
Rúnar og félagar úr leik eftir tap gegn toppliðinu
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor eru úr leik í tyrknesku bikarkeppninni í fótbolta eftir að liðið tapaði 2-1 gegn toppliði tyrknesku úrvalsdeildarinnar Galatasaray í kvöld.

Birkir Bjarna lagði upp mark í sigri Adana Demirspor
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Adana Demirspor þegar liðið fékk Ankaragucu í heimsókn í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Rúnar Alex hélt hreinu í stórsigri á meisturunum
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu þegar lið hans Alanyaspor vann 5-0 stórsigur á Tyrklandsmeisturum Trabzonspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Allslaus Alli sem enginn vill
Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vilja losna við enska miðjumanninn Dele Alli samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Hann er á láni frá Everton sem hefur enn minni áhuga á að endurheimta kappann.

Birkir og félagar fögnuðu jólunum með sigri
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Karagumruk í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, sjálfan jóladaginn.

Birkir og félagar úr leik eftir óvænt tap
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru úr leik í tyrknesku bikarkeppninni í fótbolta eftir óvænt tap gegn B-deildarliðinu Rizespor í framlengdum leik í kvöld. Lokatölur 3-4 eftir að staðan var 2-2 að venjulegum leiktíma loknum.

Tvær vítaspyrnur fóru forgörðum en samt komst Rúnar Alex áfram
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í Alanyaspor unnu 3-2 sigur á Eyupspor í tyrknesku bikarkeppninni. Leikurinn fór í framlengingu þar sem Koka, samherji Rúnars, brenndi af tveimur vítaspyrnum í venjulegum leiktíma.

Réðst á markvörð með hornfána
Undarlegt atvik átti sér stað í leik í tyrknesku B-deildinni þegar áhorfandi lamdi markvörð í höfuðið með hornfána.

Markalaust í Íslendingaslagnum í Tyrklandi
Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu þegar Alanyaspor og Adana Demirspor áttust við í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Birkir og félagar tryggðu sig áfram með seinustu spyrnu leiksins
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru komnir áfram í tyrknesku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir ótrúlegan 4-3 sigur gegn C-deildarliði Nazillispor í dag.

Frá Þrótti í Laugardalnum til Fenerbahçe í Istanbúl
Danielle Marcano spilaði einkar vel með Þrótti Reykjavik í Bestu deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Hún hefur nú söðlað um og samið við tyrkneska liðið Fenerbahçe en það er staðsett í Istanbúl.

Rúnar Alex varði og varði frá stjörnum Galatasaray og setti met í vetur
Enginn markvörður í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur varið fleiri skot í einum leik á tímabilinu en Rúnar Alex Rúnarsson gerði gegn Galatasaray í gær.

Rúnar Alex frábær í jafntefli gegn Galatasaray
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Alanyaspor sóttu sterkt stig til Istanbul í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Birkir með bandið í öruggum bikarsigri
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru komnir áfram í 4. umferð tyrknesku bikarkeppninnar eftir öruggan 5-0 sigur gegn C-deildarliði Adiyaman FK í kvöld.

Birkir á toppnum í Tyrklandi
Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Daði Böðvarsson, léku allir með sínum liðum í dag. Birkir og Jóhann voru báðir í sigurliðum á meðan Jón Daði þurfti að sætta sig við jafntefli.

Rúnar og félagar björguðu stigi gegn tíu leikmönnum Giresunspor
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor þurftu að sætta sig við eitt stig er liðið tók á móti Giresunspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-1, en heimamenn í Alanyaspor voru manni fleiri stærstan hluta leiksins.

Fjölskyldan stjörf er hann fékk rautt eftir tuttugu sekúndna frumraun
Japanski landsliðsmaðurinn Shoya Nakajima átti sannkallaða martraðarbyrjun í fyrsta heimaleik sínum fyrir tyrkneska liðið Antalyaspor.

Þrjú mörk og þrjú rauð er Birkir og félagar héldu toppsætinu
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor tróna enn á toppi tyrknesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu efir 0-3 útisigur gegn Antalyaspor í kvöld.

Rúnar Alex og Willum Þór með sína fyrstu deildarsigra
Rúnar Alex Rúnarsson stóð milli stanganna er Alanyaspor lagði Ankaragücü í tyrknesku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur liðsins síðan Rúnar Alex komst í byrjunarliðið. Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 3-2 útisigur á Volendam.

Áhorfandi ruddist inn á og sparkaði í rassinn á leikmanni
Upp úr sauð í leik Besiktas og Ankaragucu í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. Áhorfandi ruddist inn á völlinn og sparkaði í leikmann Besiktas.