Hver er Endakallinn frá Ibiza? Jón Þór Stefánsson skrifar 8. ágúst 2025 13:00 Hárgreiðsla Endakallsins hefur vakið sérstaka athygli. Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið. Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times. Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times.
Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira