Fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. Erlent 16.5.2025 23:46 Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Hjartalæknir segir sánuferðir geta haft margþætt jákvæð áhrif á heilsu fólks og ekki síst hjartað. Sánuferðir hafi sambærileg áhrif og líkamsrækt, lækki blóðþrýsting og auki losun endorfína sem dragi úr streitu. Innlent 16.5.2025 21:53 Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu. Innlent 16.5.2025 21:04 Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi. Innlent 16.5.2025 20:36 „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr. Veður 16.5.2025 20:12 Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Hagfræðingur segir jákvætt að ríkinu hafi tekist að selja allan hlut sinn í Íslandsbanka. Augljóst sé að mikil eftirspurn sé eftir því meðal almennings að eignast hluti í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.5.2025 18:19 Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Hadi Matar sem stakk Salman Rushdie á fyrirlestri rithöfundarins í New York árið 2022 hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna banatilræðisins. Rushdie blindaðist á öðru auga og missti hreyfigetu í annarri hendi eftir árásina. Erlent 16.5.2025 18:19 Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Tveir menn hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir að húsbrot, með því að hafa farið inn í hús sem þeir eiga í sameign með fleirum, meðal annars konu sem hélt til í húsinu. Húsið stóð opið og mennirnir mynduðu aðstæður inni í því, sem þeir sögðu fyrir neðan allar hellur. Innlent 16.5.2025 16:55 Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman. Innlent 16.5.2025 16:00 Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu. Innlent 16.5.2025 15:56 Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Húta í Jemen í dag. Miklar skemmdir hafi verið unndar á höfnum undir stjórn Húta og flugvellinum í Sanaa. Erlent 16.5.2025 15:52 Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. Innlent 16.5.2025 14:51 Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari er afar ósáttur svo vægt sé til orða tekið. Hann vann nýverið Íslandsmót öldunga í keilu, það er í flokki 50+, en fær ekki sæti í öldungalandsliðinu. Hann segir þetta ekkert minna en skandal. Innlent 16.5.2025 14:40 Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru óvirk vegna bilunar. Svipuð bilun kom upp á sama stað síðdegis á miðvikudag. Innlent 16.5.2025 14:27 Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. Innlent 16.5.2025 14:04 Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Virkja þarf tvær þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar til þess að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi um 150 sjómílur austnorðaustur af landinu. Ekki er búist við að þyrla komist að skipinu fyrr en um hálf fimm í dag. Innlent 16.5.2025 13:56 Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Ekkert fékkst upp í tæplega 43 milljóna króna kröfur í þrotabú Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, sem afplánar nú langan dóm fyrir fjölda kynferðisbrota. Innlent 16.5.2025 13:47 Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. Erlent 16.5.2025 13:42 Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár „Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár“ er yfirskrift ársfundar Landspítala sem haldinn er í Hörpu í dag. Innlent 16.5.2025 13:33 Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Afstaða, félag um bætt fangelsismál og betrun, hlaut í dag 600 þúsund krónur að gjöf fyrir að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni félagsins, verðlaunin í Höfða fyrr í dag fyrir starf Afstöðu í þágu fanga og aðstandenda þeirra. Innlent 16.5.2025 13:27 Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán stúlkum. Dómurinn er til viðbótar við sjö ára dóm sem hann hlaut í Hæstarétti í fyrra fyrir fjölmörg kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Innlent 16.5.2025 12:55 Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sænskur diplómati, sem var handtekinn vegna gruns um njósnir, er látinn. Maðurinn fannst látinn í gærkvöldi en hann var handtekinn síðastliðið sunnudagskvöld, grunaður um að hafa stundað njósnir á meðan hann vann hjá sænsku utanríkisþjónustunni. Erlent 16.5.2025 12:37 Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Ekki stendur til að skerða framlög Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi slegið því upp í fyrirsögn, að sögn formanns borgarráðs. Hann sakar stofnunina um óvandaðan fréttaflutning af borgarmálum. Innlent 16.5.2025 12:32 Rafmagnslaust á Granda Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar við Grandagarð og nágrenni í Reykjavík. Innlent 16.5.2025 12:16 Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Nítján eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings og tólf hafa verið handteknir í tengslum við slík mál frá tíunda apríl. Yfirlögregluþjónn segir að grunur sé um að ákveðinn hópur standi að baki nokkrum málanna. Innlent 16.5.2025 12:01 Mál Margeirs til Landsréttar Ríkislögmaður hyggst áfrýja máli Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns, gegn Íslenska ríkinu til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því á dögunum að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki verið heimilt að breyta verksviði Margeirs. Innlent 16.5.2025 11:50 Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 16.5.2025 11:40 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. Erlent 16.5.2025 11:33 Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. Innlent 16.5.2025 11:22 „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Félags- og húsnæðisráðherra og forstjóri Reita hófu framkvæmdir að nýju hjúkrunarheimili í gömlu höfuðstöðvum Icelandair í morgun, með því að brjóta niður vegg sem þurfti að víkja við endurbæturnar. Innlent 16.5.2025 11:19 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. Erlent 16.5.2025 23:46
Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Hjartalæknir segir sánuferðir geta haft margþætt jákvæð áhrif á heilsu fólks og ekki síst hjartað. Sánuferðir hafi sambærileg áhrif og líkamsrækt, lækki blóðþrýsting og auki losun endorfína sem dragi úr streitu. Innlent 16.5.2025 21:53
Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu. Innlent 16.5.2025 21:04
Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi. Innlent 16.5.2025 20:36
„Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr. Veður 16.5.2025 20:12
Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Hagfræðingur segir jákvætt að ríkinu hafi tekist að selja allan hlut sinn í Íslandsbanka. Augljóst sé að mikil eftirspurn sé eftir því meðal almennings að eignast hluti í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.5.2025 18:19
Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Hadi Matar sem stakk Salman Rushdie á fyrirlestri rithöfundarins í New York árið 2022 hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna banatilræðisins. Rushdie blindaðist á öðru auga og missti hreyfigetu í annarri hendi eftir árásina. Erlent 16.5.2025 18:19
Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Tveir menn hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir að húsbrot, með því að hafa farið inn í hús sem þeir eiga í sameign með fleirum, meðal annars konu sem hélt til í húsinu. Húsið stóð opið og mennirnir mynduðu aðstæður inni í því, sem þeir sögðu fyrir neðan allar hellur. Innlent 16.5.2025 16:55
Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman. Innlent 16.5.2025 16:00
Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu. Innlent 16.5.2025 15:56
Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Húta í Jemen í dag. Miklar skemmdir hafi verið unndar á höfnum undir stjórn Húta og flugvellinum í Sanaa. Erlent 16.5.2025 15:52
Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. Innlent 16.5.2025 14:51
Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari er afar ósáttur svo vægt sé til orða tekið. Hann vann nýverið Íslandsmót öldunga í keilu, það er í flokki 50+, en fær ekki sæti í öldungalandsliðinu. Hann segir þetta ekkert minna en skandal. Innlent 16.5.2025 14:40
Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru óvirk vegna bilunar. Svipuð bilun kom upp á sama stað síðdegis á miðvikudag. Innlent 16.5.2025 14:27
Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. Innlent 16.5.2025 14:04
Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Virkja þarf tvær þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar til þess að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi um 150 sjómílur austnorðaustur af landinu. Ekki er búist við að þyrla komist að skipinu fyrr en um hálf fimm í dag. Innlent 16.5.2025 13:56
Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Ekkert fékkst upp í tæplega 43 milljóna króna kröfur í þrotabú Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, sem afplánar nú langan dóm fyrir fjölda kynferðisbrota. Innlent 16.5.2025 13:47
Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. Erlent 16.5.2025 13:42
Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár „Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár“ er yfirskrift ársfundar Landspítala sem haldinn er í Hörpu í dag. Innlent 16.5.2025 13:33
Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Afstaða, félag um bætt fangelsismál og betrun, hlaut í dag 600 þúsund krónur að gjöf fyrir að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni félagsins, verðlaunin í Höfða fyrr í dag fyrir starf Afstöðu í þágu fanga og aðstandenda þeirra. Innlent 16.5.2025 13:27
Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán stúlkum. Dómurinn er til viðbótar við sjö ára dóm sem hann hlaut í Hæstarétti í fyrra fyrir fjölmörg kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Innlent 16.5.2025 12:55
Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sænskur diplómati, sem var handtekinn vegna gruns um njósnir, er látinn. Maðurinn fannst látinn í gærkvöldi en hann var handtekinn síðastliðið sunnudagskvöld, grunaður um að hafa stundað njósnir á meðan hann vann hjá sænsku utanríkisþjónustunni. Erlent 16.5.2025 12:37
Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Ekki stendur til að skerða framlög Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi slegið því upp í fyrirsögn, að sögn formanns borgarráðs. Hann sakar stofnunina um óvandaðan fréttaflutning af borgarmálum. Innlent 16.5.2025 12:32
Rafmagnslaust á Granda Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar við Grandagarð og nágrenni í Reykjavík. Innlent 16.5.2025 12:16
Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Nítján eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings og tólf hafa verið handteknir í tengslum við slík mál frá tíunda apríl. Yfirlögregluþjónn segir að grunur sé um að ákveðinn hópur standi að baki nokkrum málanna. Innlent 16.5.2025 12:01
Mál Margeirs til Landsréttar Ríkislögmaður hyggst áfrýja máli Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns, gegn Íslenska ríkinu til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því á dögunum að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki verið heimilt að breyta verksviði Margeirs. Innlent 16.5.2025 11:50
Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 16.5.2025 11:40
Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. Erlent 16.5.2025 11:33
Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. Innlent 16.5.2025 11:22
„Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Félags- og húsnæðisráðherra og forstjóri Reita hófu framkvæmdir að nýju hjúkrunarheimili í gömlu höfuðstöðvum Icelandair í morgun, með því að brjóta niður vegg sem þurfti að víkja við endurbæturnar. Innlent 16.5.2025 11:19