Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár

Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði.

Erlent
Fréttamynd

Belgar kalla saman þjóðar­öryggis­ráð vegna drónaflugs við flug­velli

Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september.

Erlent
Fréttamynd

Tor­tryggnir í garð tolla Trumps

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna virðast hafa töluverðar efasemdir um það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið að lögum við beitingu tolla sinna á undanförnum mánuðum. Það er ef marka má spurningar þeirra í dag þegar málsmeðferð um lögmæti tollanna fór fram en þá spurðu margir dómaranna lögmann ríkisstjórnar Trumps gagnrýnna spurninga.

Erlent
Fréttamynd

Plata her­menn í hjóna­band og hirða svo bæturnar

Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi.

Erlent
Fréttamynd

Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann?

Zohran Mamdani var í gær kjörinn borgarstjóri New York í Bandaríkjunum. Þegar hann tekur við embætti í byrjun næsta árs verður hann yngsti borgarstjóri New York frá 1892 en hann verður einnig fyrsti borgarstjórinn sem fæddist í Afríku og fyrsti músliminn til að sinna embættinu.

Erlent
Fréttamynd

Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur vakið athygli fyrir nokkuð óhefðbundna leið sem hann hefur ákveðið að fara til að mæta andstæðingum sínum. Þannig hefur Løkke stofnað sérstakan Facebook hóp sem hugsaður er sem vettvangur fyrir hatur gegn sjálfum sér. „Öll okkar sem hata Løkke“ er nafn hópsins sem er stjórnað af opinberum Facebook aðgangi ráðherrans.

Erlent
Fréttamynd

„Versta mar­tröð Trumps“ kjörin borgar­stjóri New York

Demókratinn Zohran Mamdani var í nótt kjörinn nýr borgarstjóri New York-borgar og verður hann fyrsti músliminn til að taka við borgarstjórastólnum í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. Hann hefur lýst sjálfum sér sem lýðræðislegum sósíalista sem og „verstu martröð Trumps“ Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Féll til jarðar rétt eftir flug­tak

Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa.

Erlent
Fréttamynd

Fer fram og til baka með SNAP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa lagt fram frumvarp sem bannar klám sem sýnir kyrkingar og aðrar köfnunaraðferðir. Þá verður stjórnendum klámsíða gert að tryggja að klám af þessu tagi komi ekki fyrir augu breskra notenda síðanna.

Erlent