Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir Landhelgisgæsluna þrýsta á flugmenn sína að standa vaktir þó þeir séu búnir með hámarksvakttíma, séu í veikindum eða orlofi. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Viðræður um nýjan kjarasamning flugmanna gæslunnar hafa staðið yfir í fimm ár. Innlent 3.7.2025 14:08
Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Fjölda flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsaðgerða í Frakklandi en áhrifin eru sögð munu teygja sig víðar um Evrópu. Ryanair hefur aflýst 170 flugferðum, sem munu hafa áhrif á um 30 þúsund farþega, að sögn félagsins. Erlent 3.7.2025 10:33
Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2.7.2025 22:33
Að fylgja eftir sannfæringu sinni og tilvistarkreppa Framsóknar í borginni Innherji 24.6.2025 09:11
Flaug í einkaflugi með Støre Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. Innlent 23. júní 2025 11:42
Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Íslensk áhöfn tekur þátt í tólf daga lúxusferð undir merkjum flugfélagsins forna Pan Am, klædd í einkennisbúninga félagsins. Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Loftleiða segir fortíðarþrá fylgja nafni Pan Am. Lífið 21. júní 2025 14:01
Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Tékkneski flugherinn og kafbátaleitarflugvél bandaríska sjóhersins eru meðal sýningaratriða á árlegum flugdegi Flugsafns Íslands sem fram fer á Akureyrarflugvelli í dag, laugardag. Þá verða Flugsystur með atriði en það eru ný samtök kvenna í flugi. Innlent 21. júní 2025 06:46
Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Flugvél Icelandair í ferjuflugi sem var á leið frá Chales de Gaulle flugvellinum í París var lent í Manchester síðdegis í dag vegna tæknilegs atriðis sem kom upp. Innlent 20. júní 2025 17:04
Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær. Viðskipti innlent 20. júní 2025 08:49
Ótrúlegar myndir af krefjandi lendingu án nefhjóls Jón Svavarsson, einnig þekktur sem Nonni ljósmyndari, var snar í snúningum þegar hann heyrði á útvarpsrás flugturnsins að nefhjólslaus flugvél væri að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Hann tók þessar myndir sem sýna stórvirkið sem flugmanninum tókst að vinna með því að lenda vélinni án tjón á vél eða fólki. Innlent 19. júní 2025 17:56
Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. Innlent 18. júní 2025 22:44
Staðreyndir um Þristinn Gunnfaxa Kristjan Már Unnarsson, fréttamaður skrifaði grein á visi.is sunnudaginn 15. júní sl. um meinta ólgu meðal félaga í DC 3 Þristavinafélaginu vegna sölu á flugvélaskrokks TF-ISB. Skoðun 18. júní 2025 10:01
Flugfélög með áratuga sögu horfin af markaði Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna. Innlent 16. júní 2025 23:10
Tala látinna eftir flugslysið komin í 270 Læknar á Indlandi segja að lík 270 einstaklinga hafi nú fundist eftir flugslysið sem varð í Ahmedabad á fimmtudag. Erlent 16. júní 2025 07:20
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. Innlent 15. júní 2025 07:00
Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. Erlent 13. júní 2025 15:06
Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins. Innlent 13. júní 2025 14:15
Leita vísbendinga um flugslysið og fleiri fórnarlamba Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna. Erlent 13. júní 2025 08:11
Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands. Innlent 12. júní 2025 21:42
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. Erlent 12. júní 2025 19:35
Skúli og félagar aftur sýknaðir af milljarðakröfum Skúli Mogensen og aðrir stjórnarmenn Wow air hafa verið sýknaðir af öllum kröfum þátttakenda í skuldafjárútboði Wow air rétt fyrir fall félagsins. Þátttakendurnir kröfust ríflega 2,6 milljarða króna í skaðabætur. Viðskipti innlent 12. júní 2025 16:05
Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. Erlent 12. júní 2025 12:20
Flugu frá Frakklandi með tólf kíló af kókaíni Tveir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið gripnir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli með samanlagt tólf kíló af kókaíni í farangri sínum. Lagt hefur verið hald á meira magn kókaíns á fimm mánuðum í ár en allt árið í fyrra. Innlent 12. júní 2025 11:54
Var lengi hikandi að selja Ratcliffe laxveiðijarðirnar Cargolux-flugstjórinn fyrrverandi, sem safnaði laxveiðijörðum í Vopnafirði, segist hafa selt þær breska auðkýfingnum Jim Ratcliffe eftir að hafa sannfærst um að þar færi einlægur náttúruverndarsinni sem vildi vernda laxastofninn. Innlent 12. júní 2025 10:20
Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. Erlent 12. júní 2025 09:07