Fréttir Ná störfunum til baka á árinu "Þetta eru vissulega vonbrigði en við erum vongóðir um að ná öllum þessum störfum til baka áður en árið er liðið," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkur, en átján starfsmenn þar í bæ misstu atvinnu sína í fyrradag þegar rækjuvinnslan Frosti hætti starfsemi. Innlent 14.10.2005 06:40 Enn bíða 480 eftir frístundaplássi Enn eru 480 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum skólabarna í Reykjavík. Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, sem er með umsjón með frístundaheimilum skólabarna, segir að alls vanti 99 starfsmenn í stöður víðs vegar um borgina. Innlent 14.10.2005 06:40 Uppreisnarmenn skotnir í Pakistan Indverskir hermenn skutu í morgun níu uppreisnarmenn til bana við landamæri Pakistans. Uppreisnarmennirnir, sem höfðu mikið af vopnum í fórum sínum, voru að reyna að smygla sér yfir landamærin, þegar til skotbardaganna kom. Erlent 14.10.2005 06:40 Safna liði gegn Arroyo Stjórnarandstaðan á Filippseyjum safnar nú liði til að krefjast lögsóknar á hendur forseta landsins Gloriu Macapagal Arroyo, eftir að stuðningsmenn hennar í sérstakri þingnefnd ákváðu að falla frá þremur ákærum á hendur henni. Arroyo er meðal annars sökuð um kosningasvindl. Erlent 14.10.2005 06:40 Handtóku móðurina Lögregla hefur handtekið móður fjögurra mánaða drengs sem lést í eldsvoða um helgina. Erlent 14.10.2005 06:40 Bóluefni gegn lifrarbólgu B búið Bóluefni gegn lifrarbólgu B er nú ófáanlegt hjá innflytjanda hér. Ný sending er komin til landsins og er í gæðaeftirliti. Bóluefnið verður aftur fáanlegt í næstu viku, að sögn Hjörleifs Þórarinssonar forstjóra Glaxo á Íslandi. Innlent 14.10.2005 06:40 Standa vörð um hagsmuni og réttind Starfsemi Neytendastofu og embætti talsmanns neytenda var kynnt fyrir fjölmiðlum íá föstudag en nú eru liðnir tveir mánuðir síðan viðkomandi embætti tóku formlega til starfa. Innlent 14.10.2005 06:40 Glundroði í New Orleans Algjör glundroði ríkir í New Orleans eftir fellybylinn Katrínu, sem nú er óttast að hafi orðið þúsundum manna að bana. Talið er að allt að hundrað þúsund manns séu enn í borginni, en aðeins fjórðungur þeirra er í Súperdóme höllinni, sem átti að hýsa alla sem ekki kæmust burt. Erlent 14.10.2005 06:40 Tölvukaupalán misjöfn Fartölvulán og tryggingar þær sem ýmsir keppast um að bjóða nemendum þessa dagana eru mjög misjöfn samkvæmt úttekt Alþýðusambands Íslands. Innlent 14.10.2005 06:40 13.770 skora á stjórnvöld Fulltrúar Félags íslenskra bifreiðaeigenda gengu í dag á fund Geirs H. Haarde fjámálaráðherra og afhentu honum áskorun FÍB og tæplega 14 þúsund Íslendinga um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Innlent 14.10.2005 06:40 Nýtt fiskveiðiár hafið Nýtt fiskveiðiár hefst í dag, fyrsta september. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu fá alls fjögur hundruð áttatíu og fimm skip úthlutað aflamarki, sem nemur samtals rúmlega þrjú hundruð og fjórtán þúsund þorskígildistonnum. Innlent 14.10.2005 06:40 Fangelsi fyrir stuld í klefa Fyrrum starfsmaður World Class líkamsræktarstöðvarinnar í Laugardal var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir að stela frá gestum stöðvarinnar í búningsklefa. Dómurinn var skilorðsbundinn í tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:40 Forsetasonurinn í kosningabaráttu Gamal Mubarak, sonur Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, sést iðullega við hlið föður síns í kosningabaráttunni sem stendur yfir í landinu. Erlent 14.10.2005 06:40 Gjöf til Skógræktarfélag Íslands Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyota, færði í dag Skógræktarfélagi Íslands að gjöf trjáplöntur, sem duga í fimmtán hektara skóg. Skógræktarfélags Íslands er 75 ára, en félagið var stofnað á alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930. Innlent 14.10.2005 06:40 Herlög í New Orleans Herlög eru nú í gildi í New Orleans til að reyna að koma í veg fyrir rán og ofbeldi. Bush Bandaríkjaforseti segir hamfarirnar af völdum fellibylsins Katrínar einhverjar hinar mestu í sögu Bandaríkjanna en hversu stórt tjónið er, verður ekki hægt að segja til um fyrr en eftir einhverja daga eða vikur. Erlent 14.10.2005 06:40 Viðbrögði við könnun um flugvöll "Ég fagna þessari niðurstöðu," sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, spurð um viðbrögð við könnuninni. "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að flugvöllurinn eigi að fara. Ég talaði fyrir því í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar [sem fram fór í Reykjavík um flugvöllinn árið 2001]. Innlent 14.10.2005 06:40 Samskipti Pakistan og Ísrael hafið Utanríkisráðherrar Pakistans og Ísraels hittust í fyrsta sinn opinberlega í morgun. Fundurinn er liður í að liðka fyrir samskiptum landanna, sem ekki hafa átt í stjórnmálasambandi hingað til. Það var Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sem skipulagði fundinn, sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi. Erlent 14.10.2005 06:40 Nýr drykkjarfontur í Elliðaárdal Á fundi Rótarýklúbbs Árbæjar í kvöld kl. 18.30 verður vígður vatnspóstur eða drykkjarfontur í Elliðaárdal að viðstöddum fulltrúum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Er hann staðsettur við göngustíga í dalnum rétt fyrir neðan Árbæjarkirkju. Innlent 14.10.2005 06:40 Meirihluti vill flytja flugvöllinn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir niðurstöðurnar mjög athyglisverðar. "Mér finnst í rauninni ótrúlega mikill stuðningur að 36 prósent geti sætt sig við flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Innlent 14.10.2005 06:40 Sækist líklega eftir fyrsta sætinu Líklegt er að Júlíus Vífill Ingvarsson sækist eftir fyrsta sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stuðningsmenn hans lagt hart að honum að stefna á fyrsta sætið. Innlent 14.10.2005 06:40 Bílddælingar hafna vinnu á Patró Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Innlent 14.10.2005 06:40 Þorlákur út - Sverrir inn Þorlákur Árnason er hættur að þjálfa úrvalsdeildalið Fylkis í knattspyrnu. Þetta er sameiginlega ákvörðun Þorláks og meistaflokksráðs félagsins. Við þjálfun liðsins taka þeir Sverrir Sverrisson, fyrrum leikmaður liðsins og Jón Sveinsson sem var aðstoðarmaður Þorláks. Sport 14.10.2005 06:40 Efnaleki í verksmiðju Össurar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kvatt að húsnæði stoðtækjafyrirtækisins Össurar að Grjóthálsi klukkan kortér yfir níu í gærkvöldi, eftir að eiturgufur mynduðust þegar starfsmenn Össurar voru að vinna við kar sem innihélt um 200 lítra af salspéturssýru. Innlent 14.10.2005 06:40 Hvirfilbylur veldur usla í Taívan Á Taívan hefur hvirfilbylurinn Talim valdið miklum usla og að minnsta kosti einn hefur látist af völdum hans og á þriðja tug manna slasast. Enn er mikill kraftur í Talim og skólar og opinberar byggingar verða lokaðar enn um sinn. Erlent 14.10.2005 06:40 Nýr útvarpsstjóri Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40 Lýsa ábyrgð á Lundúnaárásum Í myndbandsupptöku sem birt var í gær lýsti Ayman al-Zawahri, sem talinn er vera næstæðsti maður al-Kaída, yfir ábyrgð hryðjuverkanetsins á sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. Erlent 14.10.2005 06:40 Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til. Innlent 14.10.2005 06:40 Verstu hamfarir í sögu BNA Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón. Erlent 14.10.2005 06:40 Hagnaðaraukning flugstöðvar Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis. Innlent 14.10.2005 06:40 Leiðtogar heims fagna Samstöðu Fjöldi þjóðarleiðtoga komu saman í Gdansk í Póllandi á þriðjudag til að minnast þess að aldarfjórðungur er liðinn frá því að pólskir verkamenn stofnuðu hreyfinguna Samstöðu, undir forystu Lech Walesa. Erlent 14.10.2005 06:40 « ‹ ›
Ná störfunum til baka á árinu "Þetta eru vissulega vonbrigði en við erum vongóðir um að ná öllum þessum störfum til baka áður en árið er liðið," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkur, en átján starfsmenn þar í bæ misstu atvinnu sína í fyrradag þegar rækjuvinnslan Frosti hætti starfsemi. Innlent 14.10.2005 06:40
Enn bíða 480 eftir frístundaplássi Enn eru 480 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum skólabarna í Reykjavík. Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, sem er með umsjón með frístundaheimilum skólabarna, segir að alls vanti 99 starfsmenn í stöður víðs vegar um borgina. Innlent 14.10.2005 06:40
Uppreisnarmenn skotnir í Pakistan Indverskir hermenn skutu í morgun níu uppreisnarmenn til bana við landamæri Pakistans. Uppreisnarmennirnir, sem höfðu mikið af vopnum í fórum sínum, voru að reyna að smygla sér yfir landamærin, þegar til skotbardaganna kom. Erlent 14.10.2005 06:40
Safna liði gegn Arroyo Stjórnarandstaðan á Filippseyjum safnar nú liði til að krefjast lögsóknar á hendur forseta landsins Gloriu Macapagal Arroyo, eftir að stuðningsmenn hennar í sérstakri þingnefnd ákváðu að falla frá þremur ákærum á hendur henni. Arroyo er meðal annars sökuð um kosningasvindl. Erlent 14.10.2005 06:40
Handtóku móðurina Lögregla hefur handtekið móður fjögurra mánaða drengs sem lést í eldsvoða um helgina. Erlent 14.10.2005 06:40
Bóluefni gegn lifrarbólgu B búið Bóluefni gegn lifrarbólgu B er nú ófáanlegt hjá innflytjanda hér. Ný sending er komin til landsins og er í gæðaeftirliti. Bóluefnið verður aftur fáanlegt í næstu viku, að sögn Hjörleifs Þórarinssonar forstjóra Glaxo á Íslandi. Innlent 14.10.2005 06:40
Standa vörð um hagsmuni og réttind Starfsemi Neytendastofu og embætti talsmanns neytenda var kynnt fyrir fjölmiðlum íá föstudag en nú eru liðnir tveir mánuðir síðan viðkomandi embætti tóku formlega til starfa. Innlent 14.10.2005 06:40
Glundroði í New Orleans Algjör glundroði ríkir í New Orleans eftir fellybylinn Katrínu, sem nú er óttast að hafi orðið þúsundum manna að bana. Talið er að allt að hundrað þúsund manns séu enn í borginni, en aðeins fjórðungur þeirra er í Súperdóme höllinni, sem átti að hýsa alla sem ekki kæmust burt. Erlent 14.10.2005 06:40
Tölvukaupalán misjöfn Fartölvulán og tryggingar þær sem ýmsir keppast um að bjóða nemendum þessa dagana eru mjög misjöfn samkvæmt úttekt Alþýðusambands Íslands. Innlent 14.10.2005 06:40
13.770 skora á stjórnvöld Fulltrúar Félags íslenskra bifreiðaeigenda gengu í dag á fund Geirs H. Haarde fjámálaráðherra og afhentu honum áskorun FÍB og tæplega 14 þúsund Íslendinga um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Innlent 14.10.2005 06:40
Nýtt fiskveiðiár hafið Nýtt fiskveiðiár hefst í dag, fyrsta september. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu fá alls fjögur hundruð áttatíu og fimm skip úthlutað aflamarki, sem nemur samtals rúmlega þrjú hundruð og fjórtán þúsund þorskígildistonnum. Innlent 14.10.2005 06:40
Fangelsi fyrir stuld í klefa Fyrrum starfsmaður World Class líkamsræktarstöðvarinnar í Laugardal var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir að stela frá gestum stöðvarinnar í búningsklefa. Dómurinn var skilorðsbundinn í tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:40
Forsetasonurinn í kosningabaráttu Gamal Mubarak, sonur Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, sést iðullega við hlið föður síns í kosningabaráttunni sem stendur yfir í landinu. Erlent 14.10.2005 06:40
Gjöf til Skógræktarfélag Íslands Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyota, færði í dag Skógræktarfélagi Íslands að gjöf trjáplöntur, sem duga í fimmtán hektara skóg. Skógræktarfélags Íslands er 75 ára, en félagið var stofnað á alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930. Innlent 14.10.2005 06:40
Herlög í New Orleans Herlög eru nú í gildi í New Orleans til að reyna að koma í veg fyrir rán og ofbeldi. Bush Bandaríkjaforseti segir hamfarirnar af völdum fellibylsins Katrínar einhverjar hinar mestu í sögu Bandaríkjanna en hversu stórt tjónið er, verður ekki hægt að segja til um fyrr en eftir einhverja daga eða vikur. Erlent 14.10.2005 06:40
Viðbrögði við könnun um flugvöll "Ég fagna þessari niðurstöðu," sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, spurð um viðbrögð við könnuninni. "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að flugvöllurinn eigi að fara. Ég talaði fyrir því í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar [sem fram fór í Reykjavík um flugvöllinn árið 2001]. Innlent 14.10.2005 06:40
Samskipti Pakistan og Ísrael hafið Utanríkisráðherrar Pakistans og Ísraels hittust í fyrsta sinn opinberlega í morgun. Fundurinn er liður í að liðka fyrir samskiptum landanna, sem ekki hafa átt í stjórnmálasambandi hingað til. Það var Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sem skipulagði fundinn, sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi. Erlent 14.10.2005 06:40
Nýr drykkjarfontur í Elliðaárdal Á fundi Rótarýklúbbs Árbæjar í kvöld kl. 18.30 verður vígður vatnspóstur eða drykkjarfontur í Elliðaárdal að viðstöddum fulltrúum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Er hann staðsettur við göngustíga í dalnum rétt fyrir neðan Árbæjarkirkju. Innlent 14.10.2005 06:40
Meirihluti vill flytja flugvöllinn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir niðurstöðurnar mjög athyglisverðar. "Mér finnst í rauninni ótrúlega mikill stuðningur að 36 prósent geti sætt sig við flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Innlent 14.10.2005 06:40
Sækist líklega eftir fyrsta sætinu Líklegt er að Júlíus Vífill Ingvarsson sækist eftir fyrsta sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stuðningsmenn hans lagt hart að honum að stefna á fyrsta sætið. Innlent 14.10.2005 06:40
Bílddælingar hafna vinnu á Patró Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Innlent 14.10.2005 06:40
Þorlákur út - Sverrir inn Þorlákur Árnason er hættur að þjálfa úrvalsdeildalið Fylkis í knattspyrnu. Þetta er sameiginlega ákvörðun Þorláks og meistaflokksráðs félagsins. Við þjálfun liðsins taka þeir Sverrir Sverrisson, fyrrum leikmaður liðsins og Jón Sveinsson sem var aðstoðarmaður Þorláks. Sport 14.10.2005 06:40
Efnaleki í verksmiðju Össurar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kvatt að húsnæði stoðtækjafyrirtækisins Össurar að Grjóthálsi klukkan kortér yfir níu í gærkvöldi, eftir að eiturgufur mynduðust þegar starfsmenn Össurar voru að vinna við kar sem innihélt um 200 lítra af salspéturssýru. Innlent 14.10.2005 06:40
Hvirfilbylur veldur usla í Taívan Á Taívan hefur hvirfilbylurinn Talim valdið miklum usla og að minnsta kosti einn hefur látist af völdum hans og á þriðja tug manna slasast. Enn er mikill kraftur í Talim og skólar og opinberar byggingar verða lokaðar enn um sinn. Erlent 14.10.2005 06:40
Nýr útvarpsstjóri Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40
Lýsa ábyrgð á Lundúnaárásum Í myndbandsupptöku sem birt var í gær lýsti Ayman al-Zawahri, sem talinn er vera næstæðsti maður al-Kaída, yfir ábyrgð hryðjuverkanetsins á sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. Erlent 14.10.2005 06:40
Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til. Innlent 14.10.2005 06:40
Verstu hamfarir í sögu BNA Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón. Erlent 14.10.2005 06:40
Hagnaðaraukning flugstöðvar Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis. Innlent 14.10.2005 06:40
Leiðtogar heims fagna Samstöðu Fjöldi þjóðarleiðtoga komu saman í Gdansk í Póllandi á þriðjudag til að minnast þess að aldarfjórðungur er liðinn frá því að pólskir verkamenn stofnuðu hreyfinguna Samstöðu, undir forystu Lech Walesa. Erlent 14.10.2005 06:40