Fréttir

Sam­þykktu fangaskipti á næstu dögum

Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022.

Erlent

Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum

Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi.

Innlent

Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie

Hadi Matar sem stakk Salman Rushdie á fyrirlestri rithöfundarins í New York árið 2022 hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna banatilræðisins. Rushdie blindaðist á öðru auga og missti hreyfigetu í annarri hendi eftir árásina.

Erlent

Sýknaðir af á­kæru fyrir að brjótast inn í eigið hús

Tveir menn hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir að húsbrot, með því að hafa farið inn í hús sem þeir eiga í sameign með fleirum, meðal annars konu sem hélt til í húsinu. Húsið stóð opið og mennirnir mynduðu aðstæður inni í því, sem þeir sögðu fyrir neðan allar hellur.

Innlent

Hvetja stjórn­völd í Ís­rael til að breyta stefnu sinni tafar­laust

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman.

Innlent

Hefur á­hyggjur af öryggi skóla­barna í Laugar­dal

Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu.

Innlent

Gerðu um­fangs­miklar á­rásir á Jemen

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Húta í Jemen í dag. Miklar skemmdir hafi verið unndar á höfnum undir stjórn Húta og flugvellinum í Sanaa.

Erlent

Úlfar heldur fullum launum í heilt ár

Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. 

Innlent

Keilu­sam­bandið sakað um djúp­stæða spillingu

Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari er afar ósáttur svo vægt sé til orða tekið. Hann vann nýverið Íslandsmót öldunga í keilu, það er í flokki 50+, en fær ekki sæti í öldungalandsliðinu. Hann segir þetta ekkert minna en skandal.

Innlent

Óheillaskref að á­fengi sé selt á vellinum

Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið.

Innlent

Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi

Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við.

Erlent

Af­staða fær 600 þúsund í verð­laun frá Reykja­víkur­borg

Afstaða, félag um bætt fangelsismál og betrun, hlaut í dag 600 þúsund krónur að gjöf fyrir að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni félagsins, verðlaunin í Höfða fyrr í dag fyrir starf Afstöðu í þágu fanga og aðstandenda þeirra.

Innlent

Dæmdur fyrir brot gegn fimm­tán börnum í við­bót

Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán stúlkum. Dómurinn er til viðbótar við sjö ára dóm sem hann hlaut í Hæstarétti í fyrra fyrir fjölmörg kynferðisbrot gegn ungum stúlkum.

Innlent

Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn

Sænskur diplómati, sem var handtekinn vegna gruns um njósnir, er látinn. Maðurinn fannst látinn í gærkvöldi en hann var handtekinn síðastliðið sunnudagskvöld, grunaður um að hafa stundað njósnir á meðan hann vann hjá sænsku utanríkisþjónustunni.

Erlent

Mál Margeirs til Lands­réttar

Ríkislögmaður hyggst áfrýja máli Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns, gegn Íslenska ríkinu til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því á dögunum að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki verið heimilt að breyta verksviði Margeirs.

Innlent

Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum

James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag.

Erlent