Mjölnir með Keiluhöllina í Öskjuhlíð í sigtinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2015 15:45 Merki Mjölnis gæti von bráðar prýtt veggi Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð Samsett/E.Ól/Mjölnir Íþróttafélagið Mjölnir er langt komið í samningaviðræðum við eigendur húsnæðis Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð um að starfsemi og aðstaða Mjölnis flytji þangað. Keiluhöllin hefur staðið auð frá því í janúar á þessu ári. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hafa viðræður staðið yfir síðan í janúar en Keiluhöllin lokaði einmitt á svipuðum tíma. Við það tækifæri sögðust eigendur Keiluhallarinnar viðræður hafnar við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en við erum komin mjög langt með þetta og vonandi göngum við frá þessu á næstu vikum,“ sagði Jón Viðar. „Það er mjög líklegt en þetta er þó ekki komið á það stig að við getum tilkynnt að við séum að fara að flytja þangað.“Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis.Vísir/VilhelmÞrefalt stærra húsnæði en núverandi húsnæði Mjölnis Íþróttafélagið Mjölnir er nú staðsett á Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Loftkastalinn var eitt sinn til húsa. Þar hefur félagið byggt upp myndarlega æfingaaðstöðu en ljóst er að verði af flutningunum mun Mjölnir stækka verulega við sig. Húsnæði Keiluhallarinnar er um 3000 fm að stærð og um það bil þrefalt stærra en núverandi aðstaða Mjölnis. Húsnæðið hefur verið að mestu tæmt fyrir utan keilubrautirnar sjálfar en sérstaka sérfræðingar þarf til þess að fjarlægja þær. Jón Viðar segir að bæði húsnæðið og umhverfið í kring henti Mjölni, sem einbeitir sér að keppni svokallaðra lifandi bardagaíþrótta, einstaklega vel. „Keiluhöllin er mjög miðsvæðis, húsnæðið er mjög flott og útisvæðið er frábært. Þarna er öll Öskjuhlíðin með sínum stígum, það er stutt í útisund og svo er líka stórt svæði ofan á Keiluhöllinni sem væri hægt að nýta,“ en að auki er Háskólann í Reykjavík skammt undan auk þess sem að fyrirhuguð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis á landi Valsmanna í nágrenni Keiluhallarinar. Tengdar fréttir Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Íþróttafélagið Mjölnir er langt komið í samningaviðræðum við eigendur húsnæðis Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð um að starfsemi og aðstaða Mjölnis flytji þangað. Keiluhöllin hefur staðið auð frá því í janúar á þessu ári. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hafa viðræður staðið yfir síðan í janúar en Keiluhöllin lokaði einmitt á svipuðum tíma. Við það tækifæri sögðust eigendur Keiluhallarinnar viðræður hafnar við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en við erum komin mjög langt með þetta og vonandi göngum við frá þessu á næstu vikum,“ sagði Jón Viðar. „Það er mjög líklegt en þetta er þó ekki komið á það stig að við getum tilkynnt að við séum að fara að flytja þangað.“Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis.Vísir/VilhelmÞrefalt stærra húsnæði en núverandi húsnæði Mjölnis Íþróttafélagið Mjölnir er nú staðsett á Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Loftkastalinn var eitt sinn til húsa. Þar hefur félagið byggt upp myndarlega æfingaaðstöðu en ljóst er að verði af flutningunum mun Mjölnir stækka verulega við sig. Húsnæði Keiluhallarinnar er um 3000 fm að stærð og um það bil þrefalt stærra en núverandi aðstaða Mjölnis. Húsnæðið hefur verið að mestu tæmt fyrir utan keilubrautirnar sjálfar en sérstaka sérfræðingar þarf til þess að fjarlægja þær. Jón Viðar segir að bæði húsnæðið og umhverfið í kring henti Mjölni, sem einbeitir sér að keppni svokallaðra lifandi bardagaíþrótta, einstaklega vel. „Keiluhöllin er mjög miðsvæðis, húsnæðið er mjög flott og útisvæðið er frábært. Þarna er öll Öskjuhlíðin með sínum stígum, það er stutt í útisund og svo er líka stórt svæði ofan á Keiluhöllinni sem væri hægt að nýta,“ en að auki er Háskólann í Reykjavík skammt undan auk þess sem að fyrirhuguð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis á landi Valsmanna í nágrenni Keiluhallarinar.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33