„Það er stífluð frárennslislögn sem rennur undir Hlíðarendasvæðið og hefur verið stífluð síðan í október,“ segir Brynjar um framkvæmdirnar. „Þetta hefur ekkert með okkar framkvæmdir að gera, enda fyrir utan okkar svæði,“ segir hann en bætir við að framkvæmdir við Hlíðarendabyggðina hefjist engu að síður á næstu dögum.
„Það er bara verið að skrifa undir verksamninga og framkvæmdir hefja strax á mánudag,“ segir hann.