Fótbolti

Ólafur: Gæti fælt frá ef allir syngja þjóðsönginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaupmannahöfn skrifar
Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli.
Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli. Mynd/Anton
Ólafur Jóhannesson sló á létta strengi á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Parken í gær þegar hann var spurður um hvort leikmenn liðsins ættu að syngja með þegar íslenski þjóðsöngurinn væri spilaður fyrir leiki liðsins.

Laurent Blanc, landsliðsþjálfari Frakka, gerði sínum mönnum skylt á dögunum að syngja með þegar franski þjóðsöngurinn er spilaður. Ólafur ætlar ekki að leika þann leik eftir.

„Nei, ég hef svo sem ekki skoðun á því. En ég verð að segja alveg eins og er - það gæti jafnvel fælt fólk frá ef sumir þessara stráka myndu syngja með," sagði hann og brosti.

„En ég hef svo sem ekki myndað mér skoðun á þessu. Við eigum langan og fallegan þjóðsöng en ég hef ekki lagt það til að menn syngi endilega með."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×