Innlent

Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn  ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar.
Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. Vísir/GVA
Framkvæmdir munu hefjast við Hafnargarðinn við Austurbakka á morgun enda telja byggingaraðilar garðinn ekki friðaðan.

Minjastofnun beitti skyndifriðun á framkvæmdasvæði við Austurbakka í byrjun September. Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra í málinu, staðfesti síðar friðunina en deilur hafa verið uppi um hvort staðfestingin hafi átt sér stað innan lögmælts tímafrests eða ekki. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur lýst því yfir að friðunin hafi ekki gildi þar sem ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. 

Minjastofnun segir hins vegar að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendurnar fyrr en 10. september og hafi friðunin gilt frá þeim degi. Það sé því álit stofnunarinnar að ákvörðun setts forsætisráðherra um að friða hafnargarðinn sé í gildi. 

Í samtali við fréttastofuna segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að tímafresturinn hafi aðeins gildi gagnvart hagsmunaaðilum máls en Landstólpar fengu tilkynningu um friðunina þann 9. september. Ekki skipti máli hvenær forsætisráðherra hafi borist tilkynningin þar sem þeir séu úrskurðaraðilar máls en ekki hagsmunaaðilar. 

Telja þeir hafnargarðinn því ekki friðaðan og munu hefja aftur framkvæmdir á svæðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Sigrún friðar hafnargarðinn

Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×