Sport

Ó­vissa í Ind­landi lætur City selja

City Football Group, sem eiga Manchester City og fleiri félög, hafa losað sig við eignarhlut sinn í Mumbai City FC vegna mikillar óvissa í indverska boltanum. Deildarkeppnin þar í landi hefur verið stopp síðan í sumar.

Fótbolti

Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóla­dag

Margir eyða jólunum í tölvuleikjaspil og afslöppun en Nikola Jokic slær ekki slöku við og náði tölfræði sem hingað til hefur bara sést í tölvuleikjum, í 142-138 sigri Denver Nuggets gegn Minnesota Timberwolves í framlengdum leik.

Körfubolti

United horfir til Þýska­lands eftir höfnun Semenyo

Manchester United leitar kantmanns til að styrkja sóknarleik liðsins fyrir síðari hluta tímabilsins. Liðið gerði hvað það gat að sannfæra Antoine Semenyo um að koma á Old Trafford en útlit er fyrir að hann gangi í raðir bláklæddra granna. En hvert leitar United næst?

Enski boltinn

Jóla­gleði í Garðinum

Það var engin gleði hjá New York Knicks sem þurfti að þola tap í hádegisleiknum á jóladag í Madison Square Garden í stóra eplinu.

Körfubolti

Haaland stóðst vigtun eftir jólin

Erling Haaland, leikmaður Manchester City, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði staðist vigtun eftir hátíðarnar. Frægt er að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf nokkurra daga frí en hugðist vigta menn fyrir og eftir jól.

Enski boltinn

Hápunktarnir hingað til í enska boltanum

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ítalinn Federico Chiesa skoraði dramatískt mark til að innsigla sigur Liverpool og Bournemouth á föstudagskvöldi í ágúst þegar enska úrvalsdeildin rúllaði af stað.

Enski boltinn

„Ég elska peninga“

Jadeveon Clowney, varnarmaður Dallas Cowboys, segist ekki skorta hvatningu til starfsins þrátt fyrir að kúrekarnir komist ekki í úrslitakeppnina þetta árið í NFL-deildinni.

Sport

Hótað brott­rekstri ef hann færi ekki á börurnar

Samuel Moutoussamy, leikmaður Lýðstjórnarlýðveldis Kongó á Afríkumótinu í fótbolta, hefur vakið athygli á netmiðlum fyrir að rísa á mettíma af börum eftir að hafa verið borinn af velli í fyrsta leik liðsins á mótinu gegn Benín. Hann skýrði ástæðu þess eftir leik.

Fótbolti

Féll úr skíða­lyftu og lést

Fyrrum þýskur unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu lést í slysi í stólalyftu í skíðabrekku í Svartfjallalandi skömmu fyrir jól. Kona hans sat föst í lyftunni klukkustundum saman.

Fótbolti

Kynntu Sigurð á slaginu sex á að­fanga­dag

Þróttarar voru ekki undanskildir jólaandanum á aðfangadag og kynntu um vænan liðsstyrk á samfélagsmiðlum félagsins á slaginu sex. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals í efstu deild til fjölda ára, mun leik í Laugardal í Lengjudeildinni komandi sumar.

Íslenski boltinn