Minna á skuldbindingu atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Viðskipti innlent 19.11.2025 17:26
Indó ríður á vaðið Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Viðskipti innlent 19.11.2025 12:37
„Aumingjalegt skref“ í rétta átt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:41
Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal. Viðskipti innlent 18.11.2025 17:23
„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. Viðskipti innlent 18.11.2025 14:23
Frá Sýn til Fastus Elín Edda Angantýsdóttir hefur tekið við stöðu fjármálastjóra sölu- og þjónustufyrirtækisins Fastus. Hún starfaði áður hjá Sýn. Viðskipti innlent 18.11.2025 13:51
Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Þrír nýir forstöðumenn hafa gengið til liðs við Íslandsbanka. Sverrir Már Jónsson tekur við sem forstöðumaður eigin viðskipta, Bjarney Anna Bjarnadóttir sem forstöðumaður samskipta og greiningar og Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur störf sem forstöðumaður markaðsmála. Viðskipti innlent 18.11.2025 13:45
Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:49
„Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Utanríkisráðherra segir það mikil vonbrigði að aðildarríki Evrópusambandsins hafi samþykkt tillögu um verndartolla á innflutt kísiljárn á fundi í morgun. Hún hafi frestað undirritun varnarmálayfirlýsingar Íslands og ESB vegna málsins. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:17
„Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Forstjóri Elkem á Íslandi lýsir því sem varnarsigri að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að eiga í samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um áhrif verndartolla á kísilmálm. Áhrif aðgerðanna á fyrirtækið ráðist af viðbrögðum markaða. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:13
Selur hjörð en ekki jörð Allir nautgripir þess sem áður var kúabú að Akbraut í Rangárþingi ytra á Suðurlandi hafa verið auglýstir til sölu. Það sem athygli vekur er að fasteignasalan Eignatorg annast söluna en fasteignasali segir um að ræða fyrsta skiptið sem hann selji heila hjörð frekar en jörð. Viðskipti innlent 18.11.2025 11:21
Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Viðskipti innlent 18.11.2025 10:54
Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Forstjóri móðurfélags tæknirisans Google segir ekkert fyrirtæki sleppi óskaðað ef gervigreindarbólan sem hefur þanist út springur. Hann telur ýmislegt skrýtið í kýrhausnum í gervigreindarfárinu sem geisar. Viðskipti erlent 18.11.2025 10:45
Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu. Viðskipti innlent 18.11.2025 10:39
Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu meðal stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum sýna mikinn viðsnúning í efnahagshorfum litið til næstu tólf mánaða frá því að meirihluti stjórnenda vænti vaxtar í hagkerfinu yfir í að meirihluti stjórnenda væntir nú samdráttar. Viðskipti innlent 18.11.2025 08:31
Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögmaður, hefur verið ráðin sem verkefnastjóri fyrir Hringborð hafs og eldis (IAOF- Icelandic Aquaculture and Ocean Forum). Viðskipti innlent 18.11.2025 08:25
Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Samstarf 18.11.2025 02:01
Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins Viðskipti innlent 17.11.2025 23:01
Innkalla pastaskeiðar úr plasti Matvælastofnun varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti vegna þess að flæði PAA-efna (e. Primary Aromatic Amines) úr plastinu er yfir mörkum. Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað pastaskeiðarnar frá neytendum. Neytendur 17.11.2025 21:32
Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Stjórnir Arctic Adventures hf. og Kynnisferða hf. (Icelandia) hafa undirritað samkomulag um helstu skilmála vegna áforma um sameiningu félaganna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun á báðum félögum, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafunda félaganna. Viðskipti innlent 17.11.2025 13:36
Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka. Neytendur 17.11.2025 13:34
Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Origo hefur ráðið Arnþór Inga Hinriksson sem forstöðumann Azure skýja- og viðskiptalausna. Viðskipti innlent 17.11.2025 13:34
Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. Viðskipti innlent 17.11.2025 12:51
„Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fjárfestingarbanki Evrópu, sem kallaður er loftslagsbanki Evrópusambandsins, og Orkuveitan hafa undirritað lánasamning að fjárhæð 100 milljónir evra, ádráttarbært til næstu tveggja ára. Fjármagnið mun nýtast til uppbyggingar innviða hjá dótturfélagi Orkuveitunnar, Veitum. 100 milljónir evra eru um 14,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 17.11.2025 12:00