Erlent

Fréttamynd

Krefjast enn að fá að senda sér­sveitar­menn til Mexíkó

Yfirvöld í Bandaríkjunum setja sífellt meiri þrýsting á ráðamenn í Mexíkó svo þeir hleypi bandarískum hermönnum inn í landið. Þar vilja Bandaríkjamenn nota þá í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum sem framleiða og flytja mikið magn fíkniefna til Bandaríkjanna.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Veiki geim­farinn kominn aftur til jarðar

Geimferja með hluta af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar lenti í Kyrrahafi utan við strendur Kaliforníu í nótt. Heimferð áhafnarinnar var flýtt vegna veikinda eins geimfaranna fjögurra.

Erlent
Fréttamynd

Tóku enn eitt skipið

Bandarískir landgönguliðar og sjóliðar í Strandgæslu Bandaríkjanna gerðu í morgun áhlaup um borð í olíuflutningaskip. Þetta er í sjötta skipti sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn taki yfir stjórn olíuflutningaskips sem bendlað hefur verið við Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur við Græn­land ó­metan­legur og hvetur Ís­lendinga til að mæta

Formaður Landssamtaka Grænlendinga í Danmörku hvetur Íslendinga og aðra sem búsettir eru í Danmörku til að sýna samstöðu með Grænlendingum í verki með því að mæta á samstöðumótmæli sem skipulögð hafa verið víðsvegar um Danmörku á laugardaginn. Hún segir Grænlendinga þurfa á andlegri fyrstu hjálp að halda í ljósi málflutnings Bandaríkjaforseta um að vilja eignast landið, með einum eða öðrum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Vilja geta sett her­lög á eyju norðan Ís­lands

Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Verðandi sendi­herra grínaðist með að Ís­land yrði 52. ríkið

Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings grínaðist með það við þingmenn í gær að Ísland yrði 52. ríkið og að hann yrði ríkisstjóri. Í þinginu eru nú stíf fundarhöld um fjárlög þar sem menn róa öllum árum að því að koma í veg fyrir aðra lokun ríkisstofnana.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka á­sakanir á hendur Iglesias

Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að tala Trump til og óttast af­leiðingar á­rása

Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkja­stjórn kemur barnaníðs­efni Musk til varnar

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir Nielsen í vondum málum

Utanríkisráðherrar Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna hittast síðdegis í dag ásamt varaforseta Bandaríkjanna til þess að ræða framtíð Grænlands sem Bandaríkjamenn ásælast nú mjög.

Erlent
Fréttamynd

Trump heitir í­hlutun ef stjórn­völd hefja af­tökur

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef stjórnvöld í Íran hefja aftökur á handteknum mótmælendum. Trump hafði áður hótað ráðamönnum í Íran vegna ofbeldis gegn mótmælendum en áætlað er að yfir 2.500 manns hafi látist fram að þessu.

Erlent
Fréttamynd

Trump sýndi verka­manni puttann

Donald Trump Bandaríkjaforseti sást sýna verkamanni puttann í heimsókn sinni í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í dag. Atvikið átti sér stað eftir að starfsmaðurinn virtist saka forsetann um að slá skjaldborg um barnaníðinga.

Erlent
Fréttamynd

Keyptu tæki sem gæti út­skýrt Havana-heilkennið

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur í rúmt ár gert tilraunir á tæki sem gæti hafa verið notað til að framkalla Havana-heilkennið svokallaða. Bandarískir njósnarar eru sagðir hafa keypt tækið í leynilegri aðgerð fyrir milljónir dala í lok ríkisstjórnar Joes Biden en menn munu ekki vera sammála um hvort það virki eða tengist heilkenninu.

Erlent
Fréttamynd

Fundurinn í Washington gæti reynst ör­laga­ríkur

Afdráttarlaus ummæli sem forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur létu falla á sameiginlegum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag ættu að senda stjórnvöldum í Washington skýr skilaboð um að Grænland sé ekki til sölu, grænlenska þjóðin fáist ekki keypt, og að ríkin standi saman um að standa vörð um landamæri danska konungsríkisins. Á sama tíma þykir blaðamannafundurinn hafa verið til marks um mikilvægi þess að dönsk og grænlensk stjórnvöld komi samstillt til fundarins í Hvíta húsinu á morgun þar sem mikið er í húfi fyrir grænlensku þjóðina.

Erlent
Fréttamynd

„Við veljum Dan­mörku“

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, héldu sameiginlegan blaðamannafund síðdegis þar sem afstaða ríkjanna var áréttuð um að Grænland væri ekki til sölu. Jens-Frederik sagði skýrt að ef valið stæði á milli Bandaríkjanna og Danmerkur, þá velji grænlensk stjórnvöld danska konungsríkið, Evrópusambandið og NATO. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, mun funda með norrænum kollegum síðar í dag vegna málsins.

Erlent