Innlent

Skrifað undir viljayfirlýsingu um listdanskennslu

Í dag var undirrituð viljayfirlýsing milli menntamálaráðuneytis, Menntaskólans við Hamrahlíð og Dansmenntar ehf. um samstarf um listdansnámá framhaldsskólastigi.Dansmennt tekur því við hlutverki Listdansskóla Íslands sem lagður verður niður í vor. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir aðMenntaskólinn við Hamrahlíð munifrá upphafinæstaskólaárs bjóða nám álistnámsbraut til stúdentsprófs.

Menntaskólinn mun gera þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi skóla á sviði listdansnáms um að þeir annist kennslu nemenda samkvæmt námskrá. Einnig mun menntamálaráðuneytið beita sér fyrir því að aðrir skólar á framhaldsskólastigi geti boðið áfanga í listdansi ívali og er það stefna ráðuneytisins að þeir skólar, sem það gera, muni gera þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi skóla um kennslu samkvæmt námskrá.

Dansmennt ehf. mun starfrækja skólann í núverandi húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi og hefur gert um það samkomulag við eiganda húsnæðisins. Að félaginu standa starfsmenn við Listdansskóla Íslands , þær Ástrós Gunnarsdóttir og Lauren Hauser . Í tilkynningunni kemur fram að Dansmennt ehf. hyggist bjóða kennurum við Listdansskóla Íslands störf við skólann eftir því sem rekstrarlegar forsendur leyfa.

Menntamálaráðuneytið mun gera sérstakan samning til þriggja ára við Dansmennt ehf. um námsframboð til að tryggja að námsframvindu þeirra sem nústunda nám við Listdansskóla Íslands verði ekki raskað og að boðið verði upp á nám við hæfi fyrir nemendur skólans á framhaldsskólastigi.

Þá segir enn fremur í tilkynningunni að þeir aðilar sem að viljayfirlýsingunni standihyggist vinna saman ásamt foreldrum barna sem leggja stund á listnám, sem og öðrum þeim sem viljatryggja að í boði sé metnaðarfullt nám í listdansi og sinna uppbygginguþess af kostgæfni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×