Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í gær út tilskipun um að koma mönnum til tunglsins fyrir 2028 og reisa þar varanlega bækistöð fyrir 2030. Var það nokkrum klukkustundum eftir að Jared Isaacman tók formlega við sem nýr yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), eftir að Trump hafði áður dregið tilnefningu hans til baka. Erlent 19.12.2025 09:04
Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Stjórnvöld í Ástralíu hafa tilkynnt um umfangsmiklar breytingar á skotvopnalögum í kjölfar skotárásarinnar á Bondi-strönd á sunnudag, þar sem fimmtán voru myrtir. Erlent 19.12.2025 08:05
Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Maður sem grunaður er um að hafa skotið tvo til bana og sært níu til viðbótar í Brown háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjunum á dögunum fannst látinn í geymslu í New Hampshire í nótt eftir víðtæka leit löggæsluyfirvald síðustu sex dagana. Erlent 19.12.2025 07:27
Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi. Erlent 18.12.2025 11:06
„Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Franskur svæfingalæknir hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa eitrað fyrir þrjátíu sjúklingum. Tólf af þeim sem hann eitraði fyrir dóu. Saksóknarar segja hinn 53 ára gamla Frédéric Péchier vera einhvern versta glæpamann í sögu Frakklands. Erlent 18.12.2025 09:50
Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð hyggst ekki taka upp rannsóknina á morðinu á Olof Palme að nýju. Á sama tíma segir ríkissaksóknari að rannsókninni hafi verið ábótavant og að ekki hafi verið rétt árið 2020 að benda á Stig Engström, hinn svokallaða Skandia-mann, sem morðingja forsætisráðherrans fyrrverandi. Erlent 18.12.2025 08:51
Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Nick Reiner, sem er grunaður um að hafa myrt foreldra sína Rob og Michele Reiner, var leiddur fyrir dómara í gær. Athygli vakti að hann var íklæddur kyrtli sem notaður er fyrir fanga sem eru taldir í sjálfsvígshættu. Aðdragandi morðanna virðist vera að skýrast, ef marka má miðla vestanhafs. Erlent 18.12.2025 07:21
Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Naveed Akram, annar árásarmannanna á Bondi-strönd í Ástralíu, var í morgun ákærður fyrir ódæðið. Stjórnvöld í Nýju Suður-Wales boða breytingar á skotvopnalöggjöf fyrir jól. Erlent 17.12.2025 21:01
Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla. Erlent 17.12.2025 14:56
Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Áður en Jeffrey Epstein var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna og ungra kvenna um árabil, hafði hann safnað umfangsmiklum auðæfum. Hvernig hann gerði það hefur aldrei verið ljóst en svo virðist sem hann hafi að mestu gert það með svikum og prettum. Erlent 17.12.2025 14:30
Eldur í Tívolí Eldur kviknaði í Látbragðsleikhúsinu í Tívólígarðinum í Kaupmannahöfn í morgun. Slökkvilið er á vettvangi en engan hefur sakað. Veitingastaður í Tívolí hefur verið rýmdur. Erlent 17.12.2025 12:02
Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fjölgaði í gær verulega þeim sem mega ekki ferðast til Bandaríkjanna, eða sæta takmörkunum á ferðalögum þangað. Hann bætti tuttugu ríkjum við á lista slíkra ríkja og eru þau nú orðin 39 en ríkisstjórn hans leggur mikið púður í það að draga úr fjölda innflytjenda í Bandaríkjunum, hvort sem þeir dvelja þar með ólöglegum hætti eða ekki. Erlent 17.12.2025 10:10
Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Það var nuddari sem gerði dóttur Rob og Michele Reiner viðvart, þegar hún bankaði uppá á heimili þeirra á sunnudaginn en fékk engin viðbrögð. Romy Reiner, 28 ára, kom á vettvang stuttu síðar ásamt vini sínum. Hún fór inn en kom aftur út skömmu síðar, eftir að hafa fundið föður sinn látinn. Erlent 17.12.2025 08:23
Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Naveed Akram annar árásarmannanna á Bondi strönd í Ástralíu var í morgun formlega ákærður fyrir ódæðið. Erlent 17.12.2025 07:44
Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. Erlent 17.12.2025 07:30
Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Nick Reiner hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra sína þau Rob og Michele Reiner. Þetta tilkynnti héraðssaksóknarinn Nathan Hochman í Los Angeles borg á blaðamannafundi nú í kvöld en Nick er talinn hafa notað hníf til verksins. Erlent 16.12.2025 21:56
Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista. Erlent 16.12.2025 16:58
Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. Erlent 16.12.2025 14:45
Lögðu lengi á ráðin um herlög Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, ætlaði að nota herlög til að losa sig við pólitíska andstæðinga sína og taka sér aukin völd í landinu. Hann og bandamenn hans í hernum reyndu einnig að auka spennuna milli Suður- og Norður-Kóreu til að réttlæta beitingu herlaga og undirbjuggu áætlun sína í meira en ár. Erlent 16.12.2025 13:26
Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Tólf ára drengur er grunaður um að hafa skotið ungan mann til bana í sænsku borginni Malmö á föstudag. Drengurinn er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda. Erlent 16.12.2025 13:21
Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands. Erlent 16.12.2025 11:11
Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Lögregluþjónar vestanhafs leita enn manns sem myrti tvo og særði níu í skotárás í Brown-háskólanum á laugardaginn. Heimamenn í bænum Providence í Rhode Island og nemendur við skólann eru ósáttir vegna slæms öryggisástands í skólanum og yfir viðbrögðum yfirvalda. Erlent 16.12.2025 09:58
Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hann hefði myrt átta manns um borð í þremur bátum á alþjóðlegu hafsvæði á austanverðu Kyrrahafi. Hátt í hundrað manns hafa nú verið teknir af lífi utan dóms og laga með þessum hætti í árásum Bandaríkjamanna. Erlent 16.12.2025 08:52
FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimila notkun tveggja lyfja sem hafa reynst vel gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum sem valda kynsjúkdómnum lekanda. Greiningum hefur verið að fjölga og telja nú um 82 milljónir á heimsvísu en á sama tíma hefur ónæmi aukist verulega. Erlent 16.12.2025 08:25