Sport

Tap setur Ís­land í erfiða stöðu

Íslenska U-19 ára landslið karla í handbolta er í erfiðri stöðu eftir tap gegn Serbíu með minnsta mun í milliriðli heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Kaíró í Egyptalandi.

Handbolti

Spánn skiptir þjálfaranum út

Montse Tome mun ekki halda áfram störfum sem landsliðsþjálfari Spánar en samningur hennar rennur út um næstu mánaðamót. Sonia Bermudez stígur upp og tekur við eftir að hafa þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár.

Fótbolti

Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildar­leik í Miami

Eftir áralangar tilraunir til að spila spænskan deildarleik í Bandaríkjunum lítur út fyrir að loksins verði af því í desember næstkomandi. Spænska knattspyrnusambandið samþykkti í dag að leikur Villareal og Barcelona fari fram í Miami. Nú á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum og fá samþykki frá UEFA og FIFA.

Fótbolti

Enska augna­blikið: Hlaupið út úr húsinu

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir réði sér vart fyrir kæti þegar hinn 17 ára gamli Federico Macheda skoraði mark sem fór langt með að tryggja Manchester United enska meistaratitilinn árið 2009.

Enski boltinn

Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undir­búningi Grikk­lands

Meðan NBA stjörnur á borð við Luka Doncic, Nikola Jokic og Lauri Markkanen æfa og spila æfingaleiki með sínum landsliðum í undirbúningi fyrir EuroBasket hefur Giannis Antetokounmpo ekki tekið þátt í undirbúningi Grikklands, sem er talið vera vegna þess að hann er ótryggður hjá gríska körfuknattleikssambandinu.

Körfubolti

„Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í Sviss í gær. Landsliðsþjálfari íslenska liðsins segir árangurinn á mótinu hafa verið frábæran og að tár hafi fallið hjá knöpum sem þurfa nú að skilja við hestana sína erlendis vegna sóttvarnalaga.

Sport

Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ís­land

Heimir Hallgrímsson er efins um að Ísland eigi möguleika á að komast á HM í Norður-Ameríku á næsta ári en fylgist spenntur með. Hann hefur átt samtöl við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson um starfið og hvetur hann til góðra verka.

Fótbolti

Enska augna­blikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ríkharð Óskar Guðnason er einn mesti Paolo Di Canio maður landsins og sem ungur maður keypti hann sér treyju merkta Ítalanum þrátt fyrir að styðja allt annað lið.

Enski boltinn

Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum?

Bardagaskipuleggjandinn Eddie Hearn segir að það sé mikill möguleiki á því að Jake Paul mæti fyrrum heimsmeistaranum Anthony Joshua í hringnum. Hearn segir að bardaginn muni setja allskonar met og geta farið fram í byrjun næsta árs.

Sport