen gefur heldur ekki mikið fyrir það sem Morten Olsen, landsliðsþjálfari, hefur sagt fyrir leikinn. Landsliðsþjálfarinn hefur sagt í fjölmiðlum að það megi ekki búast við of miklu af liðinu þar sem að það hafi gengið í gegnum þó nokkrar breytingar og sé ungt.

„Það er mikið af bolta í liðinu sem Morten Olsen hefur valið. Þetta er lið með bæði reyndum leikmönnum sem og ungum og hungruðum leikmönnum. Þetta er lið sem getur spilað flottan fótbolta. Þarna koma saman leikmenn eins og Christian Eriksen, Michael Krohn-Dehli og Thomas Kahlenberg sem eru öruggir á boltann og afar skapandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×