Innlent Skattbyrðin hefur tvöfaldast Skattbyrði öryrkja hefur aukist mjög síðasta áratuginn samkvæmt nýrri rannsókn Stefáns Ólafssonar prófessors. Skattbyrði einhleypra öryrkja hefur farið úr sjö prósentum í sautján prósent, eða rúmlega tvöfaldast, og skattbyrði öryrkja í sambúð hefur aukist um 60 prósent. Innlent 1.12.2005 16:24 Borgarráð samþykkir tilboð í Heilsuverndarstöðina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að taka tilboði verktakafyrirtækisins Mark-Húsa í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Þar með er ljóst að fyrirtækið eignast húsið. Mark-Hús buðu 980 milljónir króna í húsið, um fimmtíu milljónum meira en sá sem átti næsthæsta tilboð. Innlent 1.12.2005 15:49 Skrifað undir viljayfirlýsingu um listdanskennslu Í dag var undirrituð viljayfirlýsing milli menntamálaráðuneytis, Menntaskólans við Hamrahlíð og Dansmenntar ehf. um samstarf um listdansnám á framhaldsskólastigi. Dansmennt tekur því við hlutverki Listdansskóla Íslands sem lagður verður niður í vor. Innlent 1.12.2005 15:13 Allt að 300 prósenta munur Það munar allt að 300 prósentum á hæsta og lægsta verði bökunarvara samkvæmt verðkönnun ASÍ. Í meira en helmingi tilfella munar 50 prósentum eða meira í verði milli verslana en kannað var verð 45 vörutegunda. Í tíu tilvikum var verðmunurinn meira en 100 prósent. Innlent 1.12.2005 14:42 Þórunn Björnsdóttir fær Barnamenningarverðlaununum árið 2005 Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Skólakórs Kársness, tók við Barnamenningarverðlaununum árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn sem veðlaunin eru veitt en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veitti verðlaunin í húsakynnum fyrirtækisins fyrr í dag. Innlent 1.12.2005 12:14 Roger Moore kynnti hæsta framlag íslenskra fyrirtækja til þróunarhjálpar Þrjú íslensk stórfyrirtæki ætla að veita Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, 135 milljónir króna í styrk til þróunarhjálpar í Afríkuríkinu Gínea-Bissá. Þetta er hæsta framlag íslenskra fyrirtækja til þróunarhjálpar sem veitt hefur verið. Sir Roger Moore, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, kom hingað til lands af þessu tilefni. Innlent 1.12.2005 12:14 Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu menningarveðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 sem afhent voru í gær. Innlent 1.12.2005 08:57 Einfætt íþróttahetja á Íslandi Sarah Reinersten varð fyrsta aflimaða konan til að ljúka hinni svokölluðu Járnkalla-þríþraut í október síðastliðnum. Sarah, sem missti fótinn fyrir ofan hné á vinstri fæti þegar hún var sjö ára gömul, er stödd á Íslandi þessa vikuna. Járnkalla þríþrautin felst í því að synda fjóra km í sjó, hjóla 180 km í skóglendi og við erfiðar aðstæður og loksins að hlaupa heilt maraþon. Til að hljóta nafnbótina Járnkall verður fólk að ljúka þessu öllu á innan við 17 klukkustundum. Innlent 1.12.2005 22:54 Ekki aðgengi fyrir alla í norrænum þinghúsum Ekki er aðgengi fyrir alla í norrænu þinghúsunum samkvæmt könnun sem sem norræna samstarfsnefndin um málefni fatlaðra gerði á aðgengismálum. Í könnuninni kemur fram að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru í hjólastól að flytja ræðu í ræðustólum húsanna og þá er aðgengi fatlaðra að vefupplýsingum ekki nægilega gott. Innlent 30.11.2005 23:00 Feður tóku aðeins fjóra daga umfram sjálstæðan rétt í fyrra Feður í fæðingarorlofi í fyrra tóku aðeins að jafnaði fjóra daga af þeim þremur máðunum sem foreldrar mega skipta á milli sín samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í Staðtölum Tryggingastofnunar. Þetta þýðir að mæður taka að jafnaði sex mánuði í fæðingarorlof en þetta er svipað hlutfall og árið 2003 þegar sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs varð þrír mánuðir. Innlent 30.11.2005 22:57 Karlaráðstefna um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi Nú klukkan níu hefst Karlaráðstefna um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan er eingöngu ætluð körlum með þeirri undantekningu að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mun ávarpa ráðstefnuna og sitja hana sem verndari og heiðursgestur. Það er Árni Magnússon félagsmálaráðherra sem boðar til karlaráðstefnunnar en karlar eru hvattir til að mæta. Innlent 1.12.2005 08:55 Framtíð í nýju landi björt Framtíð í nýju landi er þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur að markmiði að aðstoða víetnömsk ungmenni á aldrinum 15 til 25 ára við að afla sér menntunar og verða virkari í íslensku samfélagi. Samkvæmt Anh-Dao Tran, verkefnisstjóra, gengur verkefnið mjög vel, en í gær var eitt ár frá því það var sett á laggirnar. Innlent 1.12.2005 23:11 Filmuvélar hættar að seljast Á tiltölulega skömmum tíma hafa stafrænar myndavélar náð yfirburðum á ljósmyndamarkaðnum á kostnað véla sem í þarf að þræða filmu. Sala á filmuvélum hefur svo að segja stöðvast. "Það er eiginlega engin sala í filmuvélum. Það eru kannski einstaka ferðamenn sem kaupa þær á sumrin," segir Ólafur Steinarssonar, framkvæmdastjóri Hans Petersen. Lífið 30.11.2005 22:20 Mokstur hafin á vegum á Vestfjörðum Í nágrenni Reykjavíkur er hálka og skafrenningur um Hellisheiði, en greiðfært um Reykjanesbraut, Suðurnes og einnig upp í Borgarnes. Á Vestfjörðum er víða hafinn mokstur á vegum, t.d um Klettsháls, Hálfdán, Dynjandis- og Hrafseyrarheiðar, Um Djúp og Steingrímsfjarðarheiði. Þá er einnig verið að hreinsa með Suðausturströndinni. Innlent 1.12.2005 07:55 Söfnun hafin fyrir Særúnu Bekkjarfélagar safna fé fyrir Særúnu Sveinsdóttur sem missti fæturna. Innlent 30.11.2005 22:20 Tollgæslan tók jólasteikurnar Innlent 30.11.2005 22:19 Kennsla í listdansi einkavædd Kennsla í listdansi verður einkavædd í haust ef áætlanir menntamálaráðuneytisins ganga eftir. Viljayfirlýsing á milli Menntaskólans í Hamrahlíð og forsvarsmanna nýs listdansskóla um greiðslu fyrir danskennslu verður undirrituð í dag. Innlent 30.11.2005 23:08 SMS fyrir 1,5 milljarða á ári Innlent 30.11.2005 22:20 Tryggir sér búlgarska Símann Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur tryggt sér yfirráð yfir búlgarska símafélaginu BTC sem er skráð í kauphöllinni í Búlgaríu. Félag í eigu Björgólfs gekk í gær frá kaupum á félagi sem átti 65 prósent í BTC. Innlent 30.11.2005 22:20 Lögregla kölluð átta sinnum út vegna búðahnupls Lögreglan í Reykjavík var köllluð átta sinnum út til að taka á búðahnupli í gær. Að sögn lögreglu kemur fólk á öllum aldri við sögu og virðist efnahagur ekki heldur skipta máli. Innlent 1.12.2005 07:16 Ekkert að hafa fyrir sálina Þingeyri við Dýrafjörð kúrir værðarlega undir gráyrjóttu Sandafellinu, þegar við Sigurður Þór Salvarsson og Gunnar V. Andrésson ökum niður af Gemlufallsheiðinni milli Önundafjarðar og Dýrafjarðar. Það er því sem næst alskýjað; hæglætisveður og drungaleg skammdegisskíman endurkastast af sléttum haffletinum. Lífið 30.11.2005 22:20 Réðst að vopnuðum þjófi og hélt föstum Innbrotsþjófur barði bíleiganda á bílastæði en var svo yfirbugaður. Vegfarendur voru seinir til aðstoðar. Innlent 30.11.2005 22:20 Karlar ræða jafnréttismál Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur boðað til karlaráðstefnu um jafnréttismál milli klukkan níu og tólf í Salnum í Kópavogi í dag. Innlent 30.11.2005 22:20 Eitt til tvö banaslys á ári "Kerfið býður ekki upp á það að haldið sé utan um vélsleðaslys því þau eiga sér engan slysaflokk," segir Kjartan Benediktsson, umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu. "Samkvæmt því sem við komumst næst, sem höfum verið að rannsaka þetta, eru þetta svona um eitt til tvö banaslys á ári ef við tökum meðaltalið af síðustu tíu árum. Innlent 30.11.2005 22:20 Frjálsar íþróttir á hærra plan Frjálsíþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal var formlega tekin á miðvikudag. Frjálsíþróttahöllin er samtengd Laugardalshöllinni og ljóst er að þar er að finna eina bestu aðstöðu til íþróttaiðkunar hér á landi. Innlent 30.11.2005 22:20 Afbrýðisamur barði mann Rúmlega tvítugur Mosfellingur var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að berja mann, sem var nýbyrjaður með fyrrum kærustu árásarmannsins. Fimm mánuðir af refsingunni voru skilorðsbundnir í þrjú ár, en maðurinn þarf að auki að greiða rúmar 360 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. Innlent 30.11.2005 22:20 Thelma er kona ársins Thelma Ásdísardóttir var í gærkvöld valin kona ársins í vali tímaritsins Nýs lífs, þegar valið fór fram í fimmtánda sinn. Í bókinni Myndin af pabba, sem Gerður Kristný skrifar, lýsir Thelma áralangri misnotkun af hendi föður hennar. Innlent 30.11.2005 22:20 Frumvarp auðveldar breytingar á RÚV Viðskiptaráðherra vill sérstök ákvæði um hlutafélög í eigu ríkisins inn í hlutafélagalög. Slík ákvæði geta breytt stöðu ríkisfyrirtækja og eru líkleg til þess að auðvelda stjórnvöldum að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Innlent 30.11.2005 22:20 Sex Íslendingar smitast á árinu Alnæmissamtökin á Íslandi halda upp á Alþjóðlega alnæmisdaginn í dag en einkunnarorð dagsins að þessu sinni eru hreinskilni og víðsýni. Sex Íslendingar hafa greinst HIV-smitaðir á landinu það sem af er þessu ári en þeim hefur farið fækkandi hin síðari ár sem greinast jákvæðir. Er það öfug þróun við það sem gerist erlendis þar sem lítilsháttar aukning hefur orðið á sama tíma. Innlent 30.11.2005 22:20 Vinna kauplaust og svelta heilu hungri Fimm brasilískir verkamenn gáfu sig fram við Trésmíðafélag Reykjavíkur í gær eftir að hafa unnið kauplaust í tvo mánuði. Magnús Guðmundsson hjá Nýgifs, fyrirtækinu þar sem mennirnir unnu, segist ekki vera þrælahaldari. Innlent 30.11.2005 22:20 « ‹ ›
Skattbyrðin hefur tvöfaldast Skattbyrði öryrkja hefur aukist mjög síðasta áratuginn samkvæmt nýrri rannsókn Stefáns Ólafssonar prófessors. Skattbyrði einhleypra öryrkja hefur farið úr sjö prósentum í sautján prósent, eða rúmlega tvöfaldast, og skattbyrði öryrkja í sambúð hefur aukist um 60 prósent. Innlent 1.12.2005 16:24
Borgarráð samþykkir tilboð í Heilsuverndarstöðina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að taka tilboði verktakafyrirtækisins Mark-Húsa í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Þar með er ljóst að fyrirtækið eignast húsið. Mark-Hús buðu 980 milljónir króna í húsið, um fimmtíu milljónum meira en sá sem átti næsthæsta tilboð. Innlent 1.12.2005 15:49
Skrifað undir viljayfirlýsingu um listdanskennslu Í dag var undirrituð viljayfirlýsing milli menntamálaráðuneytis, Menntaskólans við Hamrahlíð og Dansmenntar ehf. um samstarf um listdansnám á framhaldsskólastigi. Dansmennt tekur því við hlutverki Listdansskóla Íslands sem lagður verður niður í vor. Innlent 1.12.2005 15:13
Allt að 300 prósenta munur Það munar allt að 300 prósentum á hæsta og lægsta verði bökunarvara samkvæmt verðkönnun ASÍ. Í meira en helmingi tilfella munar 50 prósentum eða meira í verði milli verslana en kannað var verð 45 vörutegunda. Í tíu tilvikum var verðmunurinn meira en 100 prósent. Innlent 1.12.2005 14:42
Þórunn Björnsdóttir fær Barnamenningarverðlaununum árið 2005 Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Skólakórs Kársness, tók við Barnamenningarverðlaununum árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn sem veðlaunin eru veitt en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veitti verðlaunin í húsakynnum fyrirtækisins fyrr í dag. Innlent 1.12.2005 12:14
Roger Moore kynnti hæsta framlag íslenskra fyrirtækja til þróunarhjálpar Þrjú íslensk stórfyrirtæki ætla að veita Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, 135 milljónir króna í styrk til þróunarhjálpar í Afríkuríkinu Gínea-Bissá. Þetta er hæsta framlag íslenskra fyrirtækja til þróunarhjálpar sem veitt hefur verið. Sir Roger Moore, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, kom hingað til lands af þessu tilefni. Innlent 1.12.2005 12:14
Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu menningarveðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 sem afhent voru í gær. Innlent 1.12.2005 08:57
Einfætt íþróttahetja á Íslandi Sarah Reinersten varð fyrsta aflimaða konan til að ljúka hinni svokölluðu Járnkalla-þríþraut í október síðastliðnum. Sarah, sem missti fótinn fyrir ofan hné á vinstri fæti þegar hún var sjö ára gömul, er stödd á Íslandi þessa vikuna. Járnkalla þríþrautin felst í því að synda fjóra km í sjó, hjóla 180 km í skóglendi og við erfiðar aðstæður og loksins að hlaupa heilt maraþon. Til að hljóta nafnbótina Járnkall verður fólk að ljúka þessu öllu á innan við 17 klukkustundum. Innlent 1.12.2005 22:54
Ekki aðgengi fyrir alla í norrænum þinghúsum Ekki er aðgengi fyrir alla í norrænu þinghúsunum samkvæmt könnun sem sem norræna samstarfsnefndin um málefni fatlaðra gerði á aðgengismálum. Í könnuninni kemur fram að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru í hjólastól að flytja ræðu í ræðustólum húsanna og þá er aðgengi fatlaðra að vefupplýsingum ekki nægilega gott. Innlent 30.11.2005 23:00
Feður tóku aðeins fjóra daga umfram sjálstæðan rétt í fyrra Feður í fæðingarorlofi í fyrra tóku aðeins að jafnaði fjóra daga af þeim þremur máðunum sem foreldrar mega skipta á milli sín samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í Staðtölum Tryggingastofnunar. Þetta þýðir að mæður taka að jafnaði sex mánuði í fæðingarorlof en þetta er svipað hlutfall og árið 2003 þegar sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs varð þrír mánuðir. Innlent 30.11.2005 22:57
Karlaráðstefna um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi Nú klukkan níu hefst Karlaráðstefna um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan er eingöngu ætluð körlum með þeirri undantekningu að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mun ávarpa ráðstefnuna og sitja hana sem verndari og heiðursgestur. Það er Árni Magnússon félagsmálaráðherra sem boðar til karlaráðstefnunnar en karlar eru hvattir til að mæta. Innlent 1.12.2005 08:55
Framtíð í nýju landi björt Framtíð í nýju landi er þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur að markmiði að aðstoða víetnömsk ungmenni á aldrinum 15 til 25 ára við að afla sér menntunar og verða virkari í íslensku samfélagi. Samkvæmt Anh-Dao Tran, verkefnisstjóra, gengur verkefnið mjög vel, en í gær var eitt ár frá því það var sett á laggirnar. Innlent 1.12.2005 23:11
Filmuvélar hættar að seljast Á tiltölulega skömmum tíma hafa stafrænar myndavélar náð yfirburðum á ljósmyndamarkaðnum á kostnað véla sem í þarf að þræða filmu. Sala á filmuvélum hefur svo að segja stöðvast. "Það er eiginlega engin sala í filmuvélum. Það eru kannski einstaka ferðamenn sem kaupa þær á sumrin," segir Ólafur Steinarssonar, framkvæmdastjóri Hans Petersen. Lífið 30.11.2005 22:20
Mokstur hafin á vegum á Vestfjörðum Í nágrenni Reykjavíkur er hálka og skafrenningur um Hellisheiði, en greiðfært um Reykjanesbraut, Suðurnes og einnig upp í Borgarnes. Á Vestfjörðum er víða hafinn mokstur á vegum, t.d um Klettsháls, Hálfdán, Dynjandis- og Hrafseyrarheiðar, Um Djúp og Steingrímsfjarðarheiði. Þá er einnig verið að hreinsa með Suðausturströndinni. Innlent 1.12.2005 07:55
Söfnun hafin fyrir Særúnu Bekkjarfélagar safna fé fyrir Særúnu Sveinsdóttur sem missti fæturna. Innlent 30.11.2005 22:20
Kennsla í listdansi einkavædd Kennsla í listdansi verður einkavædd í haust ef áætlanir menntamálaráðuneytisins ganga eftir. Viljayfirlýsing á milli Menntaskólans í Hamrahlíð og forsvarsmanna nýs listdansskóla um greiðslu fyrir danskennslu verður undirrituð í dag. Innlent 30.11.2005 23:08
Tryggir sér búlgarska Símann Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur tryggt sér yfirráð yfir búlgarska símafélaginu BTC sem er skráð í kauphöllinni í Búlgaríu. Félag í eigu Björgólfs gekk í gær frá kaupum á félagi sem átti 65 prósent í BTC. Innlent 30.11.2005 22:20
Lögregla kölluð átta sinnum út vegna búðahnupls Lögreglan í Reykjavík var köllluð átta sinnum út til að taka á búðahnupli í gær. Að sögn lögreglu kemur fólk á öllum aldri við sögu og virðist efnahagur ekki heldur skipta máli. Innlent 1.12.2005 07:16
Ekkert að hafa fyrir sálina Þingeyri við Dýrafjörð kúrir værðarlega undir gráyrjóttu Sandafellinu, þegar við Sigurður Þór Salvarsson og Gunnar V. Andrésson ökum niður af Gemlufallsheiðinni milli Önundafjarðar og Dýrafjarðar. Það er því sem næst alskýjað; hæglætisveður og drungaleg skammdegisskíman endurkastast af sléttum haffletinum. Lífið 30.11.2005 22:20
Réðst að vopnuðum þjófi og hélt föstum Innbrotsþjófur barði bíleiganda á bílastæði en var svo yfirbugaður. Vegfarendur voru seinir til aðstoðar. Innlent 30.11.2005 22:20
Karlar ræða jafnréttismál Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur boðað til karlaráðstefnu um jafnréttismál milli klukkan níu og tólf í Salnum í Kópavogi í dag. Innlent 30.11.2005 22:20
Eitt til tvö banaslys á ári "Kerfið býður ekki upp á það að haldið sé utan um vélsleðaslys því þau eiga sér engan slysaflokk," segir Kjartan Benediktsson, umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu. "Samkvæmt því sem við komumst næst, sem höfum verið að rannsaka þetta, eru þetta svona um eitt til tvö banaslys á ári ef við tökum meðaltalið af síðustu tíu árum. Innlent 30.11.2005 22:20
Frjálsar íþróttir á hærra plan Frjálsíþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal var formlega tekin á miðvikudag. Frjálsíþróttahöllin er samtengd Laugardalshöllinni og ljóst er að þar er að finna eina bestu aðstöðu til íþróttaiðkunar hér á landi. Innlent 30.11.2005 22:20
Afbrýðisamur barði mann Rúmlega tvítugur Mosfellingur var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að berja mann, sem var nýbyrjaður með fyrrum kærustu árásarmannsins. Fimm mánuðir af refsingunni voru skilorðsbundnir í þrjú ár, en maðurinn þarf að auki að greiða rúmar 360 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. Innlent 30.11.2005 22:20
Thelma er kona ársins Thelma Ásdísardóttir var í gærkvöld valin kona ársins í vali tímaritsins Nýs lífs, þegar valið fór fram í fimmtánda sinn. Í bókinni Myndin af pabba, sem Gerður Kristný skrifar, lýsir Thelma áralangri misnotkun af hendi föður hennar. Innlent 30.11.2005 22:20
Frumvarp auðveldar breytingar á RÚV Viðskiptaráðherra vill sérstök ákvæði um hlutafélög í eigu ríkisins inn í hlutafélagalög. Slík ákvæði geta breytt stöðu ríkisfyrirtækja og eru líkleg til þess að auðvelda stjórnvöldum að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Innlent 30.11.2005 22:20
Sex Íslendingar smitast á árinu Alnæmissamtökin á Íslandi halda upp á Alþjóðlega alnæmisdaginn í dag en einkunnarorð dagsins að þessu sinni eru hreinskilni og víðsýni. Sex Íslendingar hafa greinst HIV-smitaðir á landinu það sem af er þessu ári en þeim hefur farið fækkandi hin síðari ár sem greinast jákvæðir. Er það öfug þróun við það sem gerist erlendis þar sem lítilsháttar aukning hefur orðið á sama tíma. Innlent 30.11.2005 22:20
Vinna kauplaust og svelta heilu hungri Fimm brasilískir verkamenn gáfu sig fram við Trésmíðafélag Reykjavíkur í gær eftir að hafa unnið kauplaust í tvo mánuði. Magnús Guðmundsson hjá Nýgifs, fyrirtækinu þar sem mennirnir unnu, segist ekki vera þrælahaldari. Innlent 30.11.2005 22:20
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent