Fréttir

Bilunin hjá Cloudflare ó­venju­lega löng

Fjölmargar vefsíður lágu niður klukkutímum saman í dag vegna bilunar hjá einni vefþjónustu. Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir mikilvægt að stofnanir séu með góðar varaleiðir, sem hægt sé að grípa í þegar bilun sem þessi kemur upp, svo nauðsynleg þjónusta liggi ekki niðri.

Innlent

Guð­rún líkir Evrópu­sam­bandinu við glæpa­mann

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB.

Innlent

Full­trúa­deild sam­þykkir að birta Epstein-skjölin

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta að dómsmálaráðuneytið birti Epstein-skjölin. Frumvarpið var samþykkt með 427 atkvæðum gegn einu atkvæði þingmannsins Clay Higgins, Pepúblikana frá Louisiana.

Erlent

Evrópuólga, hand­tökur eftir TikTok-myndband og lög­regla skoðar bjórsölu

Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna innflutnings á kísiljárn hefur vakið upp hörð viðbrögð. Utanríkisráðherra segir þetta mikil vonbrigði og stjórnarandstaðan vill fresta innleiðingu EES-gerða. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við þingmenn í beinni.

Innlent

Jana vill á­fram leiða lista VG á Akur­eyri

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vill leiða lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Jana Salóme leiddi lista flokksins í síðustu kosningum og er eini bæjarfulltrúi flokksins.

Innlent

Fer ekki í for­manninn

Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum.

Innlent

Deila ekkju og stjúp­dóttur tekin til skoðunar

Hæstiréttur hefur veitt dóttur látins manns áfrýjunarleyfi í máli þar sem hún krefst opinberra skipta á dánarbúi föður síns og að seturéttur ekkju hans í óskiptu búi verði felldur úr gildi. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður dæmt ekkjunni í vil, en Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi.

Innlent

Hvíta húsið hlutaðist til um rann­sókn á Tate-bræðrum

Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á.

Erlent

Yfir hring­torg og í undir­göng gangandi veg­far­enda

Ökumaður jeppa á leið til Reykjavíkur missti stjórn á honum í gær eftir umferðaróhapp á Suðurlandsvegi með þeim afleiðingum að bíllinn flaug yfir hringtorg og hafnaði í undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur í Norðlingaholti. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi í hverfinu.

Innlent

Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir

Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni.

Innlent

Fjöldi vef­síðna lá niðri vegna bilunar

Fjöldi íslenskra og erlendra vefsíðna lágu niðri vegna bilunar hjá netfyrirtækinu Cloudflare. Vefir Alþingis, Stjórnarráðsins og Ríkisútvarpsins voru meðal þeirra sem urðu fyrir áhrifum vegna bilunarinnar.

Innlent

Mynd­skeið af vopna­skaki leiddi til hús­leitar og hand­töku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið.

Innlent

Grind­vískum börnum líður verr en jafn­öldrum þeirra

Börn frá Grindavík sem flúðu eldgosin þar fyrir tveimur árum eru ekki eins ánægð með líf sitt og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og eiga erfiðara uppdráttar í skóla. Þetta er á meðal niðurstaðna fyrstu vísindarannsóknarinnar sem hefur verið gerð á líðan barna frá Grindavík eftir að bærinn var rýmdur.

Innlent

Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Ep­stein

Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega.

Erlent

Mislingafaraldurinn í Banda­ríkjunum breiðir úr sér

Mislingafaraldur sem hófst í samfélagi mennóníta í Texas og dreifðist til Oklahoma og Nýju Mexíkó, hefur nú verið tengdur við hópsmit í Utah og Arizona. Mislingar hafa greinst í alls 43 ríkjum.Þrír hafa látist af völdum mislinga á árinu.

Erlent

Flug­um­ferðar­stjórar boða til yfir­vinnu­banns

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði.

Innlent