Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Nýjar á­kærur á hendur Rus­sell Brand

Nýjar ákærur hafa litið dagsins ljós á hendur skemmtikraftinum Russell Brand, þar sem hann er sakaður um eina nauðgun og tvö önnur kynferðisbrot. Þetta mun vera þriðja nauðgunin sem hann er sakaður um en hann hefur yfir höfði sér fimm aðrar ákærur um kynferðisbrot. Russell Brand hefur neitað alfarið sök í hinum fimm ákærunum.

Erlent
Fréttamynd

Saka AfD um að ganga erinda Kreml­verja

Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Undir­búningur á­rásarinnar stóð yfir í marga mánuði

Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja að skipulagning hryðjuverkaárásarinnar á Bondi-strönd hafi staðið yfir í marga mánuði. Þá hafi feðgarnir Naveed Akram, 24 ára, og Sajid Akram, 50 ára, búið til myndskeið í anda Ríki íslam, æft sig í notkun skotvopna og sprengjusmíðum.

Erlent
Fréttamynd

Málið sem Trump getur ekki losað sig við

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Fóru um borð í vélvana rúss­neskt skip

Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Níu skotnir til bana á krá

Níu voru skotnir til bana og tíu særðir þegar hópur manna á tveimur bílum hóf skothríð á gesti krár í bæ nærri Johannesburg í Suður-Afríku í gærkvöldi. Mennirnir eru sagðir hafa skotið fjölda skota að gestum krárinnar og svo á fólk af handahófi þegar þeir keyrðu á brott.

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur

Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur.

Erlent