
Hömlur á erlendu eignarhaldi ýta Síldarvinnslunni út úr vísitölu FTSE
Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell hefur ákveðið að Síldarvinnslan, eitt stærsta útgerðarfélag landsins, verði ekki á meðal þeirra fyrirtækja í Kauphöllinni sem verða tekin inn í sérstaka vísitölu nýmarkaðsríkja vegna þeirra víðtæku takmarkana sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi.