Innlent

Framtíð í nýju landi björt

Framtíð í nýju landi er þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur að markmiði að aðstoða víetnömsk ungmenni á aldrinum 15 til 25 ára við að afla sér menntunar og verða virkari í íslensku samfélagi. Samkvæmt Anh-Dao Tran, verkefnisstjóra gengur verkefnið Framtíð í nýju landi mjög vel, en í gær var eitt ár frá því það var sett á laggirnar.

Í verkefninu er meðal annars leiðbeinenda-kerfi, þar sem víetnömsk ungmenni fá hver sinn leiðbeinenda sem þau hitta reglulega og aðstoðar þau við skólann og lífið. Þá veita leiðbeinendurnir krökkunum lykil að íslenskri dægurmenningu og rífur einangrun þeirra.

Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Rauða kross Íslands, félagsmála- og menntamálaráðuneyta, Alþjóðahúss og Velferðarsjóðs barna. Markmið verkefnisins er að byggja upp tengsl við ungmennin sem og að efla tengslanet þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×