Sport

Estevao hangir ekki í símanum

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði fjölmiðla ganga of langt þegar þeir væru strax farnir að líkja hinum 18 ára Estevao við Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo. Hann væri enn ungur en færi eftir gömlum gildum og væri til að mynda ekki sífellt hangandi í símanum.

Fótbolti

Elísa ekki með og Andrea utan hóps

Andrea Jacobsen er ekki skráð í lokahóp íslenska landsliðsins á HM í Þýskalandi, sem hefst síðar í dag. Elísa Elíasdóttir verður ekki með í opnunarleiknum á eftir vegna meiðsla.

Handbolti

„Þeirra helsti veik­leiki“

„Þjóðverjarnir eru rosalega sterkir“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik liðanna. Veikleika má þó finna á þýska liðinu.

Handbolti

Refur á vappi um Brúna minnti á Atla

Það voru margir góðir gestir á Stamford Bridge í Lundúnum í gærkvöld, á stórleik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu, og meðal annars virtist refur vilja fá að taka þátt í stemningunni.

Fótbolti

Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle

Newcastle varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Marseille í Frakklandi í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, þar sem hinn 36 ára gamli Pierre Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk heimamanna. Sjö leikjum var að ljúka.

Fótbolti

„Fær að vera aðalgellan í liðinu“

Þóranna Kika Hodge-Carr mætti full sjálfstrausts aftur með Val í Bónus-deildina, eftir að hafa spilað með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Hún var lofuð í hástert í Körfuboltakvöldi, fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Grindavík um helgina.

Körfubolti

Ronaldo slapp við bann á HM

Rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk á móti lærisveinum Heimis Hallgrímssonar fyrr í þessum mánuði, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi, mun ekki hafa áhrif á þátttöku hans á HM í fótbolta næsta sumar.

Fótbolti