Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2025 15:46 Þorgerður Katrín við opnun sendiráðsins með utanríkisráðherra Spánar, José Manuel Albares. Stjórnarráðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni í Madríd í dag. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að undirbúningur að stofnun sendiráðsins hafi staðið frá því að Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári að opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Kristján Andri Stefánsson er sendiherra Íslands á Spáni. Í tilkynningu segir að í tilefni af opnuninni hafi verið haldin ráðstefna í spænska utanríkisráðuneytinu í morgun með José Manuel Albares utanríkisráðherra Spánar. Síðdegis hafi svo farið fram pallborðsumræður um aukin viðskiptatengsl Íslands og Spánar. „Þúsundir Íslendinga dvelja langdvölum á Spáni, með tilheyrandi borgaraþjónustumálum af ýmsum toga, og Spánn er eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Í ljósi þess var löngu tímabært að opna hér sendiráð, bæði til að þjónusta ríkisborgara okkar betur og til að rækta tengslin enn frekar við eitt af okkar nánustu samstarfsríkjum,“ segir Þorgerður Katrín í tilkynningu. Hún segist telja að það séu fjölmörg tækifæri fyrir hendi til að efla samband Íslands við Spán enn frekar, ekki síst á sviðum menningar og viðskipta. Í tilkynningu kemur einnig fram að Þorgerður Katrín hafi hafið daginn á tvíhliða fundi með spænska utanríkisráðherranum og að þau hafi rætt tvíhliða samband Íslands og Spánar, samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og sambandið yfir Atlantsála sem og ólöglegt innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Málefni Palestínu og norðurslóðamál komu einnig til umræðu, auk Evrópumála. Sérstök viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu var í föruneyti ráðherra á Spáni í tilefni af opnuninni. Meðal íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptasendinefnd Íslandsstofu má nefna Aparta Iceland, Boreal Travel, Carbon Recycling International, First Water, Icelandic, Iceland Seafood, Icelandic Trademark Holding, Kerecis, JBT Marel, Mint Solution, Reykjavík Geothermal, Stjörnu-Oddi hf., Atlantic Quality Fish og Business BAZAAR. Utanríkisráðherra mun á morgun, þriðjudag, eiga tvíhliða fund með aðstoðarefnahags- og viðskiptaráðherra Spánar, Maria Amparo López Senovilla, en viðskiptasendinefndin íslenska er á sérstakri dagskrá sem Íslandsstofa hefur skipulagt í samstarfi við sendiherra Íslands á Spáni, Kristján Andra Stefánsson. Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhendir Felipe VI Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í spænsku konungshöllinni í september. Stjórnarráðið Í tilkynningunni segir að Spánn hafi verið á síðasta ári í sjöunda sæti á yfir viðskiptalönd Íslands. Þangað sé fluttur fiskur og í auknum mæli ál og aðrar sjávarafurðir. Þá sæki tugir Íslendinga Spán árlega og dvelji þar í lengri og styttri tíma. Íslendingar sem dvelja langdvölum á Spáni munu framvegis geta sótt um ný vegabréf í Madríd og sótt aðra þá borgaraþjónustu sem sendiráð jafnan veitir þangað. Þá má nefna að í Alþingiskosningunum 2024 voru um 30 prósent allra greiddra atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis frá Spáni. Sendiráð Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í tilkynningu segir að í tilefni af opnuninni hafi verið haldin ráðstefna í spænska utanríkisráðuneytinu í morgun með José Manuel Albares utanríkisráðherra Spánar. Síðdegis hafi svo farið fram pallborðsumræður um aukin viðskiptatengsl Íslands og Spánar. „Þúsundir Íslendinga dvelja langdvölum á Spáni, með tilheyrandi borgaraþjónustumálum af ýmsum toga, og Spánn er eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Í ljósi þess var löngu tímabært að opna hér sendiráð, bæði til að þjónusta ríkisborgara okkar betur og til að rækta tengslin enn frekar við eitt af okkar nánustu samstarfsríkjum,“ segir Þorgerður Katrín í tilkynningu. Hún segist telja að það séu fjölmörg tækifæri fyrir hendi til að efla samband Íslands við Spán enn frekar, ekki síst á sviðum menningar og viðskipta. Í tilkynningu kemur einnig fram að Þorgerður Katrín hafi hafið daginn á tvíhliða fundi með spænska utanríkisráðherranum og að þau hafi rætt tvíhliða samband Íslands og Spánar, samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og sambandið yfir Atlantsála sem og ólöglegt innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Málefni Palestínu og norðurslóðamál komu einnig til umræðu, auk Evrópumála. Sérstök viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu var í föruneyti ráðherra á Spáni í tilefni af opnuninni. Meðal íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptasendinefnd Íslandsstofu má nefna Aparta Iceland, Boreal Travel, Carbon Recycling International, First Water, Icelandic, Iceland Seafood, Icelandic Trademark Holding, Kerecis, JBT Marel, Mint Solution, Reykjavík Geothermal, Stjörnu-Oddi hf., Atlantic Quality Fish og Business BAZAAR. Utanríkisráðherra mun á morgun, þriðjudag, eiga tvíhliða fund með aðstoðarefnahags- og viðskiptaráðherra Spánar, Maria Amparo López Senovilla, en viðskiptasendinefndin íslenska er á sérstakri dagskrá sem Íslandsstofa hefur skipulagt í samstarfi við sendiherra Íslands á Spáni, Kristján Andra Stefánsson. Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhendir Felipe VI Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í spænsku konungshöllinni í september. Stjórnarráðið Í tilkynningunni segir að Spánn hafi verið á síðasta ári í sjöunda sæti á yfir viðskiptalönd Íslands. Þangað sé fluttur fiskur og í auknum mæli ál og aðrar sjávarafurðir. Þá sæki tugir Íslendinga Spán árlega og dvelji þar í lengri og styttri tíma. Íslendingar sem dvelja langdvölum á Spáni munu framvegis geta sótt um ný vegabréf í Madríd og sótt aðra þá borgaraþjónustu sem sendiráð jafnan veitir þangað. Þá má nefna að í Alþingiskosningunum 2024 voru um 30 prósent allra greiddra atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis frá Spáni.
Sendiráð Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira