Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim

Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim.

Erlent
Fréttamynd

Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfir­völd

Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við.

Erlent
Fréttamynd

Í­búar Nuuk orðnir tuttugu þúsund

Íbúafjöldi Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, hefur náð tuttugu þúsund manns í fyrsta sinn. Tilkynnt var um tímamótin þann 1. maí á heimasíðu sveitarfélagsins sem heitir Sermersooq.

Erlent
Fréttamynd

Birti mynd af sér í páfaskrúða

Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega.

Erlent
Fréttamynd

Fyrir­gefur fjöl­skyldunni og leitar sátta

Harry Bretaprins segir að honum þætti verulega vænt um að ná sáttum við bresku konungsfjölskylduna eftir allt sem gengið hefur á. Í tilfinningaþrungnu viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann niðurbrotinn eftir að hafa tapað máli fyrir Hæstarétti í Lundúnum vegna reglna um öryggisgæslu fyrir fjölskyldu hans í Bretlandi. 

Erlent
Fréttamynd

Gera úkraínsk ung­menni að sjálfsmorðssprengjumönnum

Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum

Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum.

Erlent
Fréttamynd

Flokka Val­kost fyrir Þýska­land sem öfgasamtök

Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum.

Erlent
Fréttamynd

Drengnum sleppt en fleiri hand­teknir

Sextán ára dreng, sem handtekinn var vegna skotárásar í Uppsölum í Svíþjóð fyrr í vikunni þar sem þrír létust, verður sleppt úr haldi í dag. Lögregla hefur þó handtekið þrjá einstaklinga vegna gruns um að tengjast málinu.

Erlent
Fréttamynd

Munaði sex at­kvæðum

Umbótaflokkurinn (e. Reform) á Bretlandi, hægripopúlistaflokkurinn sem leiddur er af Nigel Farage, vann sigur í aukakosningum í kjördæmi í norðvesturhluta Englands í gær. Flokkurinn hlaut sex atkvæðum fleiri en Verkamannaflokkurinn í kjördæminu Runcorn and Helsby og náði þar með að hirða þingsæti af Verkamannaflokknum.

Erlent
Fréttamynd

Börnum haldið inni­lokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár

Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“

Erlent
Fréttamynd

Yfir­gefa Sví­þjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug.

Erlent
Fréttamynd

Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist geta komið Abrego Garcia, manni sem var ranglega sendur í fangelsi í El Salvador, aftur til Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að gera það. Áður höfðu Trump og talsmenn hans haldið því fram að hann gæti ómögulega frelsað manninn, eftir að dómstólar og þar á meðal Hæstiréttur hefur skipað ríkisstjórninni að frelsa hann og flytja til Bandaríkjanna.

Erlent