Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Navalny sleppt úr haldi

Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst

Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar.

Erlent
Fréttamynd

Loftmengun mögulega tengd geðsjúkdómum

Í nýrri rannsókn frá Chicago-háskóla er komist að þeirri niðurstöðu að það séu greinileg tengsl milli geðsjúkdóma og loftmengunar. Rannsóknin var unnin út frá gögnum frá 152 milljónum manna frá Bandaríkjunum og Danmörku sem var safnað á 11 ára tímabili.

Erlent
Fréttamynd

Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum

Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.

Erlent
Fréttamynd

Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna

Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna.

Erlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.