Fótbolti

Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og fé­lögum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Höjlund fagnar.
Höjlund fagnar. EPA/CESARE ABBATE

Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn þegar Genoa tapaði 2-1 fyrir Ítalíumeisturum Napoli í Serie A.

Leikurinn var jafn framan af og voru það svo gestirnir sem komust yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Hinn 18 ára gamli Jeff Ekhator með markið eftir undirbúning Brooke Norton-Cuffy.

Það tók heimamenn þangað til í síðari hálfleik til að ná áttum en á 57. mínútu jafnaði Frank Anguissa metin þegar hann var réttur maður á réttum stað inn í markteig gestanna.

Danski framherjinn Rasmus Höjlund hélt hann hefði komið Napoli yfir á 72. mínútu en flaggið fór á loft. Hann kom heimaliðinu hins yfir þremur mínútum síðar þegar boltinn féll til hans í teignum. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Mikael Egill lék allan leikinn í liði Genoa sem er með tvö stig að loknum sex umferðum. Napoli er á toppi deildarinnar með 15 stig líkt og AS Roma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×