FH

Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks
Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu.

Vísir verður í beinni frá heimkomupartýi Arons Pálmarssonar
Handknattleiksdeild FH hefur boðað til blaða- og stuðningsmannafundar í Sjónarhóli í Kaplakrika klukkan 20 í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 19 og eru allir FH-ingar hvattir til að láta sjá sig.

Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni
Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims.

Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni
Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar.

Aron á heimleið
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH.

Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda
Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun
Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - FH 29-29 | Gestunum tókst ekki að vinna níunda leikinn í röð
Í kvöld mættust nágrannaliðin Stjarnan og FH í TM höllinni í Garðabæ í síðasta leik beggja liða í Olís-deildinni árið 2022. Var leikurinn spennandi í síðari hálfleik og endaði með sanngjörnu jafntefli að lokum, l29-29 í TM höllinni.

Kristinn Freyr til Vals í þriðja sinn
Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals í þriðja sinn. Hann kemur til liðsins frá FH.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd
FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta, 32-37. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð, en Selfyssingar hafa tapað fjórum af seinustu fimm.

„Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama“
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir fimm marka sigur sinna mann gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-37. Hann segir að lokatölurnar gefi ekki rétta mynd af leiknum, enda var jafnt á öllum tölum fram á lokamínútur leiksins.

Geir heiðraður með pompi og prakt | Myndir og myndbönd
FH-inga heiðruðu einn sinn dáðasta son, Geir Hallsteinsson, fyrir áratuga langt starf fyrir félagið fyrir leik gegn Mosfellingum í Olís-deild karla í handbolta í gær.

„Ég sem þjálfari er svekktur yfir því að hafa ekki tekist að undirbúa þetta betur“
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ósáttur með hvernig sínir menn mættu til leiks gegn FH í kvöld. Eftir átta leiki án taps í deild og bikar lutu Mosfellingar loks í gras í Kaplakrika í kvöld, 38-33.

„Ef einhver á þetta skilið er það meistari Geir“
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var kátur eftir sigurinn á Aftureldingu, 38-33, í kvöld. Fyrir leikinn var mikil athöfn þegar Geir Hallsteinsson var heiðraður fyrir áratuga framlag til FH og leikmenn liðsins heiðruðu hann líka á sinn hátt, með frábærum leik og góðum sigri.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 38-33 | Heiðruðu Geir með frábærum leik
FH vann sinn sjöunda leik í Olís-deild karla í röð þegar liðið lagði Aftureldingu að velli í Kaplakrika í kvöld, 38-33. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Mosfellinga í átta deildarleikjum.

Ekki tapað í átján leikjum í röð gegn Aftureldingu
Fara þarf aftur til 28. september 2016 til að vinna síðasta sigur Aftureldingar á FH. Liðin eigast við í stórleik 13. umferðar Olís-deildar karla í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar.

FH-ingar heiðra Geir Hallsteinsson í kvöld
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður meðal þeirra sem heiðra munu Geir Hallsteinsson fyrir leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld.

Nýliðar FH tilkynna tvo nýja leikmenn
FH leikur í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð og hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. Í dag tilkynnti liðið að tveir ungir og efnilegir leikmenn hefðu samið við FH.

„Þetta var rosalega erfiður leikur“
„Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 33-31 | FH-ingar á sigursiglingu
FH hefur verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð í deild og bikar. Það var ekkert lát á sigurgöngu þeirra er þeir tóku á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld og unnu góðan þriggja marka sigur 33-30.