Sport

Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“

Lewis Hamilton hefur ekki fengið neina draumabyrjun hjá Ferrari eftir vistaskiptin frá Mercedes. Hann segir þó of snemmt að dæma sig og árangurinn hjá Ferrari eftir nokkrar keppnir. Betur fari að gera það eftir nokkur ár.

Formúla 1

Aron á að hjálpa leik­mönnum að hugsa ekki um ströndina

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Aron Einar Gunnarsson hafa spilað vel meirihluta fyrri leiksins gegn Kósovó, þegar Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Leikformið muni lagast og mikilvægt sé að hafa leiðtogann Aron í hópnum. Hann fær meðal annars það hlutverk að sýna gott fordæmi, annars gætu leikmenn farið að hugsa um ströndina og sumarfrí.

Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Arnars

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson sat fyrir svörum vegna valsins á hópi karlalandsliðsins fyrir vináttuleikina gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í næsta mánuði.

Fótbolti

Aron Einar með en enginn Gylfi

Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt hóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir vináttulandsleikina gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Aron Einar Gunnarsson er í hópnum en ekki Gylfi Þór Sigurðsson.

Fótbolti

Þróttur mætir bikarmeisturunum

Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3.

Íslenski boltinn

Mikil­mennin mis­stíga sig á PGA-meistaramótinu

Óvænt staða er á meðal toppmanna eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Sigurstranglegir kylfingar voru margir hverjir í brasi þegar mótið hófst á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu í gær.

Golf

Stríðinn hrafn fluttur á Laugar­dals­völl

Þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta vill fullan völl þegar Ís­land tekur á móti Frakk­landi á nýju grasi á Laugar­dals­velli í næsta mánuði. Völlurinn verður klár, óvæntir eftir­lits­menn fylgjast með störfum vallar­starfs­manna og stríða þeim

Fótbolti

„Ég hafði góða til­finningu fyrir þessum leik“

Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í kvöld þegar þeir lögðu Breiðablik af velli 1-2 á Kópavogsvelli. Daði Berg Jónsson skoraði sigurmark Vestra og lagði að auki upp fyrra markið.

Sport

Bikarævintýri Fram heldur á­fram

Eftir að slá FH út í 32-liða úrslitum fór Fram til Akureyrar og lagði bikarmeistara KA. Fram er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á meðan lánlaust lið KA er úr leik.

Íslenski boltinn

Al­dís Ásta Svíþjóðarmeistari

Aldís Ásta Heimisdóttir er Svíþjóðarmeistari í handbolta eftir að lið hennar Skara lagði Sävehof á útivelli með þremur mörkum í framlengdum leik, lokatölur 28-31. Skara vann þar með úrslitaeinvígið 3-1 og er óumdeilanlega besta lið Svíþjóðar í dag.

Handbolti

Barcelona Spánar­meistari

Barcelona er Spánarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Espanyol. Það var við hæfi að Lamine Yamal, nýjasta ofurstjarna Börsunga, var allt í öllu með mark og stoðsendingu.

Fótbolti