Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar 1. desember 2025 09:03 Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid. Hér er ekki eingöngu um formlegan áfanga að ræða heldur felst í opnuninni táknræn staðfesting á vináttu, trausti og sívaxandi tengslum tveggja þjóða sem eru nánari en margir ætla, þrátt fyrir að um þrjúsund kílómetrar skilji okkur að. Ákvörðun um að opna sendiráð er ekki tekin á einni nóttu. Um málið var fjallað á Alþingi og niðurstaðan afgerandi; brýn þörf var komin á sendiráð á Spáni. Undirbúningurinn hefur staðið yfir um nokkurt skeið og þegar einn af reyndustu sendiherrum Íslands, Kristján Andri Stefánsson, afhenti Felipe VI. Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í september, var kunngjörð yfirlýsing okkar um trú á framtíðarsambandi Íslands og Spánar. Árið 2019 opnaði Spánn sendiskrifstofu á Íslandi sem undirrituð hefur starfað mikið með allar götur síðan. Gagnkvæmni hefur verið meginregla í samskiptum ríkjanna tveggja og tímabært að við opnum sendiráð í þessu mikla vinaríki okkar til áratuga. Viðskipti, menning og ferðamennska Samband Íslands og Spánar nær miklu lengra aftur í tímann en elstu menn muna og saga þess hefur lengstum verið farsæl og góð. Efnahagsleg og fjárhagsleg tengsl Íslands og Spánar hafa á síðustu árum orðið fjölbreyttari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fyrir löngu skapað sér sess á spænskri grundu enda hafa viðskipti landanna löngum byggst á viðskiptum með sjávarafurðir, vín og í seinni tíma lyf og ál. Þúsundir Íslendinga eiga nú húsnæði á Spáni og sú tala fer vaxandi. Þessi fjöldi sýnir að Spánn er ekki bara sumardvalarstaður í huga Íslendinga heldur í síauknum mæli heimili að heiman, fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem kjósa sól, hlýju og fjölbreytta menningu. Nýtt sendiráð í Madrid mun auðvelda laga- og stjórnsýsluleg samskipti fyrir þá Íslendinga sem eiga eignir og/eða eru í viðskiptum á Spáni og veita þeim aðgang að þjónustu og stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem er mikilvægt skref til að efla öryggi og stuðning þeirra sem tengjast Spáni. Fyrir utan íslenska fasteignaeigendur á Spáni, dvelja þar árlega þúsundir íslenskra ríkisborgara til lengri og skemmri tíma. Með opnun sendiráðsins mun utanríkisþjónustan geta styrkt hagsmunagæslu og eflt þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki þar í landi. Á milli landsins okkar hér í norðri og Spánar í suðri hefur ferðamennska löngum verið ein sterkasta brúin. Ef marka má nýjustu tölur hefur fjöldi spænskra gesta á Íslandi aldrei verið meiri. Árið 2024 komu til landsins rúmlega 70 þúsund spænskir ferðamenn og sú tala er hærri í ár. Að sama skapi hefur Spánn jafnan verið efst á lista þeirra sem ferðast úr landi frá Íslandi. Með opnun sendiráðs fær ferðamannastraumurinn nýja stoð, einfaldari samskipti, betri stuðning og aukna möguleika. Við styrkjum enn frekar þann vettvang sem gerir okkur kleift að efla samvinnu og auka þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki á Spáni. Nágrannar í anda Ísland og Spánn eru ekki aðeins samstarfsríki, þau eru vinir. Þessi vinátta byggist á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum gildum. Með þessari opnun horfum við fram á enn bjartari framtíð í samvinnu landanna tveggja. Ég óska íslenska ríkinu og sendiráðinu í Madrid innilegrar farsældar. Megi það verða hornsteinn áframhaldandi velgengni og brú á milli fólksins okkar, menningar og viðskipta. Til hamingju með þennan merka dag! Muchas gracias. Höfundur er kjörræðismaður Spánar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sendiráð Íslands Spánn Utanríkismál Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid. Hér er ekki eingöngu um formlegan áfanga að ræða heldur felst í opnuninni táknræn staðfesting á vináttu, trausti og sívaxandi tengslum tveggja þjóða sem eru nánari en margir ætla, þrátt fyrir að um þrjúsund kílómetrar skilji okkur að. Ákvörðun um að opna sendiráð er ekki tekin á einni nóttu. Um málið var fjallað á Alþingi og niðurstaðan afgerandi; brýn þörf var komin á sendiráð á Spáni. Undirbúningurinn hefur staðið yfir um nokkurt skeið og þegar einn af reyndustu sendiherrum Íslands, Kristján Andri Stefánsson, afhenti Felipe VI. Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í september, var kunngjörð yfirlýsing okkar um trú á framtíðarsambandi Íslands og Spánar. Árið 2019 opnaði Spánn sendiskrifstofu á Íslandi sem undirrituð hefur starfað mikið með allar götur síðan. Gagnkvæmni hefur verið meginregla í samskiptum ríkjanna tveggja og tímabært að við opnum sendiráð í þessu mikla vinaríki okkar til áratuga. Viðskipti, menning og ferðamennska Samband Íslands og Spánar nær miklu lengra aftur í tímann en elstu menn muna og saga þess hefur lengstum verið farsæl og góð. Efnahagsleg og fjárhagsleg tengsl Íslands og Spánar hafa á síðustu árum orðið fjölbreyttari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fyrir löngu skapað sér sess á spænskri grundu enda hafa viðskipti landanna löngum byggst á viðskiptum með sjávarafurðir, vín og í seinni tíma lyf og ál. Þúsundir Íslendinga eiga nú húsnæði á Spáni og sú tala fer vaxandi. Þessi fjöldi sýnir að Spánn er ekki bara sumardvalarstaður í huga Íslendinga heldur í síauknum mæli heimili að heiman, fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem kjósa sól, hlýju og fjölbreytta menningu. Nýtt sendiráð í Madrid mun auðvelda laga- og stjórnsýsluleg samskipti fyrir þá Íslendinga sem eiga eignir og/eða eru í viðskiptum á Spáni og veita þeim aðgang að þjónustu og stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem er mikilvægt skref til að efla öryggi og stuðning þeirra sem tengjast Spáni. Fyrir utan íslenska fasteignaeigendur á Spáni, dvelja þar árlega þúsundir íslenskra ríkisborgara til lengri og skemmri tíma. Með opnun sendiráðsins mun utanríkisþjónustan geta styrkt hagsmunagæslu og eflt þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki þar í landi. Á milli landsins okkar hér í norðri og Spánar í suðri hefur ferðamennska löngum verið ein sterkasta brúin. Ef marka má nýjustu tölur hefur fjöldi spænskra gesta á Íslandi aldrei verið meiri. Árið 2024 komu til landsins rúmlega 70 þúsund spænskir ferðamenn og sú tala er hærri í ár. Að sama skapi hefur Spánn jafnan verið efst á lista þeirra sem ferðast úr landi frá Íslandi. Með opnun sendiráðs fær ferðamannastraumurinn nýja stoð, einfaldari samskipti, betri stuðning og aukna möguleika. Við styrkjum enn frekar þann vettvang sem gerir okkur kleift að efla samvinnu og auka þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki á Spáni. Nágrannar í anda Ísland og Spánn eru ekki aðeins samstarfsríki, þau eru vinir. Þessi vinátta byggist á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum gildum. Með þessari opnun horfum við fram á enn bjartari framtíð í samvinnu landanna tveggja. Ég óska íslenska ríkinu og sendiráðinu í Madrid innilegrar farsældar. Megi það verða hornsteinn áframhaldandi velgengni og brú á milli fólksins okkar, menningar og viðskipta. Til hamingju með þennan merka dag! Muchas gracias. Höfundur er kjörræðismaður Spánar á Íslandi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun