Sport

„Fannst þetta full mikil brekka“

Steinar Kaldal þjálfari Ármanns var að vonum ekkert sérstaklega glaður beint eftir leik. Hans menn steinlágu í 1. umferð Bónus deildar karla og ljóst að brekkan er brött fyrir Ármenninga sem hafa ekki leikið í deild þeirra bestu í 44 ár.

Körfubolti

Mar­kaflóð á Akur­eyri

KA vann ÍR í miklum markaleik í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Þá gerðu Þór og Stjarnan jafntefli í opnum og skemmtilegum leik.

Handbolti

Palace neitar að tapa

Enska fótboltaliðið Crystal Palace hefur nú leikið 19 leiki án þess að bíða ósigur. Í kvöld lagði liði Dynamo Kyiv í Evrópudeildinni.

Fótbolti

„Örugg­lega enginn sem nennir að hlusta á það“

Halldór Árnason var sáttur með margt en svekktur með mörkin sem Breiðablik gaf frá sér í 3-0 tapi gegn Lausanne í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Meðal þess sem Halldór var sáttur við að sjá voru níu uppaldir Blikar inni á vellinum, þó hann segi engan nenna að hlusta á það þegar stórt tap er annars vegar.

Fótbolti

Sæ­var Atli neitar að fara úr marka­skónum

Þá með sanni segja að Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon kunni vel við sig í Bergen í Noregi. Leiknismaðurinn fyrrverandi skoraði eina markið þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 1-0 sigur á FC Utrecht í Evrópudeildinni.

Fótbolti

Hákon Arnar skoraði sigur­markið en Özer stal fyrir­sögninni

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði sigurmark Lille þegar það sótti Roma heim til Rómarborgar í Evrópudeildinni í fótbolta. Berke Özer, markvörður Lille, stelur þó fyrirsögnunum víðast hvar en hann varði þrjár vítaspyrnur í leiknum og sá til þess að Lille er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Fótbolti

Hófí Dóra vann Suður-Ameríku­bikarinn

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, eða Hófí Dóra, stóð uppi sem sigurvegari í samanlagðri keppni Suður-Ameríkubikarsins í bruni og risasvigi í Síle. Þessi fremsta skíðakona landsins segir niðurstöðuna koma skemmtilega á óvart og hún mun taka stórt skref upp heimslistann.

Sport

Gullboltahafinn ekki til Ís­lands

Frakkland verður án Ousmané Dembéle, nýkjörins besta leikmanns heims, er liðið sækir strákana okkar heim síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps opinberaði hópinn í dag.

Fótbolti

Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn

Íranska karlalandsliðið í fótbolta var eitt af fyrstu landsliðunum sem tryggði sig inn á heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar.

Fótbolti

Stjörnuþjálfari dæmdur í bann

Farsæll frjálsíþróttaþjálfari má ekki koma nálægt íþrótt sinni næstu árin eftir staðfestan harðan dóm breska frjálsíþróttasambandsins.

Sport

„Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“

Lamine Yamal kom aftur inn í Barcelona liðið í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og var fljótur að minna á sig. Meistaradeildarmessan ræddi þennan unga en magnaða leikmann sem er ekki enn orðin nítján ára gamall.

Fótbolti