Næturlíf

Fréttamynd

Ís­lenskur bar á alþjóðlegum topplista

Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga

Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss.

Innlent
Fréttamynd

500 megi koma saman og opnunar­­tími skemmti­­staða lengist

Sótt­varna­læknir leggur til tals­verðar til­slakanir á öllum sam­komu­tak­mörkunum innan­lands í minnis­blaði sem hann skilaði til heil­brigðis­ráð­herra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitinga­staðir fái að hafa opið lengur.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stöðva slagsmál í bænum en var skorinn

Lögreglunni barst í nótt tilkynning um líkamsárás í miðbænum þar sem maður hlaut áverka á hendi eftir eggvopn. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sagðist hafa fengið áverkana við að stöðva slagsmál tveggja manna sem hann þekkti ekki.

Innlent
Fréttamynd

Þrír réðust á einn og rændu hann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þrír einstaklingar réðust þar á mann, veittu honum áverka og rændu hann. Í dagbók lögreglu segir að málið sé til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Kona skölluð og henni hrint á stigaganginum

Ráðist var á konu á stigagangi við heimili hennar í Laugardalnum skömmu eftir miðnætti í nótt. Henni var hrint og hún skölluð í andlitið svo gleraugu hennar brotnuðu og hún fékk áverka í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Gert ómögulegt að ljúga til um aldur með nýrri tækni

Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni.

Innlent
Fréttamynd

Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga

Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka.

Innlent
Fréttamynd

CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna.

Innlent
Fréttamynd

Leita leiða til að hafa opið lengur í bænum

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra fundaði í dag með Sam­tökum fyrir­tækja í veitinga­rekstri (SVEIT), sem hafa lýst yfir mikilli ó­á­nægju með fram­tíðar­sýn sótt­varna­læknis. Hún ætlar að ræða hugmyndir að lausnum við ríkisstjórnina sem komu fram á fundinum til að hafa opið lengur í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Kári: Ekkert fokking væl

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, telur að það verði ekki um­flúið að halda svipuðum sam­komu­tak­mörkunum og nú eru í gildi næstu eitt til tvö árin. Hann er bjart­sýnn á að þjóðin haldi á­fram að tækla verk­efnið af krafti þó ­ljóst sé að það sé orðið ör­lítið lengra en menn höfðu vonast til í upp­hafi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“

Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veittu sautján ára stút eftirför

Lögregluþjónar veittu bíl eftirför í nótt eftir að ökumaður hans neitaði að stöðva við merkjagjöf. Bílnum var ekið á miklum hraða á undan lögreglu og fór ökumaðurinn meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.