Fótbolti

Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðar­lætin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Léo Pereira, leikmaður Flamengo, heldur á Copa Libertadores-bikarnum í sigurskrúðgöngunni um götur Rio de Janeiro.
Léo Pereira, leikmaður Flamengo, heldur á Copa Libertadores-bikarnum í sigurskrúðgöngunni um götur Rio de Janeiro. Getty/Wagner Meier

Það var mikil gleði í herbúðum Flamengo sem og í allri Ríóborg þegar brasilíska félagið tryggði sér Copa Libertadores-bikarinn.

Gleðin og fönguðurinn var kannski aðeins of mikill því einn frægasti fótboltabikar heims skemmdist í sigurfagnaði liðsins um helgina.

Flamengo sigraði Palmeiras 1-0 í úrslitaleiknum í Líma í Perú og varð þar með fyrsta brasilíska félagið til að lyfta þessum virta bikar fjórum sinnum.

Leikmenn og starfslið Flamengo fóru í sigurgöngu um götur Rio de Janeiro síðdegis á sunnudag og er talið að um fimm hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í fagnaðarlátunum.

Leikmenn og starfslið skiptust á að lyfta bikarnum í göngunni og myndir sýndu að efsti hluti bikarsins, sem er stytta af fótboltamanni sem býr sig undir að sparka í bolta, var vafinn inn í eitthvað sem virtist vera málningarlímband.

Styttan hafði brotnað fyrr um daginn og lausnin var að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin.

Flamengo vonast til að tryggja sér brasilíska deildarmeistaratitilinn á miðvikudag þegar þeir mæta Ceara fyrir framan eigin stuðningsmenn á Maracanã-leikvanginum í Ríó.

Þeir eru með fimm stiga forskot á Palmeiras á toppi deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir.

Það var mikið fagnað á götum Ríó eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×