Fréttir

Fréttamynd

Bólu­efni Jans­sen fær grænt ljós í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt leyfir fyrir notkun bóluefnis Janssen fyrir Covid-19 í landinu. Um er að ræða þriðja bóluefnið sem samþykkt er í Bandaríkjunum og það fyrsta sem gefið er í einni sprautu. Áður hafa bóluefni Pfizer og Moderna fengist samþykkt í landinu.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dóminíska lýð­veldið girðir af landa­mærin við Haítí

Dóminíska lýðveldið mun hefja framkvæmdir við að reisa girðingu á landamærum þess að Haítí síðar á þessu ári. Um er að ræða 376 kílómetra löng landamæri og segir forseti lýðveldisins verkefnið miða að því að stemma stigu við smygli og koma í veg fyrir að óskráðir innflytjendur fari yfir landamærin.

Erlent
Fréttamynd

ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands

Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn

Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Hundruðum skólastúlkna rænt í Nígeríu

Vopnaðir menn hafa rænt nokkur hundruð skólastúlkum í norðvesturhluta Nígeríu. Það er önnur árás af þessu tagi en fyrir rétt rúmri viku síðan var fjölmörgum drengjum rænt úr heimavistarskóla á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

„Ég varð að halda and­liti barnanna vegna“

„Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“

Erlent
Fréttamynd

Naval­ní fluttur milli fangelsa með leynd

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir menn fundust látnir í vök

Fjórir karlmenn drukknuðu í ísilögðu stöðuvatni skammt frá Sävsjö í suðurhluta Svíþjóðar í dag. Þeir voru á sjötugs- og áttræðisaldri.

Erlent
Fréttamynd

Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps

Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin.

Erlent
Fréttamynd

Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael

Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt afbrigði veirunnar breiðist hratt út í New York

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið upp kollinum í New York og breiðist nú hratt út í borginni. Stökkbreytingin veldur vísindamönnum nokkrum áhyggjum þar sem þeir óttast að hún veiki virkni bóluefna gegn veirunni.

Erlent
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.