Ekkert að hafa fyrir sálina 1. desember 2005 07:00 Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkjunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegn um spjallþætti útvarpsstöðvanna. Þingeyri við Dýrafjörð kúrir værðarlega undir gráyrjóttu Sandafellinu, þegar við Sigurður Þór Salvarsson og Gunnar V. Andrésson ökum niður af Gemlufallsheiðinni milli Önundafjarðar og Dýrafjarðar. Það er því sem næst alskýjað; hæglætisveður og drungaleg skammdegisskíman endurkastast af sléttum haffletinum. Dýrafjörðurinn er hvítur yfir að líta, þó ekki alhvítur, það er frekar snjólétt; fjöll engu að síður fannbarin hið efra. Kaldbakur gnæfir yfir til suðurs en í vestri stendur Mýrafellið stakt einsog útvörður fjarðarins. Við brúna yfir fjörðinn á móts við Ketileyri hópar sig æðarfugl í straumkastinu. Fjarðargata verður Hafnarstræti Þorpið á Þingeyri er langt og mjótt; teygir sig frá eyrinni sjálfri þar sem sagan segir að Dýrafjarðarþing hafi verið haldið til forna og út með Sandafellinu til austurs. Fjarðargata er lengsta gatan; svo löng að það þarf tvö nöfn á hana, nafnið breytist í Hafnarstræti þegar komið er niður á eyrina. Nýsteiktar kleinur Við ætlum að heilsa upp á eina af þekktustu dætrum Þingeyrar; Vögnu Sólveigu Vagnsdóttur, sem er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjómálaumræðunnar gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna. Það er ekki þrautalaust að finna húsið hennar; Þingeyrarbúar eru sparir á húsnúmer einsog gerist víða á landinu. Það hefst að lokum og Sólveig tekur á móti okkur af íslenskum rausnarskap; kaffi og nýsteiktar kleinur á borðum og brauð með hangiketi aukinheldur. Húsfreyja gerir lítið úr góðgerðunum; snertir varla á þeim sjálf, nýtur þess frekar að sjá gestina gera sér þær að góðu. Utan við gluggann eru börn að leik; reyna að renna sér á sleða en það gengur hálfbrösuglega vegna snjóleysis. Hér og hvar er búið að hengja upp jólaljós. Fiskvinna í fimmtíu ár Sólveig hefur búið á Þingeyri síðan hún var tvítug en hún stendur á sjötugu. Og lengst af vann hún í fiskvinnslu. Nú er hún komin á eftirlaun og dagarnir líða hægt. "Það er rólegt og gott að búa hérna, en það er ekkert að hafa fyrir sálina", segir hún og hlær íbyggin á svip. Röddin er hrjúf. Hún segir meðalaldur íbúanna háan. "Þetta er svo mikið sextíu ára og eldra", segir hún með hægð. "Þess vegna er svona lítð gert fyrir Þingeyri", bætir hún við, "þetta er ónýtt fólk", og nú ískrar í henni hláturinn. Hún talar umbúðalaust; er hress og kát og sér iðulega spaugilegu hliðar hlutanna. "Ég segi það sem mér finnst", segir hún ákveðin. "Mér er nákvæmlega hver á í hlut, ef ég tel mig hafa rétt fyrir mér. Og það má líka segja hvað sem er við mig á móti, ég ræð því hvað ég tek inn á mig". Beinagrindin ein eftir Þingeyri sameinaðist byggðarlögum norðan Dýrafjarðar fyrir nokkrum árum undir nafni Ísafjarðarbæjar. Sólveig segist ekki hafa stutt sameiningu og að margir sjái nú eftir þvi að hafa samþykkt þetta. "Það er bara búið að éta allt utan af beinagrindinni", segir hún hispurslaust. "Frá því göngin komu og sameiningin varð, að þá er bara ekkert eftir, hvert einasta starf farið til Ísafjarðar. Göngin liggja bara í norður ... ekki suður", segir hún fastmælt. Og sem dæmi um það hvernig þjónusta hefur minnkað með árunum nefnir hún læknisþjónustuna. "Það kemur hér læknir frá Flateyri eða Ísafirði tvisvar í viku og þú verður eiginlega að panta tíma viku eða hálfum mánuði áður en þú veikist", segir hún sposk á svip og skellir svo upp úr. Listakona í höndunum Þegar Sólveig hætti að vinna í frystihúsinu var hún ekki tilbúin að setjast í helgan stein. Hún fór að dunda við að móta styttur af alls kyns fígúrum og hlutum í leir og fæst líka við að skera úr andlit í fjalir og spýtur auk þess sem hún saumar út. "Ég sit ekki iðjulaus og læt mér leiðast", segir hún og það hnussar í henni. Allt ber þetta góðu handverki vott og Sólveig hefur af og til brugðið sér suður til að sýna og selja. Mest segist hún þó gera þetta til gjafa. "Þetta er fínt í jólagjafir", segir hún og handfjatlar gripina sína af varúð. Langar að fara Sólveig kemur úr stórum systkinahóp og þær eru enn fjórar systurnar sem búa á Þingeyri og nokkur barna þeirra líka. Og svo gæti farið að Sólveig og hennar börn færu burt einsog svo margir á undan þeim. "Okkur langar til að fara en hvað verður úr því veit ég ekki", segir hún og horfir fjarrænum augum útum gluggann. Innlent Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Þingeyri við Dýrafjörð kúrir værðarlega undir gráyrjóttu Sandafellinu, þegar við Sigurður Þór Salvarsson og Gunnar V. Andrésson ökum niður af Gemlufallsheiðinni milli Önundafjarðar og Dýrafjarðar. Það er því sem næst alskýjað; hæglætisveður og drungaleg skammdegisskíman endurkastast af sléttum haffletinum. Dýrafjörðurinn er hvítur yfir að líta, þó ekki alhvítur, það er frekar snjólétt; fjöll engu að síður fannbarin hið efra. Kaldbakur gnæfir yfir til suðurs en í vestri stendur Mýrafellið stakt einsog útvörður fjarðarins. Við brúna yfir fjörðinn á móts við Ketileyri hópar sig æðarfugl í straumkastinu. Fjarðargata verður Hafnarstræti Þorpið á Þingeyri er langt og mjótt; teygir sig frá eyrinni sjálfri þar sem sagan segir að Dýrafjarðarþing hafi verið haldið til forna og út með Sandafellinu til austurs. Fjarðargata er lengsta gatan; svo löng að það þarf tvö nöfn á hana, nafnið breytist í Hafnarstræti þegar komið er niður á eyrina. Nýsteiktar kleinur Við ætlum að heilsa upp á eina af þekktustu dætrum Þingeyrar; Vögnu Sólveigu Vagnsdóttur, sem er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjómálaumræðunnar gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna. Það er ekki þrautalaust að finna húsið hennar; Þingeyrarbúar eru sparir á húsnúmer einsog gerist víða á landinu. Það hefst að lokum og Sólveig tekur á móti okkur af íslenskum rausnarskap; kaffi og nýsteiktar kleinur á borðum og brauð með hangiketi aukinheldur. Húsfreyja gerir lítið úr góðgerðunum; snertir varla á þeim sjálf, nýtur þess frekar að sjá gestina gera sér þær að góðu. Utan við gluggann eru börn að leik; reyna að renna sér á sleða en það gengur hálfbrösuglega vegna snjóleysis. Hér og hvar er búið að hengja upp jólaljós. Fiskvinna í fimmtíu ár Sólveig hefur búið á Þingeyri síðan hún var tvítug en hún stendur á sjötugu. Og lengst af vann hún í fiskvinnslu. Nú er hún komin á eftirlaun og dagarnir líða hægt. "Það er rólegt og gott að búa hérna, en það er ekkert að hafa fyrir sálina", segir hún og hlær íbyggin á svip. Röddin er hrjúf. Hún segir meðalaldur íbúanna háan. "Þetta er svo mikið sextíu ára og eldra", segir hún með hægð. "Þess vegna er svona lítð gert fyrir Þingeyri", bætir hún við, "þetta er ónýtt fólk", og nú ískrar í henni hláturinn. Hún talar umbúðalaust; er hress og kát og sér iðulega spaugilegu hliðar hlutanna. "Ég segi það sem mér finnst", segir hún ákveðin. "Mér er nákvæmlega hver á í hlut, ef ég tel mig hafa rétt fyrir mér. Og það má líka segja hvað sem er við mig á móti, ég ræð því hvað ég tek inn á mig". Beinagrindin ein eftir Þingeyri sameinaðist byggðarlögum norðan Dýrafjarðar fyrir nokkrum árum undir nafni Ísafjarðarbæjar. Sólveig segist ekki hafa stutt sameiningu og að margir sjái nú eftir þvi að hafa samþykkt þetta. "Það er bara búið að éta allt utan af beinagrindinni", segir hún hispurslaust. "Frá því göngin komu og sameiningin varð, að þá er bara ekkert eftir, hvert einasta starf farið til Ísafjarðar. Göngin liggja bara í norður ... ekki suður", segir hún fastmælt. Og sem dæmi um það hvernig þjónusta hefur minnkað með árunum nefnir hún læknisþjónustuna. "Það kemur hér læknir frá Flateyri eða Ísafirði tvisvar í viku og þú verður eiginlega að panta tíma viku eða hálfum mánuði áður en þú veikist", segir hún sposk á svip og skellir svo upp úr. Listakona í höndunum Þegar Sólveig hætti að vinna í frystihúsinu var hún ekki tilbúin að setjast í helgan stein. Hún fór að dunda við að móta styttur af alls kyns fígúrum og hlutum í leir og fæst líka við að skera úr andlit í fjalir og spýtur auk þess sem hún saumar út. "Ég sit ekki iðjulaus og læt mér leiðast", segir hún og það hnussar í henni. Allt ber þetta góðu handverki vott og Sólveig hefur af og til brugðið sér suður til að sýna og selja. Mest segist hún þó gera þetta til gjafa. "Þetta er fínt í jólagjafir", segir hún og handfjatlar gripina sína af varúð. Langar að fara Sólveig kemur úr stórum systkinahóp og þær eru enn fjórar systurnar sem búa á Þingeyri og nokkur barna þeirra líka. Og svo gæti farið að Sólveig og hennar börn færu burt einsog svo margir á undan þeim. "Okkur langar til að fara en hvað verður úr því veit ég ekki", segir hún og horfir fjarrænum augum útum gluggann.
Innlent Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira