Dýr

Fréttamynd

Dagar Úffa mögu­lega taldir

Kona sem á hundi sínum líf sitt að þakka segist harmi slegin eftir að hafa fengið bréf frá Matvælastofnun þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna skorts á heilsu. Tveir dýralæknar hafi vottað heilsu Úlfgríms, eða Úffa eins og hann er kallaður.

Innlent
Fréttamynd

Braust inn í vín­búð og „drapst“ á klósettinu

Óprúttinn, grímuklæddur innbrotsþjófur braust um helgina inn í vínbúð í Virginíu í Bandaríkjunum. Þjófurinn er sagður hafa hagað sér dýrslega í versluninni, þar sem hann braut áfengisflöskur og drakk úr þeim af svo mikilli áfergju að hann „drapst“ inni á klósetti í versluninni.

Erlent
Fréttamynd

Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina

Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi dagsins að breyta selalauginni í Húsdýragarðinum í lundabyggð og byggja nýja og stærri selalaug á öðrum stað í garðinum. 

Innlent
Fréttamynd

Hvorki síldar­ævin­týri né gervi­greind

Það mætti halda að myndin hér að ofan væri unnin af gervigreind en ekki tekin af ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis snemma árs 2013. Þá varð sá fordæmalausi atburður að ríflega 35 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafafirði. Ástæðan var súrefnisþurrð. Fullur fjörður af síld en alls enginn ævintýrabragur.

Lífið
Fréttamynd

Töfra­maður fann Dimmu heila á húfi

Töframaðurinn Einar Mikael fann hrafninn Dimmu eftir að hún hafði verið týnd í þrjá daga. Fóstri Dimmu óttaðist að hrafninn hefði endað í gini tófu sem hafði komið sér upp greni í nágrenninu.

Lífið
Fréttamynd

Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar

Hrafninn Dimma hefur ekki sést í þrjá daga og óttast sambýlismaður hennar að tófa í nágrenninu hafi drepið hrafninn. Vanalega heldur Dimma sig í 500 metra radíus frá húsinu og lætur sig sjaldan hverfa nema í nokkra klukkutíma í senn.

Lífið
Fréttamynd

Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar

Arnarvarp sumarið 2025 reyndist lakara en síðustu tvö ár. Alls urpu að minnsta kosti 60 pör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra komu upp ungum. Þetta kemur fram í yfirliti Náttúrufræðistofnunar um arnarvarpið í ár.

Innlent
Fréttamynd

Selur hjörð en ekki jörð

Allir nautgripir þess sem áður var kúabú að Akbraut í Rangárþingi ytra á Suðurlandi hafa verið auglýstir til sölu. Það sem athygli vekur er að fasteignasalan Eignatorg annast söluna en fasteignasali segir um að ræða fyrsta skiptið sem hann selji heila hjörð frekar en jörð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fann dauðan snák í Mos­fells­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu verkefni í morgun eftir að vegfarandi gekk fram á dauðan snák. Svo vill til að sá sem fann snákinn hefur átt snák af sömu tegund og segir snákana góð gæludýr. Snákar eru kolólöglegir hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð

Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir.

Innlent
Fréttamynd

Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjöl­býli

Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús.

Innlent
Fréttamynd

Hrekur Walt-Disney líkingar þing­manns

Mat Náttúrustofu Suðurlands á lundaveiðum byggir á vísindalegum rannsóknum sem unnar eru af heilindum og metnaði. Veiðarnar eru ósjálfbærar við núverandi tímabil sjávarhlýnunar og ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þar sem stofninn á undir högg að sækja.

Innlent
Fréttamynd

Álftin fæli bændur frá korn­rækt

Fjórir þingmenn minnihlutans vilja að leyfilegt verði að veiða fjórar fuglategundir, þar á meðal álft, utan hefðbundins veiðitíma vegna ágangs þeirra á tún og kornakra. Flutningsmaður segir fuglana þess valdandi að bændur forðist að fara í stórfellda kornrækt.

Innlent
Fréttamynd

Fundin eftir sjö vikur á ver­gangi: „Takk hver sem þú ert“

Fjölskylduköttur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Ronja, fannst á lífi við Grindavíkurafleggjara Reykjanesbrautar eftir miðnætti, eftir sjö vikur á vergangi. Þórdís Kolbrún þakkar sjálfboðaliðum Villakatta í Reykjanesbæ fyrir björgunina og segist nú formlega vera hluti af kattasamfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

„Túnin eru bara hvít“

Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Fyndnustu dýralífsmyndir ársins

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Nikon Comedy Wildlife Photography Awards birtu í dag þær myndir sem keppa til úrslita þetta árið. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

Lífið
Fréttamynd

Fugla­flensa greinist í refum

Skæð fuglaflensa af gerðinni H5n5 hefur greinst í þremur sýnum sem tekin voru úr veikum refum að undanförnu. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að hann sé fyrsta fórnar­lamb flugunnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki par sáttur við þær fréttir að moskítóflugur séu komnar til landsins. Hann óttast að hafa verið sá fyrsti sem varð flugunum að bráð hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Ný heimildar­mynd af­hjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrir­slátt MAST

Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar.

Innlent
Fréttamynd

„Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úr­bótum hjá borginni

Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna skora á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi til að koma í veg fyrir frekari slys á dýrum. Hundur sem slapp af svæðinu dó þegar hann varð fyrir bíl á Miklubraut í morgun, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist að sögn sjálfboðaliða hjá samtökunum.

Innlent