Erlent

Fréttamynd

Sam­komu­lagið sem ekkert sam­komu­lag er um

Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Grænlendingar telja stöðuna hafa skánað en hún sé enn viðkvæm og gæti verið það lengi.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Drógu mann út á nær­buxunum sem hafði ekkert til saka unnið

Útsendarar bandaríska innflytjendaeftirlitsins drógu saklausan mann út úr húsi sínu á nærbuxunum einum fata í nístingskulda í Minnesota eftir að þeir réðust inn í húsið án leitarheimildar. Skammt er síðan alríkisfulltrúi skaut konu til bana í rassíu sem stendur enn yfir í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump kynnti friðarráðið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti hið svokallaða friðarráð sitt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í dag. Ráð þetta þykir nokkuð umdeilt en það átti upprunalega að halda utan um málefni Gasastrandarinnar. Nú er útlit fyrir að Trump vilji að það leysi Sameinuðu þjóðirnar af hólmi.

Erlent
Fréttamynd

X fyllist af gríni um Ísland/Grænland

Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina.

Erlent
Fréttamynd

Verði að eignast þetta „stóra fal­lega stykki af ís“

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu við­brögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið.

Erlent
Fréttamynd

Höfuð­stöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar

Höfuðstöðvar Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Jerúsalem hafa verið rifnar niður. Framkvæmdastjóri UNRWA á Vesturbakkanum segir að samtökunum hafi verið gert viðvart um að framkvæmdaaðilar og lögregla hefðu mætt á vettvang í morgun til að hefja störf. 

Erlent
Fréttamynd

Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á mat­seðlinum“

Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, lýsti breyttri heimsskipan og biðlaði til ríkja, annarra en stórvelda, að taka þátt í að veita stórveldapólitík mótvægi og taka þátt í mótun nýs heimsskipulags. Hann varar við því að heimurinn sé staddur í miðjum umbrotum þar sem stórveldi hafi vopnavætt viðskipti og tolla og misnoti efnahagslega innviði sem kúgunartæki. Minni og meðalstór ríki þurfi að sýna mótvægi við stórveldapólitík og boða breytta heimsskipan sem byggi á öðrum gildum.

Erlent
Fréttamynd

Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“

Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fal­lega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. 

Erlent
Fréttamynd

Hvað býr bak­við sól­gler­augu Macron?

Það er óhætt að segja að Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi vakið nokkra athygli í Davos, þar sem hann hefur skartað einstaklega töffaralegum flugstjórasólgleraugum með bláum speglaglerjum.

Erlent
Fréttamynd

Vél Trump snúið við en ræðan enn á dag­skrá

Flugvél forseta Bandaríkjanna, Air Force One, var snúið við skömmu eftir flugtak í nótt eftir „lítilsháttar rafmagnsbilun“. Vélin var á leið til Davos í Sviss með Donald Trump innanborðs en hann skipti um vél skömmu eftir lendingu og engar fregnir hafa borist af því að töfin muni hafa áhrif á dagskrá World Economic Forum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Telur Trump gera mis­tök

Grænlenska landsstjórnin telur ólíklegt að Bandaríkjamenn beiti hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þurfi þó að vera undirbúin fyrir óvæntar vendingar í samvinnu við aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hótanir Bandaríkjanna um tolla á lönd sem styðja Grænland, mistök.

Erlent
Fréttamynd

Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára

Í Kína fæddust 7,92 milljónir barna í fyrra. Það er 1,62 milljónum færri börn en fæddust árið 2024 og markar það um sautján prósenta fækkun. Samkvæmt opinberum tölum í Kína hefur fæddum börnum fækkað á hverju ári mörg ár í röð.

Erlent
Fréttamynd

Beiting her­valds ó­lík­leg en ekki úti­lokuð

Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­herra Trumps segir Evrópu móður­sjúka

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands.

Erlent
Fréttamynd

Skutu flug­skeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu

Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á orkukerfi Úkraínu þar sem notast var við 372 sjálfsprengidróna og skot- og stýriflaugar. Slíkar árásir hafa verið tíðar að undanförnu en Úkraínumenn eru að ganga í gegnum einn kaldasta veturinn á svæðinu í mörg ár.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta árinu af fjórum lokið

Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið.

Erlent
Fréttamynd

Fjórar hákarlaárásir á að­eins 48 klukku­stundum

Fjórir einstaklingar hafa orðið fyrir árás hákarla í Nýju Suður-Wales í Ástralíu á aðeins 48 klukkustundum. Talið er að mikil rigning undanfarna daga kunni að eiga þátt að máli, þar sem hún veldur því að aukin fæða skolast niður með ám og út í sjó.

Erlent