Désirée prinsessa látin Prinsessan Désirée Elisabeth Sibylla, Silfverschiöld-barónessa og eldri systir Karls Gústafs XVI Svíakonungs, lést miðvikudaginn 21. janúar 2026, 87 ára að aldri. Lífið 21.1.2026 12:25
Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sænska lögreglan hafði afskipti af þremur íslenskum karlmönnum fyrir drykkjulæti í Kristianstad í Svíþjóð á laugardaginn var. Mennirnir voru í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir en voru síðan látnir lausir. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Kristianstad í samtali við Vísi. Innlent 20.1.2026 09:10
Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sænski herinn verður með viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í febrúar og mars til að sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Jas 39 Gripen-orrustuþotur verða ræstar út í verkefnið. Innlent 19.1.2026 22:35
Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili mun taka við rekstri Lindex á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður tilkynnt um nýjan rekstraraðila á morgun. Viðskipti innlent 8. janúar 2026 14:44
Lindex lokað á Íslandi Öllum verslunum Lindex verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex, segir engan missa vinnuna við þessi tímamót og að það séu í gangi viðræður um þau verslunarrými sem Lindex hefur verið rekið í. Viðskipti innlent 8. janúar 2026 12:54
Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Katja Nyberg, þingkona Svíþjóðardemókrata, var handtekin fyrir ölvunarakstur á milli jóla og nýárs. Í frétt Aftenposten segir að við líkamsleit hafi lögregla fundið poka og að grunur liggi á að í honum hafi verið kókaín. Ökuskírteini hennar hefur verið gert upptækt. Erlent 8. janúar 2026 11:29
Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. Erlent 6. janúar 2026 12:19
Þrír létust í óveðrinu Þrír eru látnir eftir að stormurinn Jóhannes reið yfir Svíþjóð í gær. Þúsundir eru án rafmagns og samgöngutruflanir eru víða. Erlent 28. desember 2025 11:17
Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Einn er látinn vegna mikils óveðurs sem geisar nú um Svíþjóð og Noreg. Maðurinn mun hafa verið við skíðasvæðið í Kungsberget, nálægt sænska bænum Sandviken. Erlent 27. desember 2025 18:49
Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu. Erlent 21. desember 2025 13:58
Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð hyggst ekki taka upp rannsóknina á morðinu á Olof Palme að nýju. Á sama tíma segir ríkissaksóknari að rannsókninni hafi verið ábótavant og að ekki hafi verið rétt árið 2020 að benda á Stig Engström, hinn svokallaða Skandia-mann, sem morðingja forsætisráðherrans fyrrverandi. Erlent 18. desember 2025 08:51
Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Tólf ára drengur er grunaður um að hafa skotið ungan mann til bana í sænsku borginni Malmö á föstudag. Drengurinn er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda. Erlent 16. desember 2025 13:21
Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Með nýrri tækni verður auðveldara að senda beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum barna og unglinga. Þetta er slæm þróun að meti þeirra sem ráða í sænsku íþróttalífi. Sport 11. desember 2025 06:32
Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að rekja má rútuslys sem varð í Stokkhólmi í nóvember til veikinda bílstjórans. Þrír létust þegar rútu var ekið á biðskýli í höfuðborginni en bílstjórinn var á sínum tíma handtekinn vegna málsins. Erlent 9. desember 2025 07:42
Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar. Innlent 8. desember 2025 12:00
Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Innlent 7. desember 2025 14:02
Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ „Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify. Innlent 6. desember 2025 12:39
Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason íhugar næstu skref eftir fall liðs hans Norrköping niður um deild í Svíþjóð. Stuðningsmenn kveiktu í heimavellinum eftir fallið. Fótbolti 3. desember 2025 09:00
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Ágúst Örn Helgason keppir í nýjustu seríu sænska Survivor. Tökurnar í Filippseyjum reyndu á líkamlega og horaðist Ágúst um tólf kíló. Pínan setti í samhengi hvað Ágúst elskar heitt unnustu sína, vinnu og heimili. Hann keppti fyrir tveimur árum í ástarþáttunum Married at First Sight og er því tvöföld raunveruleikastjarna í Svíþjóð. Lífið 3. desember 2025 07:03
A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Unglingasveitin Abba Teens, sem hefur kallað sig A-Teens í seinni tíð, mun taka þátt í Melodifestvalen, undankeppni sænska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision, á næsta ári. Auk hennar eru meðal annars tveir fyrrverandi sigurvegarar Melodifestivalen á meðal þátttakenda. Lífið 2. desember 2025 11:31
Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Forsvarsmenn sænsku bifreiðaframleiðendanna Volvo og Polestar hvetja yfirvöld í Brussel til að standa við bann gegn framleiðslu bensín- og dísil bíla, sem á að taka gildi 2035. Erlent 2. desember 2025 08:40
Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum. Erlent 27. nóvember 2025 11:08
Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision 23 ára sænskur karlmaður að nafni Alexander Holmberg hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í Lúxemborg fyrir að leggja á ráðin um að framkvæma hryðjuverk á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í Hollandi árið 2020. Erlent 27. nóvember 2025 10:41
Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Erlent 22. nóvember 2025 17:28