Ítalski boltinn

Fréttamynd

Osimhen vill fara til Eng­lands í fram­tíðinni

Victor Osimhen skrifaði nýlega undir samning við Napoli til ársins 2026. Hann sagðist eiga í góðu sambandi við forseta félagsins og vonast til að verða aftur Ítalíumeistari með Napoli áður en hann lætur drauma sína um að spila í ensku úrvalsdeildinni rætast. 

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus í bullandi titil­bar­áttu

Juventus er í bullandi titilbaráttu í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eftir 3-0 sigur á Sassuolo. Þegar 20 umferðir eru búnar er liðið aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Inter frá Mílanó.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjár vítaspyrnur í markasúpu Inter og Monza

Það virðist fátt fá stöðvað velgengni Inter Milan í Seríu A á Ítalíu þessa dagana en liðið vann yfirburðasigur á Monza á útivelli í kvöld, 1-5, en þrjú af sex mörkum kvöldsins komu úr vítaspyrnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Endar Henderson á Ítalíu?

Jordan Henderson flutti sig um set til Sádi Arabíu í haust frá Liverpool þar sem hann var fyrirliði. Hann vill nú burt þaðan og gæti endað í ítölsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjú rauð spjöld og skotblysaslagur í ítalska bikarnum

Nágrannaliðin Lazio og AS Roma áttust við í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Lazio, Mattia Zaccagni skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu, þrír leikmenn fengu svo að líta rautt spjald á lokamínútunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk lyfti Ofurbikarnum á loft

Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Juventus þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Roma í úrslitaleik Ofurbikarsins. Þetta var í fjórða sinn á sex árum sem félagið hampar titlinum. 

Fótbolti