Brasilía

Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára
Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið.

Fann tvo unga drengi sem hafði verið leitað í mánuð í Amason
Tveir ungir drengir af frumbyggjaættum eru komnir í leitirnar eftir að þeirra hafði verið leitað í fjórar vikur í regnskógum Amasón í Brasilíu. Það var skógarhöggsmaður sem fann drengina fyrir tilviljun á þriðjudag og hafa þeir nú verið fluttir á sjúkrahús.

186 lík fundist í Petrópolis
Viku eftir að flóð og skriðuföll lögðu brasilísku borgina Petrópolis í rúst er talið að minnst 186 hafi farist í hamförunum. 69 einstaklinga er enn saknað að sögn lögreglu. Sú tala hefur farið lækkandi á seinustu dögum samhliða því að kennsl hafa verið borin á fleiri lík og aðrir fundið ástvini sína heila á húfi.

Lét húðflúra treyju liðsins á allan líkamann
Mauricio dos Anjos, stuðningsmaður brasilíska knattspyrnuliðsins Flamengo, er líklega mesti aðdáandi liðsins í heimalandinu og þó víðar væri leitað. Dos Anjos gekk svo langt að hann lét húðflúra treyju liðsins á allan líkaman.

Minnst 94 farist í brasilísku borginni Petrópolis
Minnst 94 hafa farist í skriðuföllum og skyndiflóðum í brasilísku borginni Petrópolis eftir að fossandi rigning skall á svæðinu sem staðsett er í fjallgarði norður af Rio de Janeiro.

Minnst átján látnir eftir 25,8 sentímetra rigningu á þremur tímum
Minnst átján eru látnir eftir aurskriður og flóði í Rio de Janeiro-ríki í Brasilíu í gær. 25,8 sentímetra rigning mældist á svæðinu á einungis þremur klukkustundum, sem er nærri því jafn mikið og mældist síðustu 30 daga þar áður.

Sjö látnir eftir bjarghrun í Brasilíu
Að minnsta kosti sjö eru látnir og 32 slasaðir eftir bjarghrun við stöðuvatn í suðausturhluta Brasilíu í gær. Fjölmargir lentu undir klettinum.

Finnur ekki eiginkonuna og krefst skilnaðar
Íslenskur karlmaður segist ekki hafa hitt eiginkonu sína í sextán ár og krefst því skilnaðar. Stefnan var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu enda hefur manninum ekki tekist að hafa uppi á eiginkonunni til að birta henni stefnuna með hefðbundnum hætti.

Kaupir félagið sem kom honum á kortið
Hinn brasilíski Ronaldo er orðinn eigandi brasilíska B-deildarliðsins Cruzeiro, félagsins sem kom honum á kortið fyrir 28 árum síðan.

Þungir dómar vegna eldsvoða sem varð 242 að bana
Fjórir hafa verið dæmdir í fangelsi í Brasilíu vegna eldsvoða á skemmtistað sem varð 242 að bana árið 2013.

Bjóða stuðningsmönnum sínum upp á ókeypis húðflúr til að fagna titlinum
Atletico Mineiro varð brasilískur meistari í fótbolta á dögunum og það er óhætt að segja að félagið ætli að halda upp á þennan árangur með sérstökum hætti.

Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi
Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan.

Ronaldinho gæti aftur verið á leið í fangelsi
Brasilíska fótboltagoðið Ronaldinho gæti verið á leið í fangelsi á ný því hann hefur ekki greitt fyrrverandi kærustu sinni framfærslueyri.

Skógareyðing í Brasilíu ekki verið meiri í fimmtán ár
Eyðing brasilísku regnskóganna hefur ekki verið meiri í heil fimmtán ár samkvæmt opinberum gögnum þar í landi.

Bolsonaro skráir sig í stjórnmálaflokk
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019.

Líkkistufagn fyrir framan stuðningsmenn mótherjanna gerði allt vitlaust
Nágrannaslagur Internacional og Gremio í brasilíska fótboltanum endaði með tuttugu og tveggja manna slagsmálum eftir að leikurinn hafði verið flautaður af.

Tugir þúsunda syrgja vinsælustu söngkonu Brasilíu
Tugir þúsunda aðdáenda brasilísku söngkonunnar Marília Mendonça komu saman í heimaborg hennar Goiania í morgun til að minnast hennar en hún fórst í flugslysi á föstudag aðeins 26 ára gömul.

Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu
Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow.

Þustu inn á völlinn og reyndu að eyðileggja VAR-græjurnar
Stuðningsmenn Gremio í Brasilíu létu reiði sína bitna á VAR-svæðinu eftir tap fyrir Palmeiras.

Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum
Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.