Innlent

Einfætt íþróttahetja á Íslandi

Sarah Reinersten varð fyrsta aflimaða konan til að ljúka hinni svokölluðu Járnkalla-þríþraut í október síðastliðnum. Sarah, sem missti fótinn fyrir ofan hné á vinstri fæti þegar hún var sjö ára gömul, er stödd á Íslandi þessa vikuna.

Járnkalla þríþrautin felst í því að synda fjóra km í sjó, hjóla 180 km í skóglendi og við erfiðar aðstæður og loksins að hlaupa heilt maraþon. Til að hljóta nafnbótina Járnkall verður fólk að ljúka þessu öllu á innan við 17 klukkustundum.

Sarah lauk hlaupinu á rúmum 15 klukkustundum.

Sarah hefur nýtt sér reynslu sína og hjálpað fötluðum börnum og unglingum, styrkt sjálfsímynd þeirra og hvatt þá til þátttöku í íþróttum. Í vikunni hefur hún meðal annars hitt börn sem æfa með íþróttasambandi fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×