Fótbolti

Sölvi: Reyni alltaf að skora

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaupmannahöfn skrifar
Sölvi Geir Ottsen skorar hér markið sitt í Meistaradeildinni á dögunum.
Sölvi Geir Ottsen skorar hér markið sitt í Meistaradeildinni á dögunum. Mynd/AFP
Sölvi Geir Ottsen, landsliðsfyrirliði, ætlar að reyna að skora í landsleik Danmerkur og Íslands á Parken-leikvanginum í Kaupmannahöfn í kvöld.

Sölvi leikur með FC Kaupmannahöfn sem spilar einnig á Parken. Þar skoraði hann á dögunum mark sem tryggði liðinu þátttöku í Meistaradeild Evrópu í vetur.

„Það var skemmtileg lífsreynsla að skora þetta mark og tryggja okkur áfram í Meistaradeildinni," sagði Sölvi á blaðamannafundi í gær. „Ég reyni að skora í hverjum leik og vonandi tekst það líka nú."

Hann segir íslenska liðið eiga ágæta möguleika gegn Dönum. „Ef við náum að spila eins vel og við gerðum í fyrri hálfleik gegn Norðmönnum. Það sem við þurfum að bæta er aðallega það sem gerðist í seinni hnálfleik. Við þurfum að vera þéttari fyrir í okkar varnarleik og nær hvorum öðrum inn á vellinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×