Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. Erlent 13.8.2025 20:49
Sprengingar eftir eldingu Elding sem laust niður í rafmagnsstaur í Suður-Karólínu olli stórri sprengingu á mánudaginn. Eldingin var fönguð á myndband úr lögreglubíl sem verið var að aka í gegnum Mount Pleasant í Suður-Karólínu. Erlent 13.8.2025 19:10
Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Erlent 13.8.2025 18:33
Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Bandarísk kona hefur verið sakfelld í Bretlandi fyrir að taka þátt í ráðabruggi sem snerist um að verða manni að bana. Rannsókn leiddi í ljós að konan, sem var í hlutverki leigumorðingja, þætti ósköp eðlileg og virtist ekki vera með nein tengsl við undirheima. Erlent 12.8.2025 23:08
Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga. Erlent 12.8.2025 16:36
Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher. Erlent 12.8.2025 15:44
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Erlent 12.8.2025 13:51
Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Austurhéruð Úkraínu eru glötuð að mati sérfræðings en sætti Vladímír Pútín Rússlandsforseti sig við landvinninga eina og sér geti vopnahlé verið í sjónmáli. Afleiðingarnar sem það kynni að hafa fyrir Úkraínusinnaða íbúa á hernumdum svæðum gætu gert friðinn langþráða, ansi dýrkeyptan. Erlent 12.8.2025 13:28
Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. Erlent 12.8.2025 11:59
Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Rússneskir hermenn hafa á undanförnum dögum komist djúpt gegnum varnir Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Þar eru þeir sagðir hafa fundið veikleika á varnarlínunni og nýtt sér hann en Úkraínumenn eru að senda liðsauka á svæðið til að reyna að stöðva Rússa. Erlent 12.8.2025 10:02
Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Kínverskur maður, Wei Qiang Lin, hefur játað að hafa flutt um það bil 850 verndaðar skjaldbökur frá Bandaríkjunum og til Hong Kong. Erlent 12.8.2025 08:27
Albanese segir Netanyahu í afneitun Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísarel, í afneitun hvað varðar afleiðingar stríðsreksturs Ísraels á Gasa. Erlent 12.8.2025 07:18
Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Fyrrverandi skattstjórinn sem á að verða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er íhaldssamur repúblikani sem er sagður mannblendinn og vinalegur. Hann notaði reynslu af uppboðshaldi eitt sinn til þess að þagga niður í vandræðagemsa á þingi. Svo virðist sem hann hafi verið rekinn fyrir að þýðast ekki Hvíta húsið þegar það krafðist persónuupplýsinga um skattgreiðendur. Erlent 12.8.2025 07:02
Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka rétt Úkraínumanna til að ákvarða eigin framtíð. Þá segja þeir mögulegt samkomulag verða að tryggja öryggishagsmuni Úkraínu og Evrópu. Erlent 12.8.2025 06:45
Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Að minnsta kosti einn er látinn, tíu eru slasaðir og eins er saknað eftir stóra sprengingu í stálverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Sprengingin náðist á myndband og virðist hafa verið mjög umfangsmikil. Erlent 11.8.2025 23:15
„Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður. Erlent 11.8.2025 22:31
Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir ákvörðun Trump um að kalla út þjóðvarðlið til höfuðborgarinnar mjög óvenjulega og valdabrölt að mörgu leyti. Hann býst við fleiri útspilum eins og þessu frá Trump í framtíðinni. Erlent 11.8.2025 22:07
Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Tvö kínversk herskip skullu saman af miklum krafti á Suður-Kínahafi í dag. Þá var verið að reyna að nota skipin til að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott frá Scarboroughrifi. Áhöfn filippseyska skipsins komst undan þegar kínversku skipin skullu saman en annað þeirra skemmdist verulega. Erlent 11.8.2025 19:35
Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Dómsskjöl frá leynilegum ákærudómstól sem leiddi til sakfellingar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, verða ekki opinberuð. Dómari lýsti því yfir í dag og gagnrýndi hann starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna harðlega fyrir að gefa í skyn að skjölin innihéldu nýjar upplýsingar um glæpi Epsteins. Erlent 11.8.2025 18:19
Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp Ísraelshers á blaðamönnum á Gasaströndinni og sakar Ísraelsmenn um þjóðarmorð. Félagið vill að ríkisstjórn Íslands sýni dug og beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindum. Erlent 11.8.2025 16:59
Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. Erlent 11.8.2025 16:16
Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Spænska lögreglan gerði rassíu í tveimur andlegum athvörfum í austurhluta Spánar. Lögregla handtók þrjá og lagði hald á ellefu lítra af ayahuasca, 117 Sanpedrókaktusplöntur og nokkrar flöskur af froskaeitri. Öll eru þetta efni sem hafa ofskynjunaráhrif. Athvörfin græða á tá og fingri með því að selja „stjarnferðalög.“ Erlent 11.8.2025 15:28
Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu. Erlent 11.8.2025 14:49
Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Finnsk yfirvöld hafa ákært skipstjóra flutningaskips og tvo næstráðendur hans vegna skemmda sem þeir ollu á sæstreng í Eystrasalti á milli Finnlands og Eistlands í fyrra. Skipið er sagt hluti af svonefndum skuggaflota Rússa og skemmdarverkum þeirra í Evrópu. Erlent 11.8.2025 14:43