Fótbolti

Ólafur tilkynnir ekki byrjunarliðið fyrr en um klukkan 15.15

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, lengst til hægri, gæti komið inn í liðið  vegna meiðsla Grétars Rafns Steinssonar.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, lengst til hægri, gæti komið inn í liðið vegna meiðsla Grétars Rafns Steinssonar. Mynd/Valli
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnir að venju byrjunarlið sitt ekki fyrr en þremur tímum fyrir leik. Ísland mætir Dönum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld, leikurinn hefst klukkan 18.15 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Byrjunarliðið verður birt opinberlega að loknum fundi liðsins eða klukkan 15.15 í dag. Á heimasíðu KSÍ segir að strákarnir hafi farið í hefðbundna morgungöngu að morgni leikdags. Gengið var stutta vegalengd um bryggjuhverfið í Kaupmannahöfn. Það er hlýtt í veðri, en skýjað og nokkur vindur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×