Innlent

Feður tóku aðeins fjóra daga umfram sjálstæðan rétt í fyrra

Feður í fæðingarorlofi í fyrra tóku aðeins að jafnaði fjóra daga af þeim þremur máðunum sem foreldrar mega skipta á milli sín samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í Staðtölum Tryggingastofnunar. Þetta þýðir að mæður taka að jafnaði sex mánuði í fæðingarorlof en þetta er svipað hlutfall og árið 2003 þegar sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs varð þrír mánuðir. Útgjöld vegna fæðingarorlofs jukust um 19 prósent á milli áranna 2003 og 2004 en þau námu alls 6,6 milljörðum króna á síðasta ári. Konur fengu greidda 3,7 milljarða en karlar 2,9.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×