Fótbolti

Líklegt byrjunarlið Danmerkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaupmannahöfn skrifar
Morten Olsen, landsliðþjálfari Dana.
Morten Olsen, landsliðþjálfari Dana. Mynd/AFP
Morten Olsen, landsliðþjálfari Dana, mun stilla upp ungu liði á Parken í kvöld en þá mætir liðið Íslandi í undankeppni EM 2012. Í undankeppninni fyrir HM 2010 var meðalaldur danska landsliðsins 28,5 ár en er nú um 25 ár.

Þrír reyndir leikmenn hafa hætt að gefa kost á sér í danska landsliðið - þeir John Dahl Tomasson, Jesper Grönkjær og Martin Jörgensen. Þá er Nicklas Bendtner, leikmaður Arsenal, meiddur.

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er líklegt að Danir spili samkvæmt 4-4-1-1 leikkerfinu í kvöld. Þá lítur liðið þannig út:



Markvörður:

Anders Lindegaard

Varnarmenn:

Leon Jessen

Daniel Agger

Simon Kjær

Lars Jacobsen



Miðvallarleikmenn:

Michael Krohn-Dehli

Thomas Kahlenberg

Christian Poulsen

Dennis Rommedahl



Sóknartengiliður:

Christian Eriksen

Framherji:

Nicklas Pedersen






Fleiri fréttir

Sjá meira


×