Utanríkismál Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins, hefur verið kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni. Ég geri það með auðmýkt og virðingu fyrir þessari merku stofnun,“ segir hann. Innlent 26.1.2026 14:49 „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ „Þetta er vonandi tímabundið ástand í Bandaríkjunum og við þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg. Og það er gömul saga og ný hvernig á að umgangast slíka. Alltaf er viss hætta á því að meðvirkni láti á sér kræla og allir fari að tipla á tánum í kringum hann.“ Innlent 26.1.2026 00:47 Selenskí undir miklum þrýstingi Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa. Innlent 23.1.2026 19:02 Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ávarpar í dag mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna á sérstökum aukafundi. Hann er haldinn að frumkvæði Íslendinga og verður fjallað um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran og mótmælin þar í landi undanfarnar vikur. Erlent 23.1.2026 13:02 Kom ekki á teppið Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins. Innlent 22.1.2026 22:24 Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Of snemmt er að segja til um hvort viðræður Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra NATO séu jákvætt skref í samskiptum Bandaríkjanna við Danmörku og Grænland á meðan lítið er vitað um innihald rammasamkomulagsins, að sögn utanríkisráðherra. Innlent 22.1.2026 18:09 Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum. Forsætisráðuneytið segir unnið að starfsáætlun vegna ársins 2026. Innlent 21.1.2026 19:29 „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru, hundskammar Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og sakar um aldursfordóma. Innlent 20.1.2026 16:20 Heitt í hamsi vegna Grænlands Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. Innlent 20.1.2026 15:00 Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Umræða um breytt öryggisumhverfi á norðurslóðum hefur verið áberandi undanfarið. Nú hefur þessi umræða tekið á sig afar óþægilega mynd fyrir fullvalda, en varnarlaust, smáríki í norðurhöfum. Skoðun 20.1.2026 13:00 Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á sérstökum aukafundi að frumkvæði Íslands til að fjalla um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran í kjölfar víðtækra mótmæla í landinu undanfarið. Innlent 20.1.2026 11:41 Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni „Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“ Erlent 18.1.2026 14:03 Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna gagnvart Íslandi, en sá vakti hörð viðbrögð þegar hann gantaðist með að Ísland gæti orðið 52. ríki Bandaríkjanna á eftir Grænlandi. Innlent 15.1.2026 22:57 Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Innlent 15.1.2026 17:04 Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Vestræn samvinna og heimsskipanin sjálf yrði fyrir gífurlegum áhrifum ef Bandaríkjamenn tækju Grænland með hervaldi, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta. Hann gerir lítið úr mögulegri ógn af Kína og Rússlandi á norðurslóðum í viðtali við bandarískan fjölmiðil. Erlent 15.1.2026 10:35 Samvinna, en ekki einangrun Í dag blasir við okkur allt önnur heimsmynd en fyrir aðeins örfáum árum síðan. Við lifum á tímum skjótra breytinga og mikillar óvissu. Skoðun 14.1.2026 10:00 Ísland á krossgötum Í umræðunni um áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi hefur ráðamönnum hvaðanæva að verið tíðrætt um nauðsyn og rétt þjóða til að verja lýðræðið, menningu, tungu og gildi sín. Skoðun 12.1.2026 08:17 Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt. Innlent 11.1.2026 20:00 „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. Innlent 11.1.2026 16:33 Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur á móti Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hann stoppar stutt á flugvellinum á leið vestur um haf, þar sem hann á fund með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Innlent 10.1.2026 15:55 Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. Innlent 10.1.2026 09:45 Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Bandaríkin hafa burði til að innlima Grænland ætli þau sér það að mati fyrrverandi utanríkisráðherra. Prófessor í stjórnmálafræði tekur undir það og segir ólíklegt að Evrópa muni fórna NATO fyrir Grænland. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um Grænland hafi þegar haft það í för með sér að fleiri Íslendingar horfi í átt að Evrópusambandinu. Erlent 8.1.2026 20:34 Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Í kjölfar árásar Bandaríkjanna á Venesúela og orðræðu bandarískra leiðtoga um yfirtöku Grænlands hefur Alþjóðamálastofnun HÍ í samstarfi við Stjórnmálafræðideild skólans og Félag stjórnmálafræðinga boðað til pallborðsumræðna um þá spennu sem nú virðist vera að ná hámarki í alþjóðakerfinu. Innlent 8.1.2026 11:30 Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Innlent 6.1.2026 14:29 Öryggi Íslands hefur aldrei hvílt á alþjóðalögum einum saman Smáríki eiga vissulega mikið undir því að reglur séu virtar – en þau eiga ekki allt undir því. Smáríki eiga einnig mikið undir bandalögum við önnur ríki, eigin trúverðugleika, fyrirsjáanlegri hegðun, vel ígrunduðum yfirlýsingum ráðamanna og skýrri stefnumörkun. Umræðan 6.1.2026 13:55 Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6.1.2026 11:02 Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55 „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. Erlent 5.1.2026 21:57 „Það mun reyna á okkur hér“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Innlent 5.1.2026 15:10 Venesúela og sögulegu fordæmin Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið. Umræðan 5.1.2026 14:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 51 ›
Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins, hefur verið kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni. Ég geri það með auðmýkt og virðingu fyrir þessari merku stofnun,“ segir hann. Innlent 26.1.2026 14:49
„Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ „Þetta er vonandi tímabundið ástand í Bandaríkjunum og við þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg. Og það er gömul saga og ný hvernig á að umgangast slíka. Alltaf er viss hætta á því að meðvirkni láti á sér kræla og allir fari að tipla á tánum í kringum hann.“ Innlent 26.1.2026 00:47
Selenskí undir miklum þrýstingi Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa. Innlent 23.1.2026 19:02
Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ávarpar í dag mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna á sérstökum aukafundi. Hann er haldinn að frumkvæði Íslendinga og verður fjallað um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran og mótmælin þar í landi undanfarnar vikur. Erlent 23.1.2026 13:02
Kom ekki á teppið Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins. Innlent 22.1.2026 22:24
Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Of snemmt er að segja til um hvort viðræður Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra NATO séu jákvætt skref í samskiptum Bandaríkjanna við Danmörku og Grænland á meðan lítið er vitað um innihald rammasamkomulagsins, að sögn utanríkisráðherra. Innlent 22.1.2026 18:09
Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum. Forsætisráðuneytið segir unnið að starfsáætlun vegna ársins 2026. Innlent 21.1.2026 19:29
„Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru, hundskammar Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og sakar um aldursfordóma. Innlent 20.1.2026 16:20
Heitt í hamsi vegna Grænlands Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. Innlent 20.1.2026 15:00
Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Umræða um breytt öryggisumhverfi á norðurslóðum hefur verið áberandi undanfarið. Nú hefur þessi umræða tekið á sig afar óþægilega mynd fyrir fullvalda, en varnarlaust, smáríki í norðurhöfum. Skoðun 20.1.2026 13:00
Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á sérstökum aukafundi að frumkvæði Íslands til að fjalla um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran í kjölfar víðtækra mótmæla í landinu undanfarið. Innlent 20.1.2026 11:41
Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni „Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“ Erlent 18.1.2026 14:03
Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna gagnvart Íslandi, en sá vakti hörð viðbrögð þegar hann gantaðist með að Ísland gæti orðið 52. ríki Bandaríkjanna á eftir Grænlandi. Innlent 15.1.2026 22:57
Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Innlent 15.1.2026 17:04
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Vestræn samvinna og heimsskipanin sjálf yrði fyrir gífurlegum áhrifum ef Bandaríkjamenn tækju Grænland með hervaldi, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta. Hann gerir lítið úr mögulegri ógn af Kína og Rússlandi á norðurslóðum í viðtali við bandarískan fjölmiðil. Erlent 15.1.2026 10:35
Samvinna, en ekki einangrun Í dag blasir við okkur allt önnur heimsmynd en fyrir aðeins örfáum árum síðan. Við lifum á tímum skjótra breytinga og mikillar óvissu. Skoðun 14.1.2026 10:00
Ísland á krossgötum Í umræðunni um áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi hefur ráðamönnum hvaðanæva að verið tíðrætt um nauðsyn og rétt þjóða til að verja lýðræðið, menningu, tungu og gildi sín. Skoðun 12.1.2026 08:17
Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt. Innlent 11.1.2026 20:00
„Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. Innlent 11.1.2026 16:33
Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur á móti Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hann stoppar stutt á flugvellinum á leið vestur um haf, þar sem hann á fund með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Innlent 10.1.2026 15:55
Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. Innlent 10.1.2026 09:45
Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Bandaríkin hafa burði til að innlima Grænland ætli þau sér það að mati fyrrverandi utanríkisráðherra. Prófessor í stjórnmálafræði tekur undir það og segir ólíklegt að Evrópa muni fórna NATO fyrir Grænland. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um Grænland hafi þegar haft það í för með sér að fleiri Íslendingar horfi í átt að Evrópusambandinu. Erlent 8.1.2026 20:34
Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Í kjölfar árásar Bandaríkjanna á Venesúela og orðræðu bandarískra leiðtoga um yfirtöku Grænlands hefur Alþjóðamálastofnun HÍ í samstarfi við Stjórnmálafræðideild skólans og Félag stjórnmálafræðinga boðað til pallborðsumræðna um þá spennu sem nú virðist vera að ná hámarki í alþjóðakerfinu. Innlent 8.1.2026 11:30
Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Innlent 6.1.2026 14:29
Öryggi Íslands hefur aldrei hvílt á alþjóðalögum einum saman Smáríki eiga vissulega mikið undir því að reglur séu virtar – en þau eiga ekki allt undir því. Smáríki eiga einnig mikið undir bandalögum við önnur ríki, eigin trúverðugleika, fyrirsjáanlegri hegðun, vel ígrunduðum yfirlýsingum ráðamanna og skýrri stefnumörkun. Umræðan 6.1.2026 13:55
Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6.1.2026 11:02
Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55
„Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. Erlent 5.1.2026 21:57
„Það mun reyna á okkur hér“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Innlent 5.1.2026 15:10
Venesúela og sögulegu fordæmin Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið. Umræðan 5.1.2026 14:18