Sport

Upp­gjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron

Veszprém vann í kvöld tíu marka sigur er liðið heimsótti FH í vináttuleik í Kaplakrika í kvöld, 22-32. Þrátt fyrir að um vináttuleik væri að ræða hafði hann gríðarlega þýðingu, því þetta var kveðjuleikur Arons Pálmarssonar, eins besta handboltamanns Íslands frá upphafi.

Handbolti

„Ég er alltaf í slags­málum“

„Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun.

Körfubolti

„Stundum hata ég leik­menn mína“

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að breyta því hve tilfinningasamur hann sé, þar á meðal í viðtölum. Stundum hati hann eigin leikmenn og stundum elski hann þá.

Enski boltinn

Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock

Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla í dag. Breiðablik var á meðal liða í pottinum í Sambandsdeildinni og nú er ljóst hvaða sex liðum Blikar mæta.

Fótbolti

Smá stress fyrir föður­hlut­verkinu

Líf Tómasar Bent Magnússonar tekur miklum breytingum þessa dagana. Hann flutti nýverið búferlum til Skotlands og þá er hann að verða faðir í fyrsta sinn. Á leiðinni er lítill Eyjapeyi með skoskan hreim.

Fótbolti

Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni.

Körfubolti