Innlent

Þórunn Björnsdóttir fær Barnamenningarverðlaununum árið 2005

Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Skólakórs Kársness, tók við Barnamenningarverðlaununum árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn sem veðlaunin eru veitt en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veitti verðlaunin í húsakynnum fyrirtækisins fyrr í dag. Með verðlaununum vill Velferðarsjóður barna þakka Þórunni fyrir hennar góða framlag til barnamenningar á Íslandi en hún fagnaði 30 ára starfsafmæli fyrr í haust.

Þá voru einnig veittir styrkir alls að verðmæti fjórar milljónir króna. Styrkirnir féllu í hlut Skákfélagsins Hróksins, Íslenskuskólans á Netinu, Bugl- Barna-og unglingageðdeild Landspítalans, og Hjálparstarfs Kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×