Fréttir

Hvað á að gera um Verslunar­manna­helgina?

Verslunarmannahelgin er framundan, án efa ein stærsta ferðahelgi ársins. Veðurspáin hingað til er heldur leiðinleg um allt land svo í stað þess að elta sólina þetta árið getur landinn leitað á viðburði sem þeim finnst mest spennandi. 

Innlent

Lauma sér inn í út­farir og senda kirkjuvörðum fingurinn

Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það.

Innlent

Versta sviðs­myndin, galið greiðslu­mat og ó­væntur fundur

Versta sviðsmynd hungursneyðar er að raungerast á Gaza samkvæmt nýrri skýrslu. Alþjóðasamfélagið beitir auknum þrýstingi og Bretar ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu ef Ísraelar bregðast ekki við ástandinu. Í kvöldfréttum Sýnar sjáum við sláandi myndir frá Gaza og heyrum frá forsætisráðherra Bretlands sem stóð fyrir blaðamannafundi nú síðdegis.

Innlent

Halla og Björn ætla til Nýja Ís­lands

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu heimsækja Kanada á morgun og dvelja í nokkra daga. Ástæðan er að 150 ár eru liðin frá því að fyrsti stóri Íslendingahópurinn fór vestur um haf, til Manitoba og stofnaði þar svæðið Nýja Ísland.

Innlent

Engin fjár­mögnun ger­eyðingar­vopna á Ís­landi

Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim.

Innlent

Gefa lítið fyrir afar­kosti Trumps

„Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu.

Erlent

Ætlaði í höfuð­stöðvar NFL

Maðurinn sem skaut fjóra til bana í New York í gærkvöldi og svipti sig svo lífi ætlaði sér að fara inn í höfuðstöðvar NFL-deildarinnar en fór í ranga lyftu. Lögreglan segir Shane Tamura hafa átt sér sögu geðrænna vandamála og í bréfi sem fannst á líki hans lýsti hann yfir mikilli reiði í garð deildarinnar.

Erlent

Á­gengir ferða­menn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga

Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram.

Innlent

Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum.

Erlent

Dóttirin í Súlunesi á­kærð

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum.

Innlent

Gat ekki sannað að verk­stæðið tjónaði vélina

Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bátaverkstæði í Bolungarvík af kröfum fiskiútgerðarinnar Glifsu, sem tókst ekki að sanna að verkstæðið hafi valdið tjóni í bátsvél útgerðarinnar. Margt annað gæti hafa átt sinn þátt í biluninni, til dæmis að vélin væri sautján ára gömul.

Innlent

Mögu­legur fyrir­boði um goslok

Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka.

Innlent

Í­huga að greiða sex­tíu milljarða til að frið­þægja Trump

Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur.

Erlent