Sport

Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock
Viktor Gísli Hallgrímsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Wisla Plock í úrslitakeppni pólska handboltans í dag. Wisla er komið í forystu í einvígi sínu í undanúrslitum.

Tap í fyrsta leik Alba Berlin
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin töpuðu í dag fyrir liði Ulm í 8-liða úrslitum þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

„Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“
„Mér líður bara gríðarlega vel, fyrst og fremst stoltur af liðinu, leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði sigurreifur Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn í handknattleik í dag.

Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða
Valur vann eins marks 25-24 sigur á Porrino frá Spáni í úrslitaleik um Evrópubikartitil kvenna í handbolta. Þær eru Evrópubikarmeistarar fyrst íslenskra kvennaliða.

Stórsigur Stólanna í Víkinni
Tindastóll vann frábæran 4-1 sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna í dag. Með sigrinum skilur Tindastóll lið Víkings eftir í fallsæti.

Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði
Elín Rósa Magnúsdóttir átti stóran þátt í sögulegum Evrópusigri Vals í handbolta en bikar fór á loft eftir sigur í úrslitaleik gegn Porrino frá Spáni á Hlíðarenda. Hún átti erfitt með að koma tilfinningarússibana dagsins í orð.

„Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“
Hildigunnur Einarsdóttir var að spila einn af síðustu handboltaleikjunum á sínum ferli er Valur skráði sig í sögubækurnar með sigri í úrslitaleik EHF-bikarsins. Tilfinningarnar voru eftir því.

Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit
Lið Holstebro er komið í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir að hafa gert jafntefli við GOG á útivelli í dag.

Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Crystal Palace varð í dag enskur bikarmeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Manchester City í úrslitaleik. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik en City misnotaði meðal annars vítaspyrnu í leiknum.

„Sjálfum okkur verstar”
FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis.

Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú
Stjarnan vann í dag mikilvægan sigur á liði FHL í Bestu deild kvenna. Úlfa Dís Úlfarsdóttir tryggði Garðbæingum sigurinn með glæsimarki.

Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur
Max Verstappen var hársbreidd frá því að stela ráspólnum af Oscar Piastri en náði því ekki og endaði í 2. sæti í tímatökunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn á Imola í dag.

Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH
Sólin skein á AVIS-vellinum í Laugardalnum þegar Þróttur tók á móti FH í 6. umferð Bestu deildar kvenna. Heimakonur mættu ákveðnar til leiks og kláruðu verkefnið af miklu öryggi, 4–1.

Dortmund náði sætinu á síðustu stundu
Eftir að hafa verið fyrir neðan efstu fjögur sætin í þýsku 1. deildinni í fótbolta nánast alla leiktíðina þá tókst Dortmund á síðustu stundu að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í dag, í lokaumferð þýsku deildarinnar.

Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA
Þór/KA hafði betur gegn Fram í 6.umferð Bestu deildar kvenna í dag. 3-1 sigur gestanna sem sýndu ákefð og gæði í sóknarleiknum með frammistöðu sinni í dag.

Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni
Leikmenn FHL neyddust til að klæða sig í varabúninga Stjörnunnar til að geta spilað leik liðanna í Garðabæ í dag, í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Daníel tekur við KR
Daníel Andri Halldórsson, fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri, var í dag kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta. Hann mun því stýra liðinu í efstu deild á næstu leiktíð.

Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið
Keppni á þriðja degi PGA-meistaramótsins í golfi hefur verið frestað vegna þrumuveðurs og kylfingum sagt að koma sér í skjól.

„Verður stærsti dagur ævi minnar“
Son Heung-min, fyrirliði Tottenham, viðurkennir að tímabilið sé búið að vera lélegt hjá liðinu en það breyti því ekki að hann geti tekið við stórum bikar á miðvikudagskvöld.

„Orðið sem ég nota er forréttindapési“
„Það eru smá fiðrildi byrjuð að poppa upp,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir sem er staðráðin í að ljúka sínum handboltaferli sem Evrópubikarmeistari, með því að vinna spænska liðið Porrino í úrslitaleik á Hlíðarenda í dag klukkan 15.

„Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“
Þó að Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, vilji ekki tala of mikið um það þá hefur liðið aldrei verið nær því en í dag að vinna sinn fyrsta stóra titil. Mótherjinn er hins vegar Manchester City.

Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða
Real Madrid og Bournemouth opinberuðu í dag það sem legið hefur í loftinu undanfarnar vikur – að miðvörðurinn Dean Huijsen muni ganga í raðir Real í sumar. Hann kemur tímanlega fyrir HM félagsliða.

Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu
Það ríkir mikil spenna á PGA-meistaramótinu eftir tvo daga af fjórum. Venesúelabúinn Jhonattan Vegas er óvænt efstur en hann var stálheppinn á næstsíðustu holunni í gær. Suður-Kóreubúinn Si Woo Kim setti met þegar hann náði holu í höggi og er í toppbaráttunni.

Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum
New York Knicks eru komnir í úrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn í 25 ár, með því að slá út sjálfa meistara Boston Celtics. Sigurdans var stiginn á götum New York borgar í nótt og stjörnurnar fögnuðu ákaft í Madison Square Garden.

Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sakar forseta FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, um að setja sína eigin pólitísku hagsmuni í forgang og hafa af þeim sökum mætt of seint á 75. þing FIFA sem fram fer í Ascunsion, höfuðborg Paragvæ.

Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki
Óhætt er að segja að Írinn Shane Lowry hafi orðið bálreiður á öðrum degi PGA-meistaramótsins í golfi í dag. „Til fjandans með þennan stað,“ öskraði kylfingurinn í bræði sinni á áttundu brautinni.

Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar
Breiðablik rúllaði yfir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta, 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sussaði á fólk og setti tvö mörk gegn félaginu sem vildi ekki halda henni. Mörk kvöldins má nú sjá á Vísi.

Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Mohamed Salah segir að liðsfélagi sinn Trent Alexander-Arnold hafi ekki átt það skilið að þurfa að hlusta á baul frá hluta stuðningsmanna Liverpool, þrátt fyrir ákvörðun sína um að yfirgefa félagið og semja við Real Madrid.

Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Lengjudeild karla í fótbolta virðist ætla að fara af stað með spennandi hætti og spennan var í það minnsta mikil í leikjunum þremur í kvöld.

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Chelsea er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og vann dýrmætan 1-0 sigur gegn Manchester United í kvöld þrátt fyrir ansi tilþrifalitla frammistöðu.