Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Maður sem er grunaður um að stinga átta manns og skaða sjö til viðbótar með efnaárás var handekinn í Japan í dag. Erlent 26.12.2025 13:27
Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. Erlent 26.12.2025 08:28
Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði hernaðarárásir Bandaríkjahers á skotmörk hryðjuverkasamtakanna sem kennd eru við Íslamskt ríki (ISIS) í norðvesturhluta Nígeríu í gærkvöldi. Erlent 26.12.2025 07:38
Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. Erlent 24.12.2025 15:45
Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Þrír létust, þar á meðal tveir umferðarlögreglumenn, eftir að sprenging varð í bíl í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Erlent 24.12.2025 08:09
Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst hraðar en björtustu spár höfðu gert ráð fyrir á þriðja ársfjórðungi, þar sem útflutningur jókst og innlend eftirspurn var sterk. Hagvöxtur mælist nú 4,3 á ársgrundvelli, en á öðrum ársfjórðungi mældist hann 3,8 prósent, og er því um að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur á síðustu tveimur árum. Erlent 23.12.2025 23:17
Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Nýjar ákærur hafa litið dagsins ljós á hendur skemmtikraftinum Russell Brand, þar sem hann er sakaður um eina nauðgun og tvö önnur kynferðisbrot. Þetta mun vera þriðja nauðgunin sem hann er sakaður um en hann hefur yfir höfði sér fimm aðrar ákærur um kynferðisbrot. Russell Brand hefur neitað alfarið sök í hinum fimm ákærunum. Erlent 23.12.2025 19:25
Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá sem grunað er að sé frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. Erlent 23.12.2025 16:34
Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda. Erlent 23.12.2025 15:14
Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Stjórnvöld í Kína og Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Venesúela, á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til stjórnarskipta í landinu og stöðvað olíuflutningaskip og hótað því að halda olíunni eða selja. Erlent 23.12.2025 07:56
Skapari Call of Duty lést í bílslysi Vince Zampella, einn skapara hinna vinsælu Call of Duty-tölvuleikja, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Hann varð 55 ára. Erlent 23.12.2025 07:53
Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að til standi að smíða nýja kynslóð orrustuskipa, sem verða stærri, hraðskreiðari og „hundrað sinnum öflugri“ en nokkur önnur herskip. Þá verður þessi nýja gerð nefnd eftir Trump; „Trump class“. Erlent 23.12.2025 07:06
„Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum. Erlent 22.12.2025 21:36
Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Fréttaritari fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna telur að pólitík hafi ráðið för þegar ritstjóri CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frestaði sýningu á umfjöllun um umdeildar brottvísanir Trump-stjórnarinnar á fólki til El Salvadors. Erlent 22.12.2025 15:52
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Bandaríski varaforsetinn sagði gestum á ráðstefnu ungra íhaldsmanna um helgina að hvítt fólk þyrfti ekki lengur að skammast sín fyrir kynþátt sinn á sama tíma og hann neitaði að fordæma rasista innan hreyfingarinnar. Erlent 22.12.2025 09:30
Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi var ráðinn af dögum í morgun í Moskvu höfuðborg Rússlands. Erlent 22.12.2025 07:58
Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja að skipulagning hryðjuverkaárásarinnar á Bondi-strönd hafi staðið yfir í marga mánuði. Þá hafi feðgarnir Naveed Akram, 24 ára, og Sajid Akram, 50 ára, búið til myndskeið í anda Ríki íslam, æft sig í notkun skotvopna og sprengjusmíðum. Erlent 22.12.2025 07:56
Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Truth Social í gær að hann hefði skipað Jeff Landry, ríkisstjóra Louisiana, sem sérlegan sendifulltrúa sinn í málefnum Grænlands. Erlent 22.12.2025 07:14
Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. Erlent 22.12.2025 06:39
Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Norskur maður á þrítugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun hefur nú verið sýknaður eftir að dómstólar tóku aftur upp málið. Sérfræðingar mátu svo að maðurinn kynni að hafa sjaldgæfa svefnröskun er nefnist sexómnía og er fólgin í því að fólk sýni kynferðislega hegðun í svefni. Erlent 21.12.2025 23:33
Málið sem Trump getur ekki losað sig við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn. Erlent 21.12.2025 20:02
Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Tveggja ára drengur er látinn eftir fall úr fjölbýlishúsi í íbúðahverfinu Høje Gladsaxe á höfuðborgarsvæði Kaupmannahafnar í Danmörku í dag. Málið er rannsakað sem manndráp, að sögn lögreglu. Erlent 21.12.2025 18:34
Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu. Erlent 21.12.2025 13:58
Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Fjölmenni kom saman á Bondi-strönd í Ástralíu í morgun til að minnast fórnarlamba skotárásar á gyðingahátíð fyrir um viku síðan þar sem fimmtán létu lífið og tugir voru særðir. Mínútu þögn fór fram snemma í morgun. Erlent 21.12.2025 12:50