Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sænskur glæpa­foringi tekinn fastur í Tyrk­landi

Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury

Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera.

Erlent
Fréttamynd

Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho

Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Jimmy Swaggart allur

Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála.

Erlent
Fréttamynd

Diddy sak­felldur í tveimur af fimm á­kæru­liðum

Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn.

Erlent
Fréttamynd

Boðar arf­taka Dalai Lama

Dalai Lama, trúarlegur leiðtogi Tíbeta, tilkynnti í dag að eftirmaður hans yrði fundinn að honum gengnum. Hann hafði áður gefið til kynna að mögulega yrði hann síðasti maðurinn til þess að gegna hlutverkinu.

Erlent
Fréttamynd

Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu

Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn

Tannréttingarlæknirinn John Mew, sem taldi að hægt væri að stýra vexti kjálka með andlitsæfingum sem kallast að mew-a, er látinn 96 ára að aldri. Mew var umdeildur meðal kollega sinna en aðferðir hans náðu vinsældum á samfélagsmiðlum upp úr 2019.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tóku stjórn­endur sjúkra­hússins vegna ætlaðra barns­drápa

Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin.

Erlent