Noregur

Fréttamynd

Fimm­tán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki á­frýjað

Fimmtán daga skilorðsbundnum fangelsisdómi norska frjálsíþróttaþjálfarans og fjölskylduföðurins Gjert Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað af saksóknara, þrátt fyrir að upphaflega hafi hann farið fram á tveggja og hálfs árs fangelsi.

Sport
Fréttamynd

Sá sem réðst á Ingunni á­frýjar til hæsta­réttar

Norski nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Óslóarháskóla, nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar hefur ákveðið að áfrýja 7,5 ára fangelsisdómi sem hann hefur hlotið fyrir árásina. Hann áfrýjar dóminum aðallega hvað varðar réttarúrræði sem að óbreyttu mun heimila yfirvöldum að halda honum á bak við lás og slá eftir að hann afplánar dóminn.

Innlent
Fréttamynd

Kona látin eftir stunguárás í Noregi

Kona lést eftir að hafa verið stungin úti á götu í morgun í bænum Hønefoss í Noregi. Karlmaður sem grunaður er um verknaðinn hefur verið handtekinn, en lögreglan skaut hann í lærið við handtökuna. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir morð.

Erlent
Fréttamynd

Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn

Hin norska Eva Fretheim hlýtur Glerlykilinn, verðlaun fyrir bestu norrænu glæpasöguna, í ár fyrir glæpasögu sína Fuglekongen, eða Glókollinn. 

Menning
Fréttamynd

Aftur logar eldur í Læradal

Eldar loga í miðbæ Læradals í Sogn- og Firðafylki í Noregi. Minnst fjögur hús hafa orðið eldinum að bráð og slökkviliðið hefur ekki stjórn á honum. Tíu ár eru liðin síðan allt að 30 hús í bænum brunnu til kaldra kola og 52 voru lagðir inn á sjúkrahús.

Erlent
Fréttamynd

Ríkið keypti nýjan sendi­herra­bú­stað á 750 milljónir

Íslenska ríkið hefur fest kaup á nýjum sendiherrabústað í Noregi. Fyrir valinu varð 363 fermetra íbúð í dýru hverfi í miðbæ Óslóar við höfnina, og nam kaupverðið 59,8 milljónum norskra króna, sem samsvara tæplega 754 milljónum íslenskra miðað við gengi dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Flytur til Sydney

Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa hyggst leggja land undir fót og hefja nám við Háskólann í Sydney í Ástralíu í haust.

Lífið
Fréttamynd

Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju

Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka.

Erlent
Fréttamynd

Norð­menn þurfa að taka til­lit til lofts­lagsáhrifa olíu­vinnslunar

Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu og gasi telst til umhverfisáhrifa olíu- og gasframleiðslu Norðmanna, að mati EFTA-dómstólsins. Norskur dómstóll óskaði eftir álitinu vegna máls sem náttúruverndarsamtök höfðuðu vegna fyrirhugaðrar jarðefnaeldsneytisvinnslu í Norðursjó.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja stjórn­völd í Ís­rael til að breyta stefnu sinni tafar­laust

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið eignast hlut í Norwegian

Norska ríkið mun eignast hlut í norska flugfélaginu Norwegian og mun fara með 6,37% hlutafjár í félaginu þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. Í heimsfaraldri covid-19 veitti ríkið flugfélaginu neyðarlán en í stað þess að félagið greiði lánið til baka að fullu fær ríkið hlut í fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kín­verskir verk­takar fá ekki að bora skipagöng í Noregi

Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu.

Erlent
Fréttamynd

Skipu­lögð brota­starf­semi er komin til að vera

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera.

Innlent