Hver er Endakallinn frá Ibiza? Jón Þór Stefánsson skrifar 8. ágúst 2025 13:00 Hárgreiðsla Endakallsins hefur vakið sérstaka athygli. Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið. Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times. Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times.
Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira