Zlatan hraunar yfir MLS: Ég er eins og Ferrari innan um Fiat bíla Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2019 08:00 Zlatan Ibrahimovic Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti. Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti.
Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00