Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af er ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja. Viðskipti innlent 20.11.2025 07:02
Ungum konum fjölgar í lögreglunni Æi, er þetta ekki bara upp á punt hugsa eflaust margir þegar talið berst að jafnréttismálunum í atvinnulífinu eða verkefnum eins og Jafnvægisvog FKA. Atvinnulíf 20.11.2025 07:01
Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Ísbúð Huppu flytur af Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur í húsnæði við Ægissíðu þar sem veitingastaðurinn 2Guys var áður rekinn. Greint er frá flutningunum í Morgunblaðinu. Viðskipti innlent 19.11.2025 23:30
Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Forsvarsmenn Arion banka hafa hækkað árgjöld á kreditkort sín í fyrsta sinn í sjö ár, frá árinu 2018. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar. Hlutfallsleg hækkun á notkun aukakorta eru mestar og nema að jafnaði um fjörutíu prósentum. Neytendur 19.11.2025 15:08
Fjölskyldufyrirtæki sem heldur vélunum gangandi Aflvélar hafa hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki sjö ár í röð, en að sögn Friðriks Inga Friðrikssonar framkvæmdastjóra felst gildi hennar í trausti og trúverðugleika. Fyrirtækið hefur þróast úr smáum handverksrekstri yfir í öflugan innflutnings- og söluaðila tækja sem þjónar bæði flugvöllum, verktökum og bændum um land allt. Framúrskarandi kynning 19.11.2025 14:31
Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Lagaviti hefur gert samstarfssamning við Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Samstarfið felur meðal annars í sér að Markús mun veita endurgjöf á gæði röksemda og úrlausna hjá Lagavita á sviði réttarfars og nauðungarsölu. Markús vinnur þessi misserin að riti á síðarnefnda sviðinu. Viðskipti innlent 19.11.2025 13:19
Indó ríður á vaðið Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Viðskipti innlent 19.11.2025 12:37
Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:59
„Aumingjalegt skref“ í rétta átt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:41
Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fagnar mjög að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Þrálát verðbólga hafi komið í veg fyrir meiri lækkun. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:32
Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:25
Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur höfðað mál gegn Jóni Þorgrími Stefánssyni, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins á Íslandi. Hann er sakaður um að hafa stolið hugverki NetApp og notað það til að undirbúa rekstur í samkeppni við NetApp á meðan hann var enn í vinnu hjá fyrirtækinu. Viðskipti erlent 19.11.2025 10:17
Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Fulltrúar peningastefnunefndar Seðabankans munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar um að lækka stýrivexti um 25 punkta á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 19.11.2025 09:00
Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 25 punkta og fara því þeir úr því að vera 7,5 prósent og í 7,25 prósent. Viðskipti innlent 19.11.2025 08:31
„Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ „Jú, við erum svolítið gjörn á það,“ svarar Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, aðspurð um það, hvort við sem samfélag eigum það svolítið til að fara strax í „erum best í heimi“ viðhorfið. Atvinnulíf 19.11.2025 07:02
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18.11.2025 23:15
WestJet flýgur líka til Winnipeg og Edmonton Kanadíska flugfélagið WestJet hefur bætt við tveimur nýjum kanadískum áfangastöðum við áætlun sína til Keflavíkurflugvallar sumarið 2026. Flogið verður einu sinni í viku frá Edmonton og Winnipeg frá 28. júní. Viðskipti 18.11.2025 18:46
Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal. Viðskipti innlent 18.11.2025 17:23
„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. Viðskipti innlent 18.11.2025 14:23
Frá Sýn til Fastus Elín Edda Angantýsdóttir hefur tekið við stöðu fjármálastjóra sölu- og þjónustufyrirtækisins Fastus. Hún starfaði áður hjá Sýn. Viðskipti innlent 18.11.2025 13:51
Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Þrír nýir forstöðumenn hafa gengið til liðs við Íslandsbanka. Sverrir Már Jónsson tekur við sem forstöðumaður eigin viðskipta, Bjarney Anna Bjarnadóttir sem forstöðumaður samskipta og greiningar og Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur störf sem forstöðumaður markaðsmála. Viðskipti innlent 18.11.2025 13:45
Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:49
„Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Utanríkisráðherra segir það mikil vonbrigði að aðildarríki Evrópusambandsins hafi samþykkt tillögu um verndartolla á innflutt kísiljárn á fundi í morgun. Hún hafi frestað undirritun varnarmálayfirlýsingar Íslands og ESB vegna málsins. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:17
„Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Forstjóri Elkem á Íslandi lýsir því sem varnarsigri að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að eiga í samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um áhrif verndartolla á kísilmálm. Áhrif aðgerðanna á fyrirtækið ráðist af viðbrögðum markaða. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:13