Erlent

Fréttamynd

Heimila nú birtingu gagna úr rann­sókn á Epstein

Bandarískur alríkisdómari hefur heimilað dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn frá störfum ákærudómstóls sem skoðaði vísbendingar og sönnunargögn gegn barnaníðingnum Jeffrey Epstein árið 2019. Í gær komst annar dómari að sambærilegri niðurstöðu um gögn úr rannsókn gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Epsteins.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Telur það land­ráð að skrifa um heilsu sína

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir engan fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafa unnið jafn mikið og hann hafi gert. Hann vinni lengri daga en allir aðrir og hann hafi skilað meiri árangri en flestir aðrir forsetar.

Erlent
Fréttamynd

Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum við­töku

Afhending Nóbelsverðlaunanna 2025 fer fram við hátíðlega athöfn í dag, 10. desember á dánardegi Alfreds Nobels sem verðlaunin eru kennd við. Maria Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár, verður hins vegar ekki viðstödd athöfnina til að veita verðlaununum viðtöku. Machado, sem er stjórnarandstæðingur frá Venesúela, hefur sætt líflátshótunum af hálfu valdhafa í heimalandinu og hafði ekki færi á að ferðast til Osló í tæka tíð.

Erlent
Fréttamynd

Heimilar birtingu gagna úr rann­sókn á Maxwell

Bandarískur alríkisdómari heimilaði í dag dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn úr rannsókn ákærudómstóls sem beindust að Ghislaine Maxwell. Ákvörðunin gæti leitt til birtingar mikils magns áður óséðra gagna í Epstein-málinu.

Erlent
Fréttamynd

Hylmdu yfir með „Steikar­hnífnum“ í Írska lýðveldis­hernum

Breska leyniþjónustan hélt hlífiskildi yfir flugumanni sínum innan Írska lýðveldishersins þrátt fyrir að hann væri eftirlýstur fyrir morð. Hún hélt áfram að þagga mál útsendarar sem hafði dulnefnið „Steikarhnífurinn“ niður löngu eftir að mesta ófriðnum á Norður-Írlandi lauk.

Erlent
Fréttamynd

Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku matar­æði

Fimm mánaða gamalt barn í Arizona í Bandaríkjunum er látið og þrjú eldri systkini þess þjást af næringarskorti vegna þess að foreldrar þeirra settu þau á svokallað basískt mataræði. Foreldrarnir höfðu orðið fyrir áhrifum af upplýsingafalsi um heilsu, bóluefni og lyf.

Erlent
Fréttamynd

Hraunar yfir „hnignandi“  heims­álfu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Þing­menn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar

Eftir ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að fá varnarmálaráðuneytið til að veita nánari upplýsingar um aðgerðir sínar gegn svokölluðum „eiturlyfja-hryðjuverkamönnum“, hyggjast þingmenn Bandaríkjaþings knýja fram svör með árlegu varnamálafrumvarpi.

Erlent
Fréttamynd

Kallar Greene heimskan svikara

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Segir að taka þurfi mikil­vægar á­kvarðanir

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir.

Erlent
Fréttamynd

Með byssu í stærstu verslunar­mið­stöð Oslóar

Lögreglan í Osló hefur handtekið mann sem sagður er hafa mætt með skotvopn í verslunarmiðstöðina Storo, þá stærstu í borginni, og hleypt þar af allavega einu skoti. Maðurinn mun hafa verið handtekinn en fólk hefur verið beðið um að halda sig fjarri verslunarmiðstöðinni í bili.

Erlent
Fréttamynd

Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða

Donald Trump Bandaríkjaforseti brást reiður við þegar í ljós kom að þingmaður sem hann náðaði sótti um endurkjör sem Demókrati. Svo virðist sem forsetinn hafi gert ráð fyrir að þingmaðurinn myndi ganga í raðir Repúblikana í þakklætisskyni.

Erlent
Fréttamynd

Á­tök blossa aftur upp á landa­mærum Taí­lands og Kambódíu

Taílenski herinn hóf í morgun loftárásir á Kambódíu og þúsundir hafa flúið heimili sín á landamærum ríkjanna. Árásirnar eru gerðar til að bregðast við átökum sem blossuðu aftur upp fyrr í nótt þar sem einn taílenskur hermaður er sagður hafa fallið og fleiri særst.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í gærkvöldi að Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti væri ekki reiðubúinn til að skrifa undir friðartillögur Bandaríkjamanna.

Erlent