Lionel Messi mætir félögum sínum hjá Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2010 14:30 Lionel Messi skoraði í síðasta landsleik á móti Spáni. Mynd/AFP Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum. Fótbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum.
Fótbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó