Fréttamynd

Stefán út­varps­stjóri gáttaður á Stefáni út­varps­stjóra

Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, furðar sig á því að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hafi þegar gefið út að ekki standi til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir að lagaheimild um slíkt hafi verið boðuð. Sá fyrrnefndi skrifar skoðanagrein á Vísi þar sem hann segir rökrétt að ríkið dragi sig úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaður standi vaktina af fagmennsku.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Range Rover Sport er lúxu­s­jeppi sem tekið er eftir

Veraldlegir hlutir og lúxusmerki hafa aldrei heillað blaðamann sérstaklega mikið. Ég hef sjaldnast horft á dýra hluti með löngunaraugum nema í örfáum og mjög afmörkuðum tilfellum. Og einn þeirra heitir Range Rover. Það er eitthvað við þessa jeppa sem hefur heillað mig frá því ég var ungur drengur, jafnvel þótt ég hafi aldrei verið sérstakur áhugamaður um bíla.

Samstarf


Fréttamynd

Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana

Jólabækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus en þar er líka minnsta úrvalið. Ef lágvöruverslanirnar Bónus og Nettó eru undanskildar, var lægsta verðið oftast að finna í Bóksölu Stúdenta. Allt að 1500 krónu munur getur verið á kaupverði bóka milli verslana.

Neytendur
Fréttamynd

Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar

Neytendastofa hefur gert SH Import ehf., sem á verslunina Piknik, að greiða fjögur hundruð þúsund króna sekt fyrir að fjarlægja ekki nikótínauglýsingar innan tilskylds tíma. Fyrirtækið hefur áður verið sektað um tvö hundruð þúsund krónur fyrir nikótínauglýsingar.

Neytendur
Fréttamynd

Síminn fær heimild til að reka á­fram 2G og 3G þjónustu

Fjarskiptastofa samþykkti í dag beiðni Símans um framlengingu á 3G og 2G þjónustu sinni á viðbótartíðni sem var úthlutað til tveggja ára. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að þó svo að heimildin geti leitt til skekktrar samkeppnisstöðu á markaði, því Sýn og Nova hafi nærri lokið sinni útfösun, vegi almanna- og öryggishagsmunir þyngra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breyta nafni Öl­gerðarinnar

Stjórn Ölgerðarinnar tók ákvörðun á fundi þann 18. desember 2025 að hefja undirbúning að breyttu skipulagi samstæðu Ölgerðarinnar. Nýtt dótturfélag með sama nafni verður stofnað um þá starfsemi Ölgerðarinnar sem snýr að drykkjarvöruhluta fyrirtækisins. Samhliða því verður nafni móðurfélags samstæðunnar, sem verður áfram skráð í kauphöllinni, breytt í Bera.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Ingi nýr for­stjóri PwC

Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breyttur opnunar­tími hjá Sorpu

Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19.

Neytendur
Fréttamynd

Gréta María ó­vænt hætt hjá Prís

Gréta María Grétarsdóttir er hætt störfum sem framkvæmdastjóri Prís. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný þjónustu- og aðkomu­bygging við Varm­á boðin út

Mosfellsbær stendur nú að forvali vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar við íþróttasvæðið að Varmá. Leitað er eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í lokuðum samkeppnisviðræðum þar sem valinn aðili mun taka að sér að hanna, byggja, eiga og reka hina nýju þjónustu- og aðkomubyggingu að Varmá.

Samstarf
Fréttamynd

Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount

Warner Bros Discovery hefur sagt hluthöfum sínum að hafna 108,4 milljarða dala yfirtökutilboði Paramount Skydance. Stjórn Warner Bros samþykkti einróma að hafna tilboðinu og að samningur við Netflix væri meira í þágu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hægt að spara háar fjár­hæðir í jóla­inn­kaupum

Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára.

Neytendur
Fréttamynd

Byrjunarverð hjá NiceAir tæp­lega sex­tíu þúsund krónur

Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Messenger-forritið heyrir sögunni til

Meta hætti fyrr í vikunni stuðningi við forrit Facebook Messenger í tölvu fyrir bæði Windows og macOS. Í forritinu var hægt að spjalla við vini án þess að opna Facebook. Enn er hægt að nota smáforritið í snjallsíma en ætli fólk að nota Messenger í tölvu þarf það að vera í gegnum Facebook eða Messenger.com. Í umfjöllun TechCrunch segir að líklega sé Meta að samþætta Messenger og Facebook aftur til að sporna við minni notkun á Facebook.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leigan rukkuð mánaðar­lega en ekki í lokin

Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp.

Viðskipti innlent