Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. Erlent 3.12.2025 10:47
Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunna í Auckland á Nýja-Sjálandi grunaður um að hafa reynt að stela rándýru hálsmeni með því að gleypa það. Lögreglumenn bíða þess enn átekta að þjófurinn skili hálsmeninu af sér. Erlent 3.12.2025 08:59
Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Bandaríkjastjórn hefur sett alla meðferð mála innflytjenda frá nítján ríkjum á bið, sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að einstaklingar sem voru búnir að fara í gegnum ferlið og áttu aðeins eftir að fá ríkisborgararétt sinn formlega staðfestan eru nú í fullkominni óvissu um stöðu sína. Erlent 3.12.2025 08:57
Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent 2.12.2025 23:21
Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Næstráðandi jaðarhægriflokksins Valkost fyrir Þýskaland (AfD) segir að félagi sem hélt ræðu í anda Adolfs Hitler á fundi ungliðahreyfingar hans um helgina verði rekinn úr flokknum. Hann segir ræðuna hafa verið lélega háðsádeilu. Erlent 2.12.2025 12:06
Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Bresk stjórnvöld eru sögð skoða að banna stjórnmálaflokkum að þiggja rafmyntir. Umbótaflokkur Nigels Farage, sem mælist stærstur í skoðanakönnunum, byrjaði að taka við styrkjum í sýndareignum fyrr á þessu ári. Erlent 2.12.2025 09:19
Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Forsvarsmenn sænsku bifreiðaframleiðendanna Volvo og Polestar hvetja yfirvöld í Brussel til að standa við bann gegn framleiðslu bensín- og dísil bíla, sem á að taka gildi 2035. Erlent 2.12.2025 08:40
„Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Borgarstjóri Pesaro á Ítalíu hefur beðið fjölskyldu stórsöngvarans Luciano Pavarotti afsökunar, eftir að skautasvell var byggt í kringum styttu af tenórnum. Erlent 2.12.2025 07:43
Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stillt Nicolás Maduro, forseta Venesúela, upp við vegg í samtali á dögunum og krafist þess að hann segði af sér. Erlent 2.12.2025 06:46
Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. Erlent 1.12.2025 23:22
Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. Erlent 1.12.2025 22:05
Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. Erlent 1.12.2025 21:17
Adolf ekki lengur Hitler Adolf Hitler Uunona var endurkjörinn sveitarstjórnarfulltrúi í norðurhluta Namibíu. Eftir að hafa hlotið mikla athygli fyrir nafn sitt hefur hann ákveðið að breyta því og fjarlægja Hitler-nafnið. Erlent 1.12.2025 20:46
Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Sonur hins víðfræga fíkniefnabaróns sem kallast „El Chapo“ er sagður ætla að gangast við sekt í dómsal í dag. Hann hefur verið ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Chicago, eftir að hafa platað fyrrverandi samstarfsfélaga föður síns og annan stofnanda Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna. Erlent 1.12.2025 19:03
Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Að minnsta kosti 604 eru látnir eftir mikil flóð á Indónesíu og að minnsta kosti 464 er enn saknað. Í heildina er vitað til þess að rúmlega þúsund manns hafi dáið vegna flóða í þremur löndum í Suðaustur-Asíu og er rúmlega átta hundruð saknað. Erlent 1.12.2025 18:07
Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Þingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins krefjast nú svara við því hvort að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi gefið fyrirskipun um að skjóta alla um borð í bátum sem herinn hefur grandað á Karíbahafi. Erlent 1.12.2025 07:50
Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Rannsóknir BBC og lækna í Georgíu benda til þess að yfirvöld í landinu hafi notað efnavopn sem notað var í fyrri heimstyrjöldinni gegn mótmælendum í fyrra. Erlent 1.12.2025 06:53
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. Erlent 30.11.2025 23:49
Biður forsetann um náðun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur beðið Isaac Herzog, forseta Ísraels, um að veita honum náðun. Netanjahú hefur verið fyrir rétti síðustu fimm ár vegna ákæru um mútur, svik og trúnaðarbrot. Erlent 30.11.2025 14:19
Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. Erlent 30.11.2025 14:02
Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát. Erlent 30.11.2025 10:00
Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Að minnsta kosti 193 eru látnir eftir einar verstu veðurhamfarir síðustu ára í Srí Lanka eftir að hvirfilbylurinn Ditwah reið yfir landið. Yfir hundrað þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Erlent 30.11.2025 09:45
Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Fjórir hið minnsta létu lífið eftir skotárás í barnaafmæli í Kaliforníuríki Bandaríkjanna í gærkvöldi. Um tíu til viðbótar særðust. Erlent 30.11.2025 07:51
Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Tom Stoppard, eitt þekktasta leikskáld Bretlands, er látinn 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love. Erlent 29.11.2025 23:46
Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Úkraínska leyniþjónustan hefur birt myndir og myndskeið sem sýna árásir sjávardróna á tvö olíuflutningaskip í Svartahafi. Skipin eru talin hafa verið hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa, en talið var að skipin væru að flytja rússneska olíu. Erlent 29.11.2025 23:27