Fréttir af flugi

Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína
Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna.

Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári
Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug.

United Airlines hyggst fljúga til Keflavíkur í sumar
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tilkynnt að það hyggist hefja aftur flug til Íslands nú í sumar. Flogið verður frá Keflavík til New York og Chicago.

Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“
Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs.

Mögnuð tilfinning að taka flugprófið yfir eldgosi
„Ég fékk fyrst áhuga á flugi þegar ég var í níunda eða tíunda bekk þegar það kom flugmaður í grunnskólann minn og hélt kynningu um flug,“ segir Birta Óskarsdóttir, nýútskrifaður atvinnuflugmaður.

Raquelita Rós og Þórhildur Rún nýir forstöðumenn hjá Isavia
Raquelita Rós Aguilar og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hafa verið ráðnar sem nýir forstöðumenn hjá Isavia.

Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli
Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi.

Um bólusetningu flugáhafna
Víða um heim leggja yfirvöld áherslu á að bólusetja flugáhafnir sínar til að liðka fyrir bæði nauðsynlegum vöruflutningum og endurreisn ferðaþjónustunnar. Þegar bólusetningarferli flugáhafna víðsvegar um heiminn eru skoðuð bendir flest til þess að íslenskar áhafnir séu mjög aftarlega i ferlinu.

Fiskisund og Birta í hópi stærstu hlutahafa Play
Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson fjárfestir fer fyrir, og lífeyrissjóðurinn Birta verða í hópi þriggja stærstu hluthafa Play í kjölfar nýafstaðins hlutafjárútboðs hins verðandi flugfélags.

Fastagestur á gosstöðvunum á flugvél sem pabbi hans smíðaði
Arnar Þór Emilsson flugmaður sem lenti lítilli vél við gosstöðvarnar í morgun er líklega einn fárra flugmanna hér á landi sem flýgur flugvél sem pabbi hans smíðaði. Vélin er tveggja manna og auðvelt að lenda svo til hvar sem er, til dæmis á Fagradalsfjalli.

Birgir Jónsson nýr forstjóri Play
Birgir Jónsson hefur verið kynntur til sögunnar sem forstjóri flugfélagsins Play. Hann staðfestir ráðninguna við fréttastofu. Túristi og Fréttablaðið greindu fyrst frá.

Hættustigi lýst yfir þegar vél með skakkt hjól þurfti að lenda
Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag þegar í ljós kom að nefhjól einkaþotu sem tekið hafði á loft frá flugvellinum hafði skekkst. Mikill viðbúnaður var á vellinum þegar vélin lenti, en engan sakaði.

Flugvél Emirates þurfti að losa sig við eldsneyti fyrir lendingu í Keflavík
Boeing 777 flugvél flugfélagsins Emirates, sem var á leið frá Dubai til Toronto í Kanada, þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis. Vélin þurfti að losa sig við eldsneyti til að létta vélina svo að hún fengi að lenda á flugvellinum og gerði það yfir Hafnarfirði.

Ráðin í starf markaðsstjóra Flugakademíunnar
Alexandra Tómasdóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Flugakademíu Íslands. Alexandra starfaði áður sem markaðsstjóri Private Travel þar sem hún hóf störf árið 2016.

Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust
Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið.

Tvö ár frá falli WOW Air: „Við gleymdum okkur í velgengninni“
„Ég á erfitt með að trúa því að þegar séu liðin tvö ár frá því að WOW air flaug sitt síðasta flug og ég þurfti að horfast í augu við þá staðreynd að þessu ótrúlega ævintýri væri lokið,“ svona hefst færsla Skúla Mogensen, eigandi hins fallna flugfélags WOW air, sem hann birti á Facebook í kvöld.

„Farþegum er bara blandað saman“
Íslendingur sem ferðaðist hingað til lands frá Kaupmannahöfn um helgina segir farir sínar ekki sléttar eftir flug með Icelandair frá til Keflavíkur nú um helgina. Vélin kom til Kaupmannahafnar hálffull af farþegum frá Stokkhólmi.

Engan sakaði þegar flugvél þurfti að lenda vegna reyks í flugstjórnarklefa
Kafbátaeftirlitsflugvél á vegum bandaríska sjóhersins af gerðinni P8 var nýfarin á loft á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar hún þurfti að lenda vegna reyks í flugstjórnarklefa.

Hefðu átt að velja annan varaflugvöll áður en lagt var í „martraðarflugið“
Illa var staðið að vali á varaflugvelli miðað við veðurskilyrði þegar flugvél Icelandair var flogið til Manchester 23. febrúar 2017. Þá var óveðursboðum ekki gerð nægilega góð skil í flugáætlun umræddan morgun. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag.

Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid
Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar.